Fréttaskýring: Nútíma þrælahald er risaiðnaður Magnús Halldórsson skrifar 15. nóvember 2011 00:06 Antonio Mari Costa, framkvæmastjóri UNODC, leiðir vinnu Sameinuðu þjóðanna gegn glæpum og eiturlyfjasölu. Mansal fer vaxandi og veltir í það minnsta 100 milljörðum dollara árlega á heimsvísu, eða sem nemur ríflega 11 þúsund milljörðum króna. Höfuðvígin eru Afríka, Asía og Austur-Evrópa. Vísbendingar eru um að tengslin milli vopnasölu og fíkniefnadreifingar séu sífellt að aukast og að mansalið sé orðið stór hluti af skipulagðri glæpastarfsemi hins svarta hagkerfis heimsins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýjustu skýrslu UNODC, stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn eiturlyfjaneyslu og glæpum. Í skýrslunni er á það minnst að flutningarnir á fólki, einkum stúlkubörnum og ungum konum, milli landa og jafnvel heimsálfa - oft í gámaskipum við eins nöturlegar aðstæður og hægt er að hugsa sér - séu notaðir til þess að ferja fíkniefni í leiðinni.Yfirsýnin að aukast Rannsóknin sem að baki skýrslunni liggur byggir að mestu á tölum frá opinberum rannsóknaryfirvöldum, dómstólum og eftirlitsstofnunum. Í skýrslunni er mansalið kallað „nútíma þrælahald" og er vandamálið sagt fara vaxandi, einkum í Afríku, Asíu og Austur-Evrópu. Skýrslan ber nafnið „glæpurinn sem er okkur til skammar" (The crime that shames us all). Antonio Mari Costa, framkvæmastjóri UNODC , stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn eiturlyfjaneyslu og glæpum, segir að sú umfangsmikla vinna sem að baki skýrslunni býr gefi eins góða yfirsýn yfir mansalið eins og hægt sé að gefa, með þeim takmörkuðu upplýsingum sem fyrir liggja. „Við erum þó enn stutt á veg komin og ennþá skortir dýpt í rannsóknirnar," segir Mari Costa í inngangsgrein í skýrslunni.En hvað segja tölurnar? Tæplega 65% af þeim 155 þjóðum í heiminum sem eru farnar að hafa skipulagt eftirlit með mansali, skiluðu gögnum inn í rannsóknina. Aðrar glíma við það, að hafa náð litlum sem engum árangri hvað varðar yfirsýnina. Tímafrekt er að byggja upp heimildamenn, safna upplýsingum og elta þræðina sem eru fyrir hendi. Opinberum málum hefur fjölgað mikið frá því að sérstakt mansalseftirlit var tekið upp á heimsvísu með átaki sem hófst 2003. Þetta eru jákvæðu tíðindin í skýrslunni, þ.e. að þjóðir heims eru farnar að opna augun fyrir vandamálinu og grípa til aðgerða. En betur má ef duga skal. • Á heimsvísu eru rúmlega 20% allra fórnarlamba börn. Í vestanverðri Afríku er hlutfallið nærri hundrað prósent. Þar eru fórnarlömbin nær bara börn, sem flutt eru í þúsundatali árlega til Evrópu, Suður- og Norður-Ameríku, og Asíu. Oftast nær á þetta fólk fremur stutta ævi, er misþyrmt hroðalega með nær linnulausum nauðgunum og ofbeldi, fjarri fólki sem mögulega gæti veitt þeim hjálparhönd. • Algengasta hlið mansals er tenging við kynlífsiðnaðinn á heimsvísu. Um 79% mansalstilfella sem kortlögð voru í tengslum við rannsóknina tengdumst þeim iðnaði, þ.e. helst vændi. • Næst algengasta form mansals er þvingun í atvinnu (forced labour) sem erfitt er að skýra öðruvísu en með orðinu þrælahaldi. Um 18% þekktra tilfella mansals tengjast þessu. • Það sem kom rannsakendum einna mest á óvart, var að konur standa oft að mansalsglæpum, ekki síst í Afríku. Um 30 prósent af þeim þjóðum sem tóku þátt í rannsókninni sögðu konur oftar koma að nauðungaflutningum á fólki heldur en karlar. Í skýrslunni eru meðal annars birtar upplýsingar frá nokkrum Afríkuríkjum þar sem mansal er mikið samfélagsmein, þar sem konur eru oftar til rannsóknar en karlar. Á árunum 2004 til og með 2006 voru til dæmis á ákveðnum svæðum 30 konur sérstaklega til rannsóknar vegna gruns um að skipuleggja og standa að mansali en ellefu karlar. Svipuð hlutföll er í öðrum Afríkuríkjum, eins og Malí og Gana. Sérstaklega er þó tekið fram að rannsóknirnar eru misjafnar og oftar en ekki skortir upplýsingar sem gefa tæmandi mynd af því hvernig staðið var að þeim glæpum sem komast upp.Erfið mál Því miður er fátítt að mansalsglæpir komist upp fyrr en of seint. Oftar en ekki eru fórnarlömbin illa farin á sál og líkama þegar yfirvöld hefja rannsóknir og upplýsingar sem rannsakendur geta byggt vinnu sína á eru takmarkaðar. Í skýrslunni segir að því betur séu upplýsingar um þessa glæpi að verða betri frá ári til árs. Ekki megi þó gefa neitt eftir og nauðsynlegt sé að viðhalda, eða bæta við, þau úrræði sem nú þegar eru til staðar til þess að bregðast við þessum smánarbletti á samfélagi manna. Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Mansal fer vaxandi og veltir í það minnsta 100 milljörðum dollara árlega á heimsvísu, eða sem nemur ríflega 11 þúsund milljörðum króna. Höfuðvígin eru Afríka, Asía og Austur-Evrópa. Vísbendingar eru um að tengslin milli vopnasölu og fíkniefnadreifingar séu sífellt að aukast og að mansalið sé orðið stór hluti af skipulagðri glæpastarfsemi hins svarta hagkerfis heimsins. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýjustu skýrslu UNODC, stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn eiturlyfjaneyslu og glæpum. Í skýrslunni er á það minnst að flutningarnir á fólki, einkum stúlkubörnum og ungum konum, milli landa og jafnvel heimsálfa - oft í gámaskipum við eins nöturlegar aðstæður og hægt er að hugsa sér - séu notaðir til þess að ferja fíkniefni í leiðinni.Yfirsýnin að aukast Rannsóknin sem að baki skýrslunni liggur byggir að mestu á tölum frá opinberum rannsóknaryfirvöldum, dómstólum og eftirlitsstofnunum. Í skýrslunni er mansalið kallað „nútíma þrælahald" og er vandamálið sagt fara vaxandi, einkum í Afríku, Asíu og Austur-Evrópu. Skýrslan ber nafnið „glæpurinn sem er okkur til skammar" (The crime that shames us all). Antonio Mari Costa, framkvæmastjóri UNODC , stofnunar Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn eiturlyfjaneyslu og glæpum, segir að sú umfangsmikla vinna sem að baki skýrslunni býr gefi eins góða yfirsýn yfir mansalið eins og hægt sé að gefa, með þeim takmörkuðu upplýsingum sem fyrir liggja. „Við erum þó enn stutt á veg komin og ennþá skortir dýpt í rannsóknirnar," segir Mari Costa í inngangsgrein í skýrslunni.En hvað segja tölurnar? Tæplega 65% af þeim 155 þjóðum í heiminum sem eru farnar að hafa skipulagt eftirlit með mansali, skiluðu gögnum inn í rannsóknina. Aðrar glíma við það, að hafa náð litlum sem engum árangri hvað varðar yfirsýnina. Tímafrekt er að byggja upp heimildamenn, safna upplýsingum og elta þræðina sem eru fyrir hendi. Opinberum málum hefur fjölgað mikið frá því að sérstakt mansalseftirlit var tekið upp á heimsvísu með átaki sem hófst 2003. Þetta eru jákvæðu tíðindin í skýrslunni, þ.e. að þjóðir heims eru farnar að opna augun fyrir vandamálinu og grípa til aðgerða. En betur má ef duga skal. • Á heimsvísu eru rúmlega 20% allra fórnarlamba börn. Í vestanverðri Afríku er hlutfallið nærri hundrað prósent. Þar eru fórnarlömbin nær bara börn, sem flutt eru í þúsundatali árlega til Evrópu, Suður- og Norður-Ameríku, og Asíu. Oftast nær á þetta fólk fremur stutta ævi, er misþyrmt hroðalega með nær linnulausum nauðgunum og ofbeldi, fjarri fólki sem mögulega gæti veitt þeim hjálparhönd. • Algengasta hlið mansals er tenging við kynlífsiðnaðinn á heimsvísu. Um 79% mansalstilfella sem kortlögð voru í tengslum við rannsóknina tengdumst þeim iðnaði, þ.e. helst vændi. • Næst algengasta form mansals er þvingun í atvinnu (forced labour) sem erfitt er að skýra öðruvísu en með orðinu þrælahaldi. Um 18% þekktra tilfella mansals tengjast þessu. • Það sem kom rannsakendum einna mest á óvart, var að konur standa oft að mansalsglæpum, ekki síst í Afríku. Um 30 prósent af þeim þjóðum sem tóku þátt í rannsókninni sögðu konur oftar koma að nauðungaflutningum á fólki heldur en karlar. Í skýrslunni eru meðal annars birtar upplýsingar frá nokkrum Afríkuríkjum þar sem mansal er mikið samfélagsmein, þar sem konur eru oftar til rannsóknar en karlar. Á árunum 2004 til og með 2006 voru til dæmis á ákveðnum svæðum 30 konur sérstaklega til rannsóknar vegna gruns um að skipuleggja og standa að mansali en ellefu karlar. Svipuð hlutföll er í öðrum Afríkuríkjum, eins og Malí og Gana. Sérstaklega er þó tekið fram að rannsóknirnar eru misjafnar og oftar en ekki skortir upplýsingar sem gefa tæmandi mynd af því hvernig staðið var að þeim glæpum sem komast upp.Erfið mál Því miður er fátítt að mansalsglæpir komist upp fyrr en of seint. Oftar en ekki eru fórnarlömbin illa farin á sál og líkama þegar yfirvöld hefja rannsóknir og upplýsingar sem rannsakendur geta byggt vinnu sína á eru takmarkaðar. Í skýrslunni segir að því betur séu upplýsingar um þessa glæpi að verða betri frá ári til árs. Ekki megi þó gefa neitt eftir og nauðsynlegt sé að viðhalda, eða bæta við, þau úrræði sem nú þegar eru til staðar til þess að bregðast við þessum smánarbletti á samfélagi manna.
Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira