Formaður Vals svarar fyrir sig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. febrúar 2011 12:40 Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún fagnar ákvörðun Fram um að draga kæru sína til baka en lýsir um leið vanþóknun á vinnubrögðum Framara í málinu. Málið snerist um að Fram lagði fram kæru eftir sigur Vals í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla um helgina sem Valsmenn unnu í framlengdum leik. Framarar sögðu að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur en hann lék með Val í leiknum. Valsmenn neituðu því og sögðu hafa gengið frá samningamálum hans í tæka tíð. HSÍ gaf út í morgun að endurskoða þyrftu reglur hvað þetta varðar. Þá sendi Fram frá sér yfirlýsingu þar sem að félagið tilkynnti að kæran hefði verið dregin til baka. Yfirlýsingu handknattleiksdeildar Vals má lesa hér: „Yfirlýsing frá handknattleiksdeild Vals. Handknattleiksdeild Fram hefur dregið til baka kæru sína vegna úrslita í undanúrslitaleik Vals og Fram í bikarkeppni HSÍ en leikurinn fór fram s.l. sunnudag. Um leið og handknattleiksdeild Vals fagnar þeirri ákvörðun er lýst vanþóknun á vinnubrögðum handknattleiksdeildar Fram í máli þessu. Ljóst má vera að kæra þessi og málatilbúnaður var tilefnislaus og fól í sér vanvirðingu við þau félög sem í hlut áttu, leikmenn þeirra og handknattleiksíþróttina í heild sinni. Ekki bætti svo úr skák stóryrtar yfirlýsingar forráðamanna handknattleiksdeildar Fram um málið í fjölmiðlum með hliðsjón af því að sömu vinnubrögð sem gagnrýnd eru, voru viðhöfð af hálfu handknattleiksstjórnar Fram sólahring fyrr. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem af hálfu handknattleiksdeildar Fram er reitt hátt til höggs gagnvart Val vegna úrslita í leikjum í bikarkeppni HSÍ. Erindisleysan er nú sú sama og í fyrri málum. Um leið og ánægja með þessi málalok er ítrekuð er sú ósk látin í ljós að menn dragi þann lærdóm af málinu að þeir setji framvegis íþróttina sjálfa í forgrunninn og láti kappið ekki bera sig ofurliði. F.h. handknattleiksdeildar Vals, Sveinn Stefánsson, formaður" Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð Valsmenn tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum fjórða árið röð eftir 33-31 sigur á Fram eftir framlengingu í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla í Vodafonehöllinni í dag. Staðan var 25-25 eftir venjulegan leiktíma. Valsmenn voru þremur mörkum undir um miðja seinni hálfeiks en komu til baka og náðu síðan fjögurra marka forskoti í framlenginunni. 13. febrúar 2011 16:02 Fram fellur frá kærunni Fram hefur ákveðið að falla frá kæru sinni vegna leik liðsins gegn Val í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla. 17. febrúar 2011 10:05 Óskar plataði Markús Mána í skóna – Líklega eini leikur vetrarins Stórskyttan og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelson reif fram skónna og lék með Val gegn Fram í undanúrslitum Eimskipsbikarsins í handbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur Markúsar með Val í vetur og líklega sá eini. 13. febrúar 2011 17:26 Framarar segja að Markús Máni hafi verið ólöglegur Framarar hafa ákveðið að gera lokatilraun til þess að komast í bikarúrslitaleik karla í handbolta. Fram hefur kært Val því félagið heldur því fram að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur í undanúrslitaleiknum. Þetta kemur fram á mbl.is í kvöld. 14. febrúar 2011 22:41 Formaður Vals óttast tengsl Framara í HSÍ Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands. 15. febrúar 2011 12:45 Stjórnarmaður hjá Fram: Svipað mál kom upp 2009 Stjórn handknattleiksdeildar Fram hefur ákveðið að fylgja eftir kæru sinni á Val vegna leik liðanna í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla um helgina. 15. febrúar 2011 14:15 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Handknattleiksdeild Vals hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hún fagnar ákvörðun Fram um að draga kæru sína til baka en lýsir um leið vanþóknun á vinnubrögðum Framara í málinu. Málið snerist um að Fram lagði fram kæru eftir sigur Vals í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla um helgina sem Valsmenn unnu í framlengdum leik. Framarar sögðu að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur en hann lék með Val í leiknum. Valsmenn neituðu því og sögðu hafa gengið frá samningamálum hans í tæka tíð. HSÍ gaf út í morgun að endurskoða þyrftu reglur hvað þetta varðar. Þá sendi Fram frá sér yfirlýsingu þar sem að félagið tilkynnti að kæran hefði verið dregin til baka. Yfirlýsingu handknattleiksdeildar Vals má lesa hér: „Yfirlýsing frá handknattleiksdeild Vals. Handknattleiksdeild Fram hefur dregið til baka kæru sína vegna úrslita í undanúrslitaleik Vals og Fram í bikarkeppni HSÍ en leikurinn fór fram s.l. sunnudag. Um leið og handknattleiksdeild Vals fagnar þeirri ákvörðun er lýst vanþóknun á vinnubrögðum handknattleiksdeildar Fram í máli þessu. Ljóst má vera að kæra þessi og málatilbúnaður var tilefnislaus og fól í sér vanvirðingu við þau félög sem í hlut áttu, leikmenn þeirra og handknattleiksíþróttina í heild sinni. Ekki bætti svo úr skák stóryrtar yfirlýsingar forráðamanna handknattleiksdeildar Fram um málið í fjölmiðlum með hliðsjón af því að sömu vinnubrögð sem gagnrýnd eru, voru viðhöfð af hálfu handknattleiksstjórnar Fram sólahring fyrr. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem af hálfu handknattleiksdeildar Fram er reitt hátt til höggs gagnvart Val vegna úrslita í leikjum í bikarkeppni HSÍ. Erindisleysan er nú sú sama og í fyrri málum. Um leið og ánægja með þessi málalok er ítrekuð er sú ósk látin í ljós að menn dragi þann lærdóm af málinu að þeir setji framvegis íþróttina sjálfa í forgrunninn og láti kappið ekki bera sig ofurliði. F.h. handknattleiksdeildar Vals, Sveinn Stefánsson, formaður"
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Valsmenn í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð Valsmenn tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum fjórða árið röð eftir 33-31 sigur á Fram eftir framlengingu í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla í Vodafonehöllinni í dag. Staðan var 25-25 eftir venjulegan leiktíma. Valsmenn voru þremur mörkum undir um miðja seinni hálfeiks en komu til baka og náðu síðan fjögurra marka forskoti í framlenginunni. 13. febrúar 2011 16:02 Fram fellur frá kærunni Fram hefur ákveðið að falla frá kæru sinni vegna leik liðsins gegn Val í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla. 17. febrúar 2011 10:05 Óskar plataði Markús Mána í skóna – Líklega eini leikur vetrarins Stórskyttan og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelson reif fram skónna og lék með Val gegn Fram í undanúrslitum Eimskipsbikarsins í handbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur Markúsar með Val í vetur og líklega sá eini. 13. febrúar 2011 17:26 Framarar segja að Markús Máni hafi verið ólöglegur Framarar hafa ákveðið að gera lokatilraun til þess að komast í bikarúrslitaleik karla í handbolta. Fram hefur kært Val því félagið heldur því fram að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur í undanúrslitaleiknum. Þetta kemur fram á mbl.is í kvöld. 14. febrúar 2011 22:41 Formaður Vals óttast tengsl Framara í HSÍ Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands. 15. febrúar 2011 12:45 Stjórnarmaður hjá Fram: Svipað mál kom upp 2009 Stjórn handknattleiksdeildar Fram hefur ákveðið að fylgja eftir kæru sinni á Val vegna leik liðanna í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla um helgina. 15. febrúar 2011 14:15 Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Handbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-0 | Kraftmiklir Hafnfirðingar kafsigldu Blika Íslenski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bjartari tímar framundan á Old Trafford að sögn Amorim Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Aron Pálmarsson leggur skóna á hilluna í sumar Óðinn Þór skoraði ellefu og tryggði þriðja titilinn Átján mörk frá Ómari og Gísla í stórsigri Magdeburg Féll allur ketill í eld í seinni hálfleik Þorsteinn Leó með fimm í mikilvægum sigri Melsungen komst ekki í úrslitaleikinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Sjá meira
Valsmenn í bikarúrslitaleikinn fjórða árið í röð Valsmenn tryggðu sér sæti í bikarúrslitaleiknum fjórða árið röð eftir 33-31 sigur á Fram eftir framlengingu í undanúrslitaleik liðanna í Eimskipsbikar karla í Vodafonehöllinni í dag. Staðan var 25-25 eftir venjulegan leiktíma. Valsmenn voru þremur mörkum undir um miðja seinni hálfeiks en komu til baka og náðu síðan fjögurra marka forskoti í framlenginunni. 13. febrúar 2011 16:02
Fram fellur frá kærunni Fram hefur ákveðið að falla frá kæru sinni vegna leik liðsins gegn Val í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla. 17. febrúar 2011 10:05
Óskar plataði Markús Mána í skóna – Líklega eini leikur vetrarins Stórskyttan og fyrrverandi landsliðsmaðurinn Markús Máni Michaelson reif fram skónna og lék með Val gegn Fram í undanúrslitum Eimskipsbikarsins í handbolta í dag. Þetta var fyrsti leikur Markúsar með Val í vetur og líklega sá eini. 13. febrúar 2011 17:26
Framarar segja að Markús Máni hafi verið ólöglegur Framarar hafa ákveðið að gera lokatilraun til þess að komast í bikarúrslitaleik karla í handbolta. Fram hefur kært Val því félagið heldur því fram að Markús Máni Michaelsson hafi verið ólöglegur í undanúrslitaleiknum. Þetta kemur fram á mbl.is í kvöld. 14. febrúar 2011 22:41
Formaður Vals óttast tengsl Framara í HSÍ Formaður handknattleiksdeildar Vals furðar sig á að Fram hafi kært úrslitin í leik liðanna í undanúrslitum bikarkeppninnar og óttast tengsl Framara inn í handknattleikssamband Íslands. 15. febrúar 2011 12:45
Stjórnarmaður hjá Fram: Svipað mál kom upp 2009 Stjórn handknattleiksdeildar Fram hefur ákveðið að fylgja eftir kæru sinni á Val vegna leik liðanna í undanúrslitum Eimskipsbikarkeppni karla um helgina. 15. febrúar 2011 14:15