Mikil dramatík í Grikklandi Magnús Halldórsson skrifar 3. nóvember 2011 23:20 Forsætisráðherra Grikklands rær nú lífróður. Fréttir af stöðu mála í landinu eru misvísandi. Mikil dramatík er nú í stjórnmálalífi Grikklands og er ekki ljóst enn hvernig landið liggur fyrir vantrausttillögu á ríkisstjórnina sem tekin verður fyrir á morgun. George Papandreou, forsætisráðherra, á í vök að verjast og reynir nú hvað hann getur til þess að fá stjórnarandstöðuna, og andstæðinga innan eigin flokks, til þess að samþykkja björgunaráætlun fyrir landið sem forystumenn evruríkjanna samþykktu í síðustu viku. Samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC er nú talið ólíklegt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um björgunaráætlunina eins og tilkynnt var um í gær. Andstaðan við þá ráðstöfun er mikil innan raða ríkisstjórnarinnar. Þá hafa tvær kannanir sýnt að yfir 60% Grikkja myndu fella málið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem flestir eru sammála um að þýði að landið yrði á köldum klaka og líkindum fara í þrot. Fjárfestar óttast að það geti leitt til dóminó-áhrifa með miklu verðfalli á eignum á skömmum tíma. Wall Street Journal greindi frá því í dag að þungir gjalddagar á skuldum Grikklands eru framundan í desember, eða 1,17 milljarðar evra þann 19. desember. Útilokað þykir að landið geti borgað þessar skuldir nema að vera búið að tryggja sér aðgang að fé úr björgunarsjóði ESB. Vaxtakjör á markaði fyrir landið eru slík að algjörlega öruggt þykir að landið geti ekki endurfjármagnað skuldir sínar. Fréttir af stöðu mála í landinu eru nokkuð misvísandi þessa stundina. Málin skýrast vafalítið eftir því sem fram vindur. Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Mikil dramatík er nú í stjórnmálalífi Grikklands og er ekki ljóst enn hvernig landið liggur fyrir vantrausttillögu á ríkisstjórnina sem tekin verður fyrir á morgun. George Papandreou, forsætisráðherra, á í vök að verjast og reynir nú hvað hann getur til þess að fá stjórnarandstöðuna, og andstæðinga innan eigin flokks, til þess að samþykkja björgunaráætlun fyrir landið sem forystumenn evruríkjanna samþykktu í síðustu viku. Samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC er nú talið ólíklegt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um björgunaráætlunina eins og tilkynnt var um í gær. Andstaðan við þá ráðstöfun er mikil innan raða ríkisstjórnarinnar. Þá hafa tvær kannanir sýnt að yfir 60% Grikkja myndu fella málið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem flestir eru sammála um að þýði að landið yrði á köldum klaka og líkindum fara í þrot. Fjárfestar óttast að það geti leitt til dóminó-áhrifa með miklu verðfalli á eignum á skömmum tíma. Wall Street Journal greindi frá því í dag að þungir gjalddagar á skuldum Grikklands eru framundan í desember, eða 1,17 milljarðar evra þann 19. desember. Útilokað þykir að landið geti borgað þessar skuldir nema að vera búið að tryggja sér aðgang að fé úr björgunarsjóði ESB. Vaxtakjör á markaði fyrir landið eru slík að algjörlega öruggt þykir að landið geti ekki endurfjármagnað skuldir sínar. Fréttir af stöðu mála í landinu eru nokkuð misvísandi þessa stundina. Málin skýrast vafalítið eftir því sem fram vindur.
Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira