Bernanke: Ég skil mótmælin vel 2. nóvember 2011 23:53 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagðist í dag um margt skilja vel þá reiði og gremju sem endurspeglaðist ekki síst í Wall Street-mótmælunum (Occupy Wall Street). Þau hafa haft víðtæk áhrif um allan heim, en þó hvergi eins mikil og í Bandaríkjunum. Stuðningur við þau mælist mikill í könnunum þar í landi, þvert á pólitískar línur. „Ég næ þessu og er sammála því að það er óviðunandi hvernig staða efnahagsmála er,“ sagði Bernanke þegar blaðamaður LA Times spurði hann út í fyrrnefnd mótmæli á blaðamannafundi í dag, og þá ekki síst það að mótmælin beindust meðal annars að seðlabankanum. Bernanke sagði atvinnuleysi vera alltof mikið í Bandaríkjunum og að staðan væri almennt óviðunandi. Hann sagði þó að það væri hans mat að gagnrýnin á seðlabankann væri ekki að öllu leyti sanngjörn. Einkum þegar kæmi að aðgerðum sem bankinn greip til haustið 2008 og á árinu 2009. „Við gripum til aðgerða sem algjörlega nauðsynlegt var að grípa til,“ sagði Bernanke. Hann sagði að afleiðingarnar af því ef seðlabankinn hefði ekki dælt fé inn á markaði og gripið til annarra margvíslegra aðgerða, hefðu getað orðið skelfilegar. Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagðist í dag um margt skilja vel þá reiði og gremju sem endurspeglaðist ekki síst í Wall Street-mótmælunum (Occupy Wall Street). Þau hafa haft víðtæk áhrif um allan heim, en þó hvergi eins mikil og í Bandaríkjunum. Stuðningur við þau mælist mikill í könnunum þar í landi, þvert á pólitískar línur. „Ég næ þessu og er sammála því að það er óviðunandi hvernig staða efnahagsmála er,“ sagði Bernanke þegar blaðamaður LA Times spurði hann út í fyrrnefnd mótmæli á blaðamannafundi í dag, og þá ekki síst það að mótmælin beindust meðal annars að seðlabankanum. Bernanke sagði atvinnuleysi vera alltof mikið í Bandaríkjunum og að staðan væri almennt óviðunandi. Hann sagði þó að það væri hans mat að gagnrýnin á seðlabankann væri ekki að öllu leyti sanngjörn. Einkum þegar kæmi að aðgerðum sem bankinn greip til haustið 2008 og á árinu 2009. „Við gripum til aðgerða sem algjörlega nauðsynlegt var að grípa til,“ sagði Bernanke. Hann sagði að afleiðingarnar af því ef seðlabankinn hefði ekki dælt fé inn á markaði og gripið til annarra margvíslegra aðgerða, hefðu getað orðið skelfilegar.
Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira