Fulham datt út á marki í uppbótartíma - úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2011 12:54 Mynd/Nordic Photos/Getty Enska liðið Fulham féll út úr Evrópudeildinni á dramatískan hátt í kvöld en liðið var á leiðinni í 32 liða úrslitin þar til að Baye Djiby Fall tryggði OB jafntefli á þriðju mínútu í uppbótartíma. Red Bull Salzburg, Besiktas, Lazio og Steaua Búkarest komust einnig í 32 liða úrslitin í kvöld. Fulham var ekki eina þekkta félagið sem datt út í kvöld því það dugði ekki franska liðinu Paris Saint Germain ekki að vinna Athletic Bilbao. Fulham komst í 2-0 á móti danska liðinu OD frá Óðinsvéum og var á leiðinni í 32 liða úrslitin með sigri. Danska liðið minnkaði muninn á 64. mínútu og nýtti sér síðan kraftleysi Fulham-manna í lokin og tryggði sér jafntefli með marki í uppbótartíma. Fulham sat því eftir með sárt ennið og pólska liðið Wisla Krakow komst áfram eftir sigur á toppliði Twente sem var búið að vinna K-riðilinn. Paris Saint Germain sat eftir í F-riðlinum þrátt fyrir 4-2 sigur á toppliði Athletic Bilbao. RB Salzburg vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava og sá sigur skilaði liðinu öðru sætinu í riðlinum. Sigurmark Austurríkismannanna var sjálfsmark Tékkanna. Stoke telfdi fram hálfgerðu varaliði enda komið áfram í 32 liða úrslitin. Ricardo Fuller kom liðinu yfir í 1-0 en Besiktas-liðið skoraði þrjú mörk á síðasta hálftímanum eftir að Matthew Upson var rekinn útaf. Besiktas tryggði sér þar með bæði sæti 32 liða úrslitunum og sigur í E-riðlinum. Ítalska liðið Lazio tryggði sér sæti í 32 liða úrsltinum með 2-0 sigri á Sporting en portúgalska liðið var búið að tryggja sér sigur í D-riðlinum fyrir lokaumferðina.Úrslit og markaskorarar í leikjum kvöldsins:D-riðill: (Sporting Lisbonog Laziofóru áfram)18:00 FC Zurich - FC Vaslui 2-0 1-0 Xavier Margairaz (69.), 2-0 Oliver Buff (90.)18:00 Lazio - Sporting Lisbon 2-0 1-0 Libor Kozák (42.), 2-0 Giuseppe Sculli (55.)K-riðill: (Twente og Wisla Krakow fóru áfram)20.05: Wisla Krakow - Twente 2-1 1-0 Lukasz Gargula (12.), 1-1 Luuk De Jong (39.), 2-1 Tzvetan Genkov (46.)20.05: Fulham - OB 2-2 1-0 Clint Dempsey (27.), 2-0 Kerim Frei (31.), 2-1 Hans Henrik Andreasen (64.), 2-2 Baye Djiby Fall (90.+3)E-riðill: (Besiktas og Stokefóru áfram)18.00: Dynamo Kiev - Maccabi Tel Aviv 3-3 1-0 Leandro Almeida (12.), 2-0 Oleg Gusev (17.), 2-1 Omer Vered (49.), 2-2 Eliran Atar (62.), 2-3 Muanes Dabur (75.), 3-3 Oleg Gusev (80.).18.00: Besiktas - Stoke City 3-1 0-1 Ricardo Fuller (29.), 1-1 Manuel Fernandes (59.), 2-1 Mustafa Pektemek (74.), 3-1 Edu (83.).J-riðill: (Schalke 04 og Steaua Búkarest fóru áfram)20.05: Maccabi Haifa - Schalke 0-3 0-1 Sjálfsmark (7.), 0-2 Ciprian Marica (84.), 0-3 Andreas Wiegel (90.)20.05: Staua Búkarest - AEK Larnaca 3-1 1-0 Raul Rusescu (55.), 1-1 Gorka Pintado (61.), 2-1 Stefan Nikolic (70.), 3-1 Stefan Nikolic (85.)F-riðill: (Athletic Bilbao ogSalzburg fóru áfram)18.00: Slovan Bratislava - Salzburg 2-3 1-0 Milos Lacny (3.), 2-0 Milos Lacny (6.), 2-1 Jakob Jantscher (19.), 2-2 Leonardo (24.), 2-3 Sjálfsmark (52.).18.00: PSG - Athletic Bilbao 4-2 0-1 Jon Aurtenetxe (3.), 1-1 Javier Pastore (21.), 2-1 Mathieu Bodmer (41.), 2-2 David López (56.), 3-2 Sjálfmark (85.), 4-2 Guillaume Hoarau (90.)L-riðill: (Anderlecht og Lokomotiv Moskva fóru áfram)20.05: Sturm Graz - AEK Aþena 1-3 0-1 Konstantinos Manolas (10.), 0-2 Nathan Burns (43.), 1-2 Florian Kainz (59.), 1-3 Viktor Klonaridis (77.)20.05: Anderlecht - Lokomotiw Moskva 5-3 0-1 Vladislav Ignatjev (21.), 1-1 Sacha Kljestan (33), 2-1 Fernando Canesin Matos (39.), 3-1 Marcin Wasilewski (57.), 4-1 Matías Suarez (61.), 4-2 Dmitri Sychev (69.), 5-2 Guillaume Gillet (78.), 5-3 Dmitri Sychev (89.). Evrópudeild UEFA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Enska liðið Fulham féll út úr Evrópudeildinni á dramatískan hátt í kvöld en liðið var á leiðinni í 32 liða úrslitin þar til að Baye Djiby Fall tryggði OB jafntefli á þriðju mínútu í uppbótartíma. Red Bull Salzburg, Besiktas, Lazio og Steaua Búkarest komust einnig í 32 liða úrslitin í kvöld. Fulham var ekki eina þekkta félagið sem datt út í kvöld því það dugði ekki franska liðinu Paris Saint Germain ekki að vinna Athletic Bilbao. Fulham komst í 2-0 á móti danska liðinu OD frá Óðinsvéum og var á leiðinni í 32 liða úrslitin með sigri. Danska liðið minnkaði muninn á 64. mínútu og nýtti sér síðan kraftleysi Fulham-manna í lokin og tryggði sér jafntefli með marki í uppbótartíma. Fulham sat því eftir með sárt ennið og pólska liðið Wisla Krakow komst áfram eftir sigur á toppliði Twente sem var búið að vinna K-riðilinn. Paris Saint Germain sat eftir í F-riðlinum þrátt fyrir 4-2 sigur á toppliði Athletic Bilbao. RB Salzburg vann 3-2 útisigur á Slovan Bratislava og sá sigur skilaði liðinu öðru sætinu í riðlinum. Sigurmark Austurríkismannanna var sjálfsmark Tékkanna. Stoke telfdi fram hálfgerðu varaliði enda komið áfram í 32 liða úrslitin. Ricardo Fuller kom liðinu yfir í 1-0 en Besiktas-liðið skoraði þrjú mörk á síðasta hálftímanum eftir að Matthew Upson var rekinn útaf. Besiktas tryggði sér þar með bæði sæti 32 liða úrslitunum og sigur í E-riðlinum. Ítalska liðið Lazio tryggði sér sæti í 32 liða úrsltinum með 2-0 sigri á Sporting en portúgalska liðið var búið að tryggja sér sigur í D-riðlinum fyrir lokaumferðina.Úrslit og markaskorarar í leikjum kvöldsins:D-riðill: (Sporting Lisbonog Laziofóru áfram)18:00 FC Zurich - FC Vaslui 2-0 1-0 Xavier Margairaz (69.), 2-0 Oliver Buff (90.)18:00 Lazio - Sporting Lisbon 2-0 1-0 Libor Kozák (42.), 2-0 Giuseppe Sculli (55.)K-riðill: (Twente og Wisla Krakow fóru áfram)20.05: Wisla Krakow - Twente 2-1 1-0 Lukasz Gargula (12.), 1-1 Luuk De Jong (39.), 2-1 Tzvetan Genkov (46.)20.05: Fulham - OB 2-2 1-0 Clint Dempsey (27.), 2-0 Kerim Frei (31.), 2-1 Hans Henrik Andreasen (64.), 2-2 Baye Djiby Fall (90.+3)E-riðill: (Besiktas og Stokefóru áfram)18.00: Dynamo Kiev - Maccabi Tel Aviv 3-3 1-0 Leandro Almeida (12.), 2-0 Oleg Gusev (17.), 2-1 Omer Vered (49.), 2-2 Eliran Atar (62.), 2-3 Muanes Dabur (75.), 3-3 Oleg Gusev (80.).18.00: Besiktas - Stoke City 3-1 0-1 Ricardo Fuller (29.), 1-1 Manuel Fernandes (59.), 2-1 Mustafa Pektemek (74.), 3-1 Edu (83.).J-riðill: (Schalke 04 og Steaua Búkarest fóru áfram)20.05: Maccabi Haifa - Schalke 0-3 0-1 Sjálfsmark (7.), 0-2 Ciprian Marica (84.), 0-3 Andreas Wiegel (90.)20.05: Staua Búkarest - AEK Larnaca 3-1 1-0 Raul Rusescu (55.), 1-1 Gorka Pintado (61.), 2-1 Stefan Nikolic (70.), 3-1 Stefan Nikolic (85.)F-riðill: (Athletic Bilbao ogSalzburg fóru áfram)18.00: Slovan Bratislava - Salzburg 2-3 1-0 Milos Lacny (3.), 2-0 Milos Lacny (6.), 2-1 Jakob Jantscher (19.), 2-2 Leonardo (24.), 2-3 Sjálfsmark (52.).18.00: PSG - Athletic Bilbao 4-2 0-1 Jon Aurtenetxe (3.), 1-1 Javier Pastore (21.), 2-1 Mathieu Bodmer (41.), 2-2 David López (56.), 3-2 Sjálfmark (85.), 4-2 Guillaume Hoarau (90.)L-riðill: (Anderlecht og Lokomotiv Moskva fóru áfram)20.05: Sturm Graz - AEK Aþena 1-3 0-1 Konstantinos Manolas (10.), 0-2 Nathan Burns (43.), 1-2 Florian Kainz (59.), 1-3 Viktor Klonaridis (77.)20.05: Anderlecht - Lokomotiw Moskva 5-3 0-1 Vladislav Ignatjev (21.), 1-1 Sacha Kljestan (33), 2-1 Fernando Canesin Matos (39.), 3-1 Marcin Wasilewski (57.), 4-1 Matías Suarez (61.), 4-2 Dmitri Sychev (69.), 5-2 Guillaume Gillet (78.), 5-3 Dmitri Sychev (89.).
Evrópudeild UEFA Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira