Tæknifyrirtæki uggandi yfir hugsanlegri löggjöf 21. nóvember 2011 10:55 Verði frumvarpið samþykkt þarf Google að sía út vefsíður sem taldnar eru geyma efni sem brýtur á höfundarrétti. mynd/AFP Tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum eru afar ósátt með lagafrumvarp sem miðar að því að berjast gegn höfundarréttarbrotum á internetinu. Fyrirtækin segja frumvarpið bjóða upp á ólögmæta ritskoðun og að með löggjöfinni fá yfirvöld í Bandaríkjunum óhóflega mikil yfirráð yfir vefsíðum internetsins. Líklega verður kosið um frumvarpið í næsta mánuði. Verði það samþykkt fá yfirvöld í Bandaríkjunum vald til að loka á allar þær vefsíður sem taldnar eru geyma efni sem brýtur á höfundarrétti. Að auki geta yfirvöld lögsótt fyrirtæki eða samtök sem stand að baki vefsíðunum. Margar stofnanir og samtök í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi sínum við frumvarpið, þar á meðal eru Kvikmyndasamtök Bandaríkjanna, Bandalag tónlistarmanna í Bandaríkjunum og Leikstjórnarsamtök Bandaríkjanna. Einnig hafa lyfjafyrirtæki stutt frumvarpið en verði það samþykkt verður hægt að loka á vefapótek sem bjóða ódýrari lyf. Þó eru ekki allir ánægðir með frumvarpið. Mörg tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna löggjafarinnar. Í síðustu viku birtu AOL, eBay, Facebook, Google og Twitter heilsíðu auglýsingu í The New York Times þar sem frumvarpið var gagnrýnt. Tækni Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum eru afar ósátt með lagafrumvarp sem miðar að því að berjast gegn höfundarréttarbrotum á internetinu. Fyrirtækin segja frumvarpið bjóða upp á ólögmæta ritskoðun og að með löggjöfinni fá yfirvöld í Bandaríkjunum óhóflega mikil yfirráð yfir vefsíðum internetsins. Líklega verður kosið um frumvarpið í næsta mánuði. Verði það samþykkt fá yfirvöld í Bandaríkjunum vald til að loka á allar þær vefsíður sem taldnar eru geyma efni sem brýtur á höfundarrétti. Að auki geta yfirvöld lögsótt fyrirtæki eða samtök sem stand að baki vefsíðunum. Margar stofnanir og samtök í Bandaríkjunum hafa lýst yfir stuðningi sínum við frumvarpið, þar á meðal eru Kvikmyndasamtök Bandaríkjanna, Bandalag tónlistarmanna í Bandaríkjunum og Leikstjórnarsamtök Bandaríkjanna. Einnig hafa lyfjafyrirtæki stutt frumvarpið en verði það samþykkt verður hægt að loka á vefapótek sem bjóða ódýrari lyf. Þó eru ekki allir ánægðir með frumvarpið. Mörg tæknifyrirtæki í Bandaríkjunum hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna löggjafarinnar. Í síðustu viku birtu AOL, eBay, Facebook, Google og Twitter heilsíðu auglýsingu í The New York Times þar sem frumvarpið var gagnrýnt.
Tækni Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira