Krónan varð til þess að íslensk heimili fóru verr út úr kreppunni 12. nóvember 2011 20:05 Peadar Kirby er prófessor í alþjóðastjórnmálum og opinberri stjórnsýslu við Limerick háskólann á Írlandi. mynd/stöð2 Krónan varð þess valdandi að íslensk heimili fór mun verr út úr kreppunni en írsk heimili. Þetta segir írskur prófessor í alþjóðastjórnmálum sem telur að evran hafi komið í veg fyrir að írska kreppan hafi orðið jafn djúp og sú íslenska. Peadar Kirby er prófessor í alþjóðastjórnmálum og opinberri stjórnsýslu við Limerick háskólann á Írlandi. Hann kynnti í gær skýrslu sem hann vann ásamt Baldri Þórhallssyni um stöðu Írlands og Íslands í efnahagskreppunni. Kirby segir að í báðum löndum hafi bankakerfið fengið vaxa og starfa nánast án eftirlits. „Í báðum tilvikum var stjórnvöldum um að kenna en þeim hafði láðst að setja bankakerfinu nægilega öflugan lagaramma. Því gátu bankarnir hagað sér með ófyrirleitnum hætti," segir Kirby. Kirby segir að krónan hafi orðið þess valdani að kreppan hér varð mun verri en sú írska. „Ég tel að lífskjör okkar hafi ekki skerts eins mikið og ykkar. Þið lækkuðuð gengi krónunnar en við það jukust skuldir ykkar mikið, einkum þær sem voru í erlendri mynt. Skuldir margra heimili sem höfðu fengið lán í erlendri mynt hækkuðu og innfluttar vörur hækkuðu. Ekkert slíkt gerðist hjá okkur. Ég tel að kreppan á Íslandi hafi verið mun dýpri en okkar en hún varir líklega ekki eins lengi hér. Þetta er því matsatriði. Er betra að hafa stutta en djúpa niðursveiflu eins og hjá ykkur eða langvarandi en líklega ekki eins djúpa niðursveiflu eins og í Írlandi? Þetta er matsatriði,“ segir Kirby. Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Krónan varð þess valdandi að íslensk heimili fór mun verr út úr kreppunni en írsk heimili. Þetta segir írskur prófessor í alþjóðastjórnmálum sem telur að evran hafi komið í veg fyrir að írska kreppan hafi orðið jafn djúp og sú íslenska. Peadar Kirby er prófessor í alþjóðastjórnmálum og opinberri stjórnsýslu við Limerick háskólann á Írlandi. Hann kynnti í gær skýrslu sem hann vann ásamt Baldri Þórhallssyni um stöðu Írlands og Íslands í efnahagskreppunni. Kirby segir að í báðum löndum hafi bankakerfið fengið vaxa og starfa nánast án eftirlits. „Í báðum tilvikum var stjórnvöldum um að kenna en þeim hafði láðst að setja bankakerfinu nægilega öflugan lagaramma. Því gátu bankarnir hagað sér með ófyrirleitnum hætti," segir Kirby. Kirby segir að krónan hafi orðið þess valdani að kreppan hér varð mun verri en sú írska. „Ég tel að lífskjör okkar hafi ekki skerts eins mikið og ykkar. Þið lækkuðuð gengi krónunnar en við það jukust skuldir ykkar mikið, einkum þær sem voru í erlendri mynt. Skuldir margra heimili sem höfðu fengið lán í erlendri mynt hækkuðu og innfluttar vörur hækkuðu. Ekkert slíkt gerðist hjá okkur. Ég tel að kreppan á Íslandi hafi verið mun dýpri en okkar en hún varir líklega ekki eins lengi hér. Þetta er því matsatriði. Er betra að hafa stutta en djúpa niðursveiflu eins og hjá ykkur eða langvarandi en líklega ekki eins djúpa niðursveiflu eins og í Írlandi? Þetta er matsatriði,“ segir Kirby.
Mest lesið Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira