Stórsigur Tottenham dugði ekki - úr leik í Evrópudeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2011 17:45 Andros Townsend. Mynd/Nordic Photos/Getty Fyrri leikjapakka kvöldsins í Evrópudeildinni er lokið og þar var aðeins eitt laust sæti í boði í 32 liða úrslitin. Standard Liege og Hannover voru komin áfram úr B-riðli og sömu sögu er að segja af PSV Eindhoven og Legia Varsjá í C-riðli. Spennan var hinsvegar í A-riðlinum þar sem Tottenham þurfti á hálfgerðu kraftaverki að halda. Tottenham vann 4-0 útisigur á Shamrock Rovers en það dugði ekki því Rubin Kazan náði 1-1 jafntefli á móti PAOK. Tottenham varð að vinna sinn leik á Shamrock Rovers, treysta á það að Rubin Kazan tapaði fyrir PAOK, sem var þegar komið áfram, auk þess að Tottenham-menn þurfu að vinna upp sex mörk sem Rubin var með í forskot í markatölu. Þetta leit vel út í hálfleik þegar Tottenham var 3-0 yfir og Rubin Kazan var 0-1 undir í Grikklandi. Rubin tókst hinsvegar að jafna leikinn manni færri og Tottenham bætti bara við einu mark í seinni hálfleik. Steven Pienaar kom Tottenham í 1-0 á 29. mínútu en skot hans af vítateignum hafði viðkomu í varnarmanni á leið sinni í markið. Andros Townsend bætti við öðru marki á 38. mínútu með laglegu skoti utarlega út teignum eftir sendingu frá Jermain Defoe og þeir skiptu síðan um hlutverk þegar Defoe skoraði þriðja markið á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Andros Townsendog og laglegan snúning í teignum. Fjórða mark Tottenham kom síðan ekki fyrr en á lokamínútu leiksins þegar Harry Kane skoraði eftri sendingu frá Andros Townsend. Rubin Kazan missti mann af velli á 13. mínútu og lenti 0-1 undir á 16. mínútu en tókst að jafna leikinn í seinni hálfleik. Nelson Valdez skoraði jöfnunarmarkið á 48. mínútu og tryggði Rubin Kazan sæti í 32 liða úrslitunum.Úrslit og markaskorarar í kvöldA-riðill (PAOK og Rubin Kazan fóru áfram)PAOK - Rubin Kazan 1-1 1-0 Vieirinha (16.), 1-1 Nelson Valdez (48.)Shamrock Rovers - Tottenham 0-4 0-1 Steven Pienaar (29.), 0-2 Andros Townsend (38.), 0-3 Jermain Defoe (45.), 0-4 Harry Kane (90.)B-riðill (Standard Liege og Hannover fóru áfram)FC Kaupmannahöfn - Standard Liege 0-1 0-1 Michy Batshuayi (31.),Hannover 96 - Vorskla Poltava 3-1 1-0 Konstantin Rausch (25.) , 2-0 Didier Konan Ya (33.), 2-1 Roman Bezus (45.), 3-1 Artur Sobiech (78.)C-riðill (PSV Eindhoven og Legia Varsjá fóru áfram)Hapoel Tel Aviv - Legia Warszawa 2-0 1-0 Salim Toama (33.), 2-0 Avihai Yadin (76.)PSV - Rapid Bucuresti 2-1 1-0 Stanislav Manolev (75.), 2-0 Tim Matavz (79.), 2-1 Daniel Pancu (90.) Evrópudeild UEFA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Sjá meira
Fyrri leikjapakka kvöldsins í Evrópudeildinni er lokið og þar var aðeins eitt laust sæti í boði í 32 liða úrslitin. Standard Liege og Hannover voru komin áfram úr B-riðli og sömu sögu er að segja af PSV Eindhoven og Legia Varsjá í C-riðli. Spennan var hinsvegar í A-riðlinum þar sem Tottenham þurfti á hálfgerðu kraftaverki að halda. Tottenham vann 4-0 útisigur á Shamrock Rovers en það dugði ekki því Rubin Kazan náði 1-1 jafntefli á móti PAOK. Tottenham varð að vinna sinn leik á Shamrock Rovers, treysta á það að Rubin Kazan tapaði fyrir PAOK, sem var þegar komið áfram, auk þess að Tottenham-menn þurfu að vinna upp sex mörk sem Rubin var með í forskot í markatölu. Þetta leit vel út í hálfleik þegar Tottenham var 3-0 yfir og Rubin Kazan var 0-1 undir í Grikklandi. Rubin tókst hinsvegar að jafna leikinn manni færri og Tottenham bætti bara við einu mark í seinni hálfleik. Steven Pienaar kom Tottenham í 1-0 á 29. mínútu en skot hans af vítateignum hafði viðkomu í varnarmanni á leið sinni í markið. Andros Townsend bætti við öðru marki á 38. mínútu með laglegu skoti utarlega út teignum eftir sendingu frá Jermain Defoe og þeir skiptu síðan um hlutverk þegar Defoe skoraði þriðja markið á lokamínútu fyrri hálfleiks eftir sendingu frá Andros Townsendog og laglegan snúning í teignum. Fjórða mark Tottenham kom síðan ekki fyrr en á lokamínútu leiksins þegar Harry Kane skoraði eftri sendingu frá Andros Townsend. Rubin Kazan missti mann af velli á 13. mínútu og lenti 0-1 undir á 16. mínútu en tókst að jafna leikinn í seinni hálfleik. Nelson Valdez skoraði jöfnunarmarkið á 48. mínútu og tryggði Rubin Kazan sæti í 32 liða úrslitunum.Úrslit og markaskorarar í kvöldA-riðill (PAOK og Rubin Kazan fóru áfram)PAOK - Rubin Kazan 1-1 1-0 Vieirinha (16.), 1-1 Nelson Valdez (48.)Shamrock Rovers - Tottenham 0-4 0-1 Steven Pienaar (29.), 0-2 Andros Townsend (38.), 0-3 Jermain Defoe (45.), 0-4 Harry Kane (90.)B-riðill (Standard Liege og Hannover fóru áfram)FC Kaupmannahöfn - Standard Liege 0-1 0-1 Michy Batshuayi (31.),Hannover 96 - Vorskla Poltava 3-1 1-0 Konstantin Rausch (25.) , 2-0 Didier Konan Ya (33.), 2-1 Roman Bezus (45.), 3-1 Artur Sobiech (78.)C-riðill (PSV Eindhoven og Legia Varsjá fóru áfram)Hapoel Tel Aviv - Legia Warszawa 2-0 1-0 Salim Toama (33.), 2-0 Avihai Yadin (76.)PSV - Rapid Bucuresti 2-1 1-0 Stanislav Manolev (75.), 2-0 Tim Matavz (79.), 2-1 Daniel Pancu (90.)
Evrópudeild UEFA Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Sjá meira