Tottenham tapaði á heimavelli - öll úrslit kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. nóvember 2011 14:06 Stuðningsmenn PAOK fagna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Gríska liðið PAOK tryggði sér í kvöld sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA með 2-1 sigri á Tottenham á heimavelli. Þeir ensku eru í slæmri stöðu fyrir lokaumferð riðlakeppninnar og eru nánast úr leik. Tottenham verður að vinna Shamrock Rovers með nokkum stórum mun í lokaumferð riðlakeppninnar og treysta á að PAOK vinni Rubin Kazan á sama tíma. Grikkirnir voru komnir með 2-0 forystu eftir aðeins þrettán mínútur með mörkum þeirra Dimitrios Salpingidis og Stefanos Athenaiadis. Kostas Stafylidis fékk svo að líta beint rautt spjald á 37. mínútu fyrir að verja skot Harry Kane á marklínu með höndinni. Víti var dæmt og Luka Modric náði að minnka muninn fyrir heimamenn í 2-1. En þrátt fyrir að hafa verið í yfirtölu allan seinni hálfleikinn náði Tottenham ekki að jafna metin. Jermain Defoe kom reyndar boltanum í markið en það var dæmt af. Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er hins vegar úr leik eftir 1-1 jafntefli gegn Vorskla Poltava frá Úkraínu. Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu báðir allan leikinn en sóknarmaður FCK, Dame N'Doye, skoraði reyndar bæði mörk leiksins. AZ Alkmaar er í ágætri stöðu eftir markalaust jafntefli gegn sænska liðinu Malmö á útivelli í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í leiknum. AZ dugir líklega jafntefli við Metalist Kharkov í lokaumferðinni til að tryggja sér sæti í 32-liða úrslitunum en síðarnefnda liðið er þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit dagsins:A-riðill: Rubin Kazan - Shamrock Rovers 4-1 Tottenham - PAOK Thessaloniki 1-2B-riðill: Standard Liege - Hannover 96 2-0 Vorskia Poltava - FCK 1-1G-riðill: Malmö FF - AZ Alkmaar 0-0 Metalist Kharkiv - Austria Vienna 4-1I-riðill: Stade Rennes - Udinese 0-0 Celtic - Atletico Madrid 0-1H-riðill: NK Maribor - Club Brugge 3-4 Sporting Braga - Birmingham City 1-0C-riðill: Rapid Búkarest - Hapoel Tel Aviv 1-3 Legia Varsjá - PSV Eindhoven 0-3 Evrópudeild UEFA Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira
Gríska liðið PAOK tryggði sér í kvöld sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildar UEFA með 2-1 sigri á Tottenham á heimavelli. Þeir ensku eru í slæmri stöðu fyrir lokaumferð riðlakeppninnar og eru nánast úr leik. Tottenham verður að vinna Shamrock Rovers með nokkum stórum mun í lokaumferð riðlakeppninnar og treysta á að PAOK vinni Rubin Kazan á sama tíma. Grikkirnir voru komnir með 2-0 forystu eftir aðeins þrettán mínútur með mörkum þeirra Dimitrios Salpingidis og Stefanos Athenaiadis. Kostas Stafylidis fékk svo að líta beint rautt spjald á 37. mínútu fyrir að verja skot Harry Kane á marklínu með höndinni. Víti var dæmt og Luka Modric náði að minnka muninn fyrir heimamenn í 2-1. En þrátt fyrir að hafa verið í yfirtölu allan seinni hálfleikinn náði Tottenham ekki að jafna metin. Jermain Defoe kom reyndar boltanum í markið en það var dæmt af. Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn er hins vegar úr leik eftir 1-1 jafntefli gegn Vorskla Poltava frá Úkraínu. Sölvi Geir Ottesen og Ragnar Sigurðsson spiluðu báðir allan leikinn en sóknarmaður FCK, Dame N'Doye, skoraði reyndar bæði mörk leiksins. AZ Alkmaar er í ágætri stöðu eftir markalaust jafntefli gegn sænska liðinu Malmö á útivelli í kvöld. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik í leiknum. AZ dugir líklega jafntefli við Metalist Kharkov í lokaumferðinni til að tryggja sér sæti í 32-liða úrslitunum en síðarnefnda liðið er þegar búið að tryggja sér sigur í riðlinum. Hér fyrir neðan má sjá öll úrslit dagsins:A-riðill: Rubin Kazan - Shamrock Rovers 4-1 Tottenham - PAOK Thessaloniki 1-2B-riðill: Standard Liege - Hannover 96 2-0 Vorskia Poltava - FCK 1-1G-riðill: Malmö FF - AZ Alkmaar 0-0 Metalist Kharkiv - Austria Vienna 4-1I-riðill: Stade Rennes - Udinese 0-0 Celtic - Atletico Madrid 0-1H-riðill: NK Maribor - Club Brugge 3-4 Sporting Braga - Birmingham City 1-0C-riðill: Rapid Búkarest - Hapoel Tel Aviv 1-3 Legia Varsjá - PSV Eindhoven 0-3
Evrópudeild UEFA Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Sjá meira