Obama valdamestur - Gates valdmestur í einkageiranum 8. nóvember 2011 22:00 Barack Obama er valdamesti maður heims, samkvæmt uppfærðum lista viðskiptatímaritsins Forbes. Á uppfærðum lista viðskiptatímaritsins Forbes yfir valdamesta fólk heims eru fyrst og fremst þekkt andlit af sviði alþjóðlegra stjórn- og efnahagsmála. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er valdamestur í stjórnmálum og Bill Gates, forstjóri Microsoft, í einkageiranum en aðeins tveir úr einkageiranum komast inn á topp tíu listann. Ásamt Gates er það Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Listinn er eftirfarandi.1. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Hann hefur þræðina í hendi sér í stærsta hagkerfi heimsins. 2. Vladímir Pútín, forsætisráðherra Rússlands. Hann þykir hafa styrkt efnahagslega stöðu Rússlands í Evrópu og Asíu mikið og er enn maðurinn sem allir líta til í Rússlandi. 3. Hu Jintao, forseti Kína. Kína vex og vex, og völdin með. Jintao er höfuðið í alþýðulýðveldinu þar sem heimsmetið í hagvexti er slegið árlega. 4. Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Hún er sú sem mestu ræður á evrusvæðinu. Þegar það er í krísu er horft til Merkel. 5. Bill Gates, forstjóri Microsoft. Nú er enginn Steve Jobs. Gates er áhrifamikill í hugbúnaðargeiranum og einnig í góðgerðarstarfi. 6. Abdullah bin Abdul Aziz al Saud, kóngur í Sádí-Arabíu. Hann bað Bandaríkin um að ráðast á Íran, eins og Wikileaks afhjúpaði. Olíuauði Sádí-Arabíu er stýrt af honum. 7. Benedikt Páfi XVI. Kaþólski söfnuðurinn er stærsti söfnuður heimsins. Sumir segja að bankinn í Vatíkaninu sé eini bankinn innan Ítalíu sem ekki standi illa. 8. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Bernanke er kannski ekki með viðurnefnið Guð, eins og forveri hans Alan Greenspan, en hann er virtasti seðlabankastjóri heimsins. 9. Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Hver er ekki á Facebook? Vissir þú að Facebook á allt sem birtist á vef hans? Zuckerberg ræður þessum samskiptavef. 10. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Cameron er ekki lengur yngstur á meðal hinna valdamestu, eins og á síðasta ári. Cameron er 45 ára en Zuckerberg er langyngstur, 27 ára. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Á uppfærðum lista viðskiptatímaritsins Forbes yfir valdamesta fólk heims eru fyrst og fremst þekkt andlit af sviði alþjóðlegra stjórn- og efnahagsmála. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er valdamestur í stjórnmálum og Bill Gates, forstjóri Microsoft, í einkageiranum en aðeins tveir úr einkageiranum komast inn á topp tíu listann. Ásamt Gates er það Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Listinn er eftirfarandi.1. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna. Hann hefur þræðina í hendi sér í stærsta hagkerfi heimsins. 2. Vladímir Pútín, forsætisráðherra Rússlands. Hann þykir hafa styrkt efnahagslega stöðu Rússlands í Evrópu og Asíu mikið og er enn maðurinn sem allir líta til í Rússlandi. 3. Hu Jintao, forseti Kína. Kína vex og vex, og völdin með. Jintao er höfuðið í alþýðulýðveldinu þar sem heimsmetið í hagvexti er slegið árlega. 4. Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Hún er sú sem mestu ræður á evrusvæðinu. Þegar það er í krísu er horft til Merkel. 5. Bill Gates, forstjóri Microsoft. Nú er enginn Steve Jobs. Gates er áhrifamikill í hugbúnaðargeiranum og einnig í góðgerðarstarfi. 6. Abdullah bin Abdul Aziz al Saud, kóngur í Sádí-Arabíu. Hann bað Bandaríkin um að ráðast á Íran, eins og Wikileaks afhjúpaði. Olíuauði Sádí-Arabíu er stýrt af honum. 7. Benedikt Páfi XVI. Kaþólski söfnuðurinn er stærsti söfnuður heimsins. Sumir segja að bankinn í Vatíkaninu sé eini bankinn innan Ítalíu sem ekki standi illa. 8. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Bernanke er kannski ekki með viðurnefnið Guð, eins og forveri hans Alan Greenspan, en hann er virtasti seðlabankastjóri heimsins. 9. Mark Zuckerberg, forstjóri og stærsti eigandi Facebook. Hver er ekki á Facebook? Vissir þú að Facebook á allt sem birtist á vef hans? Zuckerberg ræður þessum samskiptavef. 10. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Cameron er ekki lengur yngstur á meðal hinna valdamestu, eins og á síðasta ári. Cameron er 45 ára en Zuckerberg er langyngstur, 27 ára.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira