Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 90-89 Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2011 16:07 Stjarnan vann frábæran sigur gegn Snæfelli, 90-89, í sjöttu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld, en gestirnir fengu möguleika til þess að vinna leikinn undir blálokin en komu ekki skoti á körfuna. Marvin Valdimarsson átti frábæran leik fyrir Stjörnuna og gerði 28 stig og tók tíu fráköst. Keith Cothran átti einnig magnaðan leik fyrir Stjörnuna með 34 stig. Jón Ólafur Jónsson skoraði 23 stig fyrir Snæfell. Jafnræði var á með liðunum í byrjun en Stjarnan var samt sem áður með ákveðið frumkvæði. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan 19-13 fyrir heimamenn. Keith Cothran, leikmaður Stjörnunnar, fór á kostum í fjórðungnum og Snæfellingar réðu hreinlega ekkert við hann, en hann gerði 18 stig á fyrstu tíu mínútum leiksins, hreint ótrúlegt .Undir lok leikhlutans fóru heimamenn á kostum og settu hreinlega þriggja stiga skotsýningu. Staðan var 35-25 eftir fyrsta fjórðung. Heimamenn héldu áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og keyrðu hreinlega yfir gestina á upphafsmínútunum. Stjarnan komust 16 stigum yfir í stöðunni 44-28, en þá vöknuðu Snæfellingar aðeins til lífsins. Snæfell fór að spila betri varnarleik og skotin duttu einnig ofan í fyrir þá. Frábær endurkoma hjá gestunum og rétt fyrir hálfleikinn komust þeir yfir 53-52, en staðan var 56-52 fyrir Snæfell í hálfleik. Jón Ólafur Jónsson hjá Snæfellingum var frábær í öðrum leikhluta og skoraði 16 stig. Keith Cothran sem gerði 18 stig í fyrsta leikhlutanum komst ekki á blað í þeim öðrum og leikur heimamanna fór algjörlega í baklás. Liðin voru jöfn í byrjun síðari hálfleiksins og var staðan 65-65 þegar þriðji fjórðungurinn var hálfnaður. Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, var að spila eins og engill og hafði sett niður 23 stig á þessum tímapunkti. Jafnt var nánast á öllum tölum út fjórðunginn og var staðan 74-72 fyrir Stjörnuna fyrir lokaleikhlutann. Mikil spenna í Garðabænum og galopinn leikur. Snæfell komst yfir 77-74 þegar tvær mínútur voru liðnar af lokaleikhlutanum. Lokaspretturinn var gríðarlega spennandi og þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 83-83. Jón Ólafur Jónsson og Ólafur Torfason, leikmenn Snæfells, voru báðir komnir með fimm villur og útilokaðir frá leiknum. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum munaði aðeins einu stigi á liðunum 90-89 Stjörnumönnum í vil og þannig lauk leiknum. Frábær sigur hjá heimamönnum sem náðu að hefna fyrir ófarirnar í vikunni.Teitur: Hringi í mömmu í kvöld til að óska henni til hamingju með daginn „Það munaði ansi litlu að við hefðum aftur tapað á flautukörfu, en sem betur fer gerðist það ekki, svona upp á geðheilsu mína," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta lítur nokkuð vel út hjá okkur eins og staðan er og við erum að vinna virkilega sterka andstæðinga". „Það hefur verið erfitt að vera án Jovan (Zdravevski) en við erum að standast það nokkuð vel. Það munar í raun bara einu frákasti til eða frá á liðunum í kvöld" Hægt er að sjá viðtalið við Teit hér að ofan. Ingi Þór: Það var eins og Keith væri veira sem við þorðum ekki að snerta„Ég er mjög ósáttur við það hvernig við komum til leiks í kvöld," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. „Við náðum samt sem áður að lagfæra það og komust aftur vel inn í leikinn, en það bara dugði ekki til í kvöld". „Við erum bara að gefa þeim þennan sigur í kvöld með því að misnota allt of mörg vítaskot.Við spiluðum fáráralega lélega vörn á Keith Cothran í þessum leik og á tímabili var eins og að hann væri veira sem mætti ekki snerta". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Inga með því að ýta hér.Marvin: Æfði eins og skepna í sumar„Það er æðislegt að ná þessum sigri," sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn, en Marvin átti frábæran leik. „Þetta var samt bara ágæt frammistaði hjá okkur í kvöld. Við vorum í vandræðum á móti svæðisvörn þeirra, en vanalega spilum við vel gegn slíkum varnarleik". „Ég hef aldrei æft eins mikið og í sumar og það er svo sannarlega að skila sér núna, það er mikill kraftur í mér þessa daganna". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Marvin með því að ýta hér.Stjarnan-Snæfell 90-89 (35-25, 17-31, 22-16, 16-17)Stjarnan: Keith Cothran 34, Marvin Valdimarsson 28/10 fráköst, Fannar Freyr Helgason 13/8 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 7/10 stoðsendingar, Sigurjón Örn Lárusson 3/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 3, Guðjón Lárusson 2/4 fráköst.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 23/5 fráköst, Quincy Hankins-Cole 16/12 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14/4 fráköst/7 stoðsendingar, Marquis Sheldon Hall 13/6 fráköst/6 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davidsson 11/7 fráköst, Ólafur Torfason 7/7 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 5. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Sjá meira
Stjarnan vann frábæran sigur gegn Snæfelli, 90-89, í sjöttu umferð Iceland-Express deild karla í kvöld, en gestirnir fengu möguleika til þess að vinna leikinn undir blálokin en komu ekki skoti á körfuna. Marvin Valdimarsson átti frábæran leik fyrir Stjörnuna og gerði 28 stig og tók tíu fráköst. Keith Cothran átti einnig magnaðan leik fyrir Stjörnuna með 34 stig. Jón Ólafur Jónsson skoraði 23 stig fyrir Snæfell. Jafnræði var á með liðunum í byrjun en Stjarnan var samt sem áður með ákveðið frumkvæði. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan 19-13 fyrir heimamenn. Keith Cothran, leikmaður Stjörnunnar, fór á kostum í fjórðungnum og Snæfellingar réðu hreinlega ekkert við hann, en hann gerði 18 stig á fyrstu tíu mínútum leiksins, hreint ótrúlegt .Undir lok leikhlutans fóru heimamenn á kostum og settu hreinlega þriggja stiga skotsýningu. Staðan var 35-25 eftir fyrsta fjórðung. Heimamenn héldu áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og keyrðu hreinlega yfir gestina á upphafsmínútunum. Stjarnan komust 16 stigum yfir í stöðunni 44-28, en þá vöknuðu Snæfellingar aðeins til lífsins. Snæfell fór að spila betri varnarleik og skotin duttu einnig ofan í fyrir þá. Frábær endurkoma hjá gestunum og rétt fyrir hálfleikinn komust þeir yfir 53-52, en staðan var 56-52 fyrir Snæfell í hálfleik. Jón Ólafur Jónsson hjá Snæfellingum var frábær í öðrum leikhluta og skoraði 16 stig. Keith Cothran sem gerði 18 stig í fyrsta leikhlutanum komst ekki á blað í þeim öðrum og leikur heimamanna fór algjörlega í baklás. Liðin voru jöfn í byrjun síðari hálfleiksins og var staðan 65-65 þegar þriðji fjórðungurinn var hálfnaður. Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, var að spila eins og engill og hafði sett niður 23 stig á þessum tímapunkti. Jafnt var nánast á öllum tölum út fjórðunginn og var staðan 74-72 fyrir Stjörnuna fyrir lokaleikhlutann. Mikil spenna í Garðabænum og galopinn leikur. Snæfell komst yfir 77-74 þegar tvær mínútur voru liðnar af lokaleikhlutanum. Lokaspretturinn var gríðarlega spennandi og þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum var staðan 83-83. Jón Ólafur Jónsson og Ólafur Torfason, leikmenn Snæfells, voru báðir komnir með fimm villur og útilokaðir frá leiknum. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum munaði aðeins einu stigi á liðunum 90-89 Stjörnumönnum í vil og þannig lauk leiknum. Frábær sigur hjá heimamönnum sem náðu að hefna fyrir ófarirnar í vikunni.Teitur: Hringi í mömmu í kvöld til að óska henni til hamingju með daginn „Það munaði ansi litlu að við hefðum aftur tapað á flautukörfu, en sem betur fer gerðist það ekki, svona upp á geðheilsu mína," sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta lítur nokkuð vel út hjá okkur eins og staðan er og við erum að vinna virkilega sterka andstæðinga". „Það hefur verið erfitt að vera án Jovan (Zdravevski) en við erum að standast það nokkuð vel. Það munar í raun bara einu frákasti til eða frá á liðunum í kvöld" Hægt er að sjá viðtalið við Teit hér að ofan. Ingi Þór: Það var eins og Keith væri veira sem við þorðum ekki að snerta„Ég er mjög ósáttur við það hvernig við komum til leiks í kvöld," sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir tapið í kvöld. „Við náðum samt sem áður að lagfæra það og komust aftur vel inn í leikinn, en það bara dugði ekki til í kvöld". „Við erum bara að gefa þeim þennan sigur í kvöld með því að misnota allt of mörg vítaskot.Við spiluðum fáráralega lélega vörn á Keith Cothran í þessum leik og á tímabili var eins og að hann væri veira sem mætti ekki snerta". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Inga með því að ýta hér.Marvin: Æfði eins og skepna í sumar„Það er æðislegt að ná þessum sigri," sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn, en Marvin átti frábæran leik. „Þetta var samt bara ágæt frammistaði hjá okkur í kvöld. Við vorum í vandræðum á móti svæðisvörn þeirra, en vanalega spilum við vel gegn slíkum varnarleik". „Ég hef aldrei æft eins mikið og í sumar og það er svo sannarlega að skila sér núna, það er mikill kraftur í mér þessa daganna". Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Marvin með því að ýta hér.Stjarnan-Snæfell 90-89 (35-25, 17-31, 22-16, 16-17)Stjarnan: Keith Cothran 34, Marvin Valdimarsson 28/10 fráköst, Fannar Freyr Helgason 13/8 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 7/10 stoðsendingar, Sigurjón Örn Lárusson 3/8 fráköst, Dagur Kár Jónsson 3, Guðjón Lárusson 2/4 fráköst.Snæfell: Jón Ólafur Jónsson 23/5 fráköst, Quincy Hankins-Cole 16/12 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 14/4 fráköst/7 stoðsendingar, Marquis Sheldon Hall 13/6 fráköst/6 stoðsendingar, Sveinn Arnar Davidsson 11/7 fráköst, Ólafur Torfason 7/7 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 5.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti