Umfjöllun og viðtöl: Keflavík-Njarðvík 92-72 Stefán Hirst í Keflavík skrifar 8. desember 2011 21:54 Keflavík vann öruggan tuttugu stiga sigur, 92-72, á nágrönnum sínum í Njarðvík í Iceland-Express deildinni í gærkvöldi. Keflvíkingar leiddu allan leikinn og voru þeir alltaf skrefinu á undan Njarðvíkingum sem spiluðu illa. Steven Gerard Agustino og Jerryd Cole leikmenn Keflavíkur áttu virkilega góðan leik í kvöld og fóru fyrir sínum mönnum í leiknum. Hjá Njarðvík var úr litlu að taka en það var helst Cameron Echols sem var að gera ágætis hluti í sóknarleiknum. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Keflvíkingar voru þó alltaf skrefi á undan Njarðvíkingum og leiddu þeir 25-21 eftir fyrsta fjórðung. Keflvíkingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta og komust þeir í níu stiga forystu um miðjan leikhlutann. Ekkert vildi niður hjá Njarðvíkingum á meðan sóknarleikur Keflavíkur var að ganga vel og héldu Keflvíkingar þægilegri forystu út leikhlutann og leiddu 46-35 þegar flautað var til hálfleiks. Leikstjórnandi Keflavíkur, Steven Gerard Dagustino var frábær í öðrum leikhluta og var hann kominn með 18 stig þegar flautað var til hálfleiks. Keflvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og komust þeir í 19 stiga forystu, 56-37 um miðbik leikhlutans. Keflvíkingar voru að spila flotta vörn í leikhlutanum og átti sóknarleikur Njarðvíkur, sem var takmarkaður, lítil svör við henni. Njarðvíkingar áttu einnig í erfiðleikum með útlendingana þrjá í liði Keflavíkur sem drógu vagninn fyrir sitt lið. Njarðvíkingar náðu þó aðeins að klóra í bakkann áður en að leikhlutinn var úti og leiddu Keflvíkingar 68-52 fyrir síðasta leikhlutann. Njarðvíkingar bættu sig varnarlega í byrjun fjórða leikhluta og tókst þeim að minnka muninn í ellefu stig snemma í leikhlutanum. Þetta áhlaup Njarðvíkinga varði þó stutt og voru Keflvíkingar fljótt aftur komnir í sautján stiga forystu. Þar fór fremstur í flokki Jerryd Cole, leikmaður Keflavíkur en hann var mjög sterkur undir körfunni hjá Keflvíkingum í leiknum. Eins og áður í leiknum var sóknarleikur Njarðvíkur ekki upp á marga fiska var tiltölulega auðveldur tuttugu sigur Keflvíkinga, 92-72, staðreynd. Sigurður: Ánægður með strákana í kvöld ,,Þetta var ekki auðvelt í kvöld þó að þetta gæti hafa litið svoleiðis út frá stúkunni. Menn lögðu sig vel fram og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu. Við mættum einfaldlega tilbúnir í þennan leik og spiluðum af krafti út leikinn. Ég er mjög sáttur við okkar leik hérna í kvöld." sagði Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld. ,,Þetta er gott lið sem við vorum að spila við en varnarleikurinn var mjög góður í kvöld. Þeir eru með flotta leikmenn eins og Cameron Echols sem hittir eiginlega alltaf þegar hann fær boltann en við náðum að stoppa þá vel í vörninni."Einar Árni: Hljótum að hafa snert botninn í þessum leik ,,Við vorum ótrúlega daprir í þessum leik og hljótum að hafa snert botninn í kvöld." sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur eftir slæmt tap sinna manna gegn Keflvíkingum. ,,Það mætti bara eitt lið til leiks hérna í kvöld og það þurfti engan glansleik til þess að labba yfir okkur hérna í kvöld. Við vorum bara einfaldlega ekki tilbúnir í þennan slag og þessi frammistaða hjá okkur í kvöld er bara vandræðaleg. Það er svo einfalt."Steven Gerard: Góður sigur fyrir okkur í kvöld. Leikstjórnandi Keflavíkur, Steven Gerard Dagustino fór á kostum í leiknum í kvöld. Hann bauð upp á tölur af dýrari gerðinni en hann skoraði 30 stig og gaf sjö stoðsendingar. Hann var að vonum ánægður í leikslok ,,Við spiluðum vel í kvöld og ég er ánægður með liðið. Þjálfarinn sagði okkur að vera aggressívir í leik okkar í kvöld og mér fannst okkur takast það vel. Við náðum þess vegna að stýra leiknum allan tímann. Þessir leikir eru alltaf sérstakir enda er mikill rígur á milli þessara liða þannig að það var gott geta hjálpað liðinu í kvöld." sagði Steven Gerard Agustino, leikmaður Keflavíkur í leikslok. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Keflavík vann öruggan tuttugu stiga sigur, 92-72, á nágrönnum sínum í Njarðvík í Iceland-Express deildinni í gærkvöldi. Keflvíkingar leiddu allan leikinn og voru þeir alltaf skrefinu á undan Njarðvíkingum sem spiluðu illa. Steven Gerard Agustino og Jerryd Cole leikmenn Keflavíkur áttu virkilega góðan leik í kvöld og fóru fyrir sínum mönnum í leiknum. Hjá Njarðvík var úr litlu að taka en það var helst Cameron Echols sem var að gera ágætis hluti í sóknarleiknum. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta en Keflvíkingar voru þó alltaf skrefi á undan Njarðvíkingum og leiddu þeir 25-21 eftir fyrsta fjórðung. Keflvíkingar héldu uppteknum hætti í öðrum leikhluta og komust þeir í níu stiga forystu um miðjan leikhlutann. Ekkert vildi niður hjá Njarðvíkingum á meðan sóknarleikur Keflavíkur var að ganga vel og héldu Keflvíkingar þægilegri forystu út leikhlutann og leiddu 46-35 þegar flautað var til hálfleiks. Leikstjórnandi Keflavíkur, Steven Gerard Dagustino var frábær í öðrum leikhluta og var hann kominn með 18 stig þegar flautað var til hálfleiks. Keflvíkingar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og komust þeir í 19 stiga forystu, 56-37 um miðbik leikhlutans. Keflvíkingar voru að spila flotta vörn í leikhlutanum og átti sóknarleikur Njarðvíkur, sem var takmarkaður, lítil svör við henni. Njarðvíkingar áttu einnig í erfiðleikum með útlendingana þrjá í liði Keflavíkur sem drógu vagninn fyrir sitt lið. Njarðvíkingar náðu þó aðeins að klóra í bakkann áður en að leikhlutinn var úti og leiddu Keflvíkingar 68-52 fyrir síðasta leikhlutann. Njarðvíkingar bættu sig varnarlega í byrjun fjórða leikhluta og tókst þeim að minnka muninn í ellefu stig snemma í leikhlutanum. Þetta áhlaup Njarðvíkinga varði þó stutt og voru Keflvíkingar fljótt aftur komnir í sautján stiga forystu. Þar fór fremstur í flokki Jerryd Cole, leikmaður Keflavíkur en hann var mjög sterkur undir körfunni hjá Keflvíkingum í leiknum. Eins og áður í leiknum var sóknarleikur Njarðvíkur ekki upp á marga fiska var tiltölulega auðveldur tuttugu sigur Keflvíkinga, 92-72, staðreynd. Sigurður: Ánægður með strákana í kvöld ,,Þetta var ekki auðvelt í kvöld þó að þetta gæti hafa litið svoleiðis út frá stúkunni. Menn lögðu sig vel fram og við þurftum að hafa mikið fyrir þessu. Við mættum einfaldlega tilbúnir í þennan leik og spiluðum af krafti út leikinn. Ég er mjög sáttur við okkar leik hérna í kvöld." sagði Sigurður Ingimundarsson, þjálfari Keflavíkur eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld. ,,Þetta er gott lið sem við vorum að spila við en varnarleikurinn var mjög góður í kvöld. Þeir eru með flotta leikmenn eins og Cameron Echols sem hittir eiginlega alltaf þegar hann fær boltann en við náðum að stoppa þá vel í vörninni."Einar Árni: Hljótum að hafa snert botninn í þessum leik ,,Við vorum ótrúlega daprir í þessum leik og hljótum að hafa snert botninn í kvöld." sagði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur eftir slæmt tap sinna manna gegn Keflvíkingum. ,,Það mætti bara eitt lið til leiks hérna í kvöld og það þurfti engan glansleik til þess að labba yfir okkur hérna í kvöld. Við vorum bara einfaldlega ekki tilbúnir í þennan slag og þessi frammistaða hjá okkur í kvöld er bara vandræðaleg. Það er svo einfalt."Steven Gerard: Góður sigur fyrir okkur í kvöld. Leikstjórnandi Keflavíkur, Steven Gerard Dagustino fór á kostum í leiknum í kvöld. Hann bauð upp á tölur af dýrari gerðinni en hann skoraði 30 stig og gaf sjö stoðsendingar. Hann var að vonum ánægður í leikslok ,,Við spiluðum vel í kvöld og ég er ánægður með liðið. Þjálfarinn sagði okkur að vera aggressívir í leik okkar í kvöld og mér fannst okkur takast það vel. Við náðum þess vegna að stýra leiknum allan tímann. Þessir leikir eru alltaf sérstakir enda er mikill rígur á milli þessara liða þannig að það var gott geta hjálpað liðinu í kvöld." sagði Steven Gerard Agustino, leikmaður Keflavíkur í leikslok.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti Víkingar komnir í 750 milljónir og gætu spilað fram í febrúar Fótbolti Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Körfubolti Tvenna Diallo tryggði fyrsta sigurinn Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Handbolti Sigrinum óvænt stolið af Sociedad eftir jöfnunarmark Orra Fótbolti Fleiri fréttir Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti