KR vann eins stigs sigur á Keflavík, 74-73, í Iceland Express deild karla í körfubolta í gær og er því áfram í öðru sæti deildarinnar. KR er búið að vinna alla þrjá heimaleiki sína í deildinni til þessa.
Keflvíkingar áttu síðustu sóknina í leiknum og náðu þar tveimur skotum og tveimur sóknarfráköstum. Keflvíkingum tókst samt ekki að tryggja sér sigurinn og leiktíminn rann út áður en þeir náðu þriðja skotinu á körfuna.
Stefán Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leik KR og Keflavíkur í DHl-höllinni í gær og náði þessum skemmtilegu myndum. Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.
Körfubolti