Hvað var Magnús að gera með snakkpoka á bekknum í gær? Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. nóvember 2011 14:30 Magnús Þór Gunnarsson. mynd/Daníel Ótrúleg uppákoma átti sér stað í leik KR og Keflavíkur í gær sem gerði viðstadda kjaftstopp. Þá sást til Magnúsar Gunnarssonar, leikmanns Keflavíkur, fá sér snakk á bekknum í miðjum leik. Þar sem þetta er líklega einstök uppákoma í íslensku íþróttalífi brá Vísir á það ráð að hringja í Magnús og leita skýringa. "Málið er að morguninn fyrir leikinn fór ég í maga- og ristilspeglun. Ég gerði svo þau mistök yfir daginn að drekka ekki nóg og borða nógu mikið salt til þess að halda vatninu í líkamanum. Fyrir vikið fór ég að fá krampa í leiknum og þá voru góð ráð dýr," sagði Magnús sem sendi einn af nýliðunum í Keflavíkurliðinu í sjoppuna í miðjum leik. Sá keypti poka af Lay´s flögum. Ekki með sour cream & onion bragði heldur venjulegu. "Ég skellti því í mig smá flögum og íþróttadrykk með. Þetta var nú ekki heill poki sem ég borðaði. Ætli þetta hafi ekki verið svona 15 flögur. Ég varð að gera eitthvað og þetta var lausnin í KR-heimilinu í gær," sagði Magnús. Honum leið eðlilega ekkert vel að þurfa að grípa til þessa ráðs. Hann snéri því baki í áhorfendur er hann skellti flögunum í sig. "Ég bjóst alveg við því að einhver myndi smella mynd af mér þannig að ég reyndi að vera snöggur að þessu." Þeir sem halda að Magnús hafi verið að þessu af einstakri nammifíkn þurfa að endurskoða sína afstöðu. "Þetta hefur ekkert að gera með það að sé svona hrikalegur nammigrís. Mér finnst nammi alveg gott en er ekkert sérstaklega hrifinn af snakkinu." Dominos-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Ótrúleg uppákoma átti sér stað í leik KR og Keflavíkur í gær sem gerði viðstadda kjaftstopp. Þá sást til Magnúsar Gunnarssonar, leikmanns Keflavíkur, fá sér snakk á bekknum í miðjum leik. Þar sem þetta er líklega einstök uppákoma í íslensku íþróttalífi brá Vísir á það ráð að hringja í Magnús og leita skýringa. "Málið er að morguninn fyrir leikinn fór ég í maga- og ristilspeglun. Ég gerði svo þau mistök yfir daginn að drekka ekki nóg og borða nógu mikið salt til þess að halda vatninu í líkamanum. Fyrir vikið fór ég að fá krampa í leiknum og þá voru góð ráð dýr," sagði Magnús sem sendi einn af nýliðunum í Keflavíkurliðinu í sjoppuna í miðjum leik. Sá keypti poka af Lay´s flögum. Ekki með sour cream & onion bragði heldur venjulegu. "Ég skellti því í mig smá flögum og íþróttadrykk með. Þetta var nú ekki heill poki sem ég borðaði. Ætli þetta hafi ekki verið svona 15 flögur. Ég varð að gera eitthvað og þetta var lausnin í KR-heimilinu í gær," sagði Magnús. Honum leið eðlilega ekkert vel að þurfa að grípa til þessa ráðs. Hann snéri því baki í áhorfendur er hann skellti flögunum í sig. "Ég bjóst alveg við því að einhver myndi smella mynd af mér þannig að ég reyndi að vera snöggur að þessu." Þeir sem halda að Magnús hafi verið að þessu af einstakri nammifíkn þurfa að endurskoða sína afstöðu. "Þetta hefur ekkert að gera með það að sé svona hrikalegur nammigrís. Mér finnst nammi alveg gott en er ekkert sérstaklega hrifinn af snakkinu."
Dominos-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira