Fjórir dómarar við Hæstarétt vanhæfir 10. febrúar 2011 12:30 Hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hefur lýst sig vanhæfan til setu í landsdómi í máli Geirs H. Haarde. Viðar Már Matthíasson, dómarinn með stystan starfsaldur, tekur sæti hans. Árni var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu í tæp tvö ár í tíð Geirs sem fjármálaráðherra. Að sögn Þorsteins Jónssonar, skrifstofustjóra Hæstaréttar, telur Árni þá staðreynd, og það að þeir Geir hafi almennt átt töluvert saman að sælda, til þess fallna að hægt yrði að draga hæfi hans í efa. Því hafi hann lýst sig vanhæfan. Lög um landsdóm kveða á um að í dómnum skuli sitja þeir fimm hæstaréttardómarar sem lengstan starfsaldur hafa. Þegar Árni lýsti sig vanhæfan þurfti því að ganga á röð þeirra sem eftir voru til að finna þann næsta í starfsaldursröðinni. Fyrstur þeirra var Jón Steinar Gunnlaugsson. „Ég tel miklar líkur á að góður vinur minn, sem heitir Davíð Oddsson, verði kallaður sem vitni í þessu máli. Það er eitt af hlutverkum dómara í dómsmálum að meta vitnaframburði og þá tel ég að það gæti verið ástæða til að efast um hlutlægni mína við að meta þann vitnisburð," segir Jón Steinar. Því hafi hann lýst sig vanhæfan, þótt enginn vitnalisti liggi enn fyrir. Næstur var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann upplýsti í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði einnig lýst sig vanhæfan vegna tengsla við Davíð. Þeir eru náfrændur. Sá þriðji var Páll Hreinsson. Hann gat ekki tekið sæti í dómnum, enda byggir málið á hendur Geir á niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis sem hann átti sæti í. Þá var Viðar einn eftir. Hann tekur því sæti Árna í landsdómi. Ögmundur Jónasson skipaði hann hæstaréttardómara 9. september síðastliðinn. Landsdómur fundar í fyrsta sinn í dag. Fyrir honum liggur að ákveða hvort Geir megi koma að kröfum í málinu fyrir héraðsdómi, þar sem saksóknari Alþingis stendur nú í máli gegn Þjóðskjalasafni um afhendingu gagna. Geir vill fá að krefjast frávísunar málsins strax, en héraðsdómur hefur hafnað því. Það kærði Geir til landsdóms. stigur@frettabladid.is Jón Steinar GunnlaugssonÓlafur Börkur ÞorvaldssonPáll Hreinsson Landsdómur Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Hæstaréttardómarinn Árni Kolbeinsson hefur lýst sig vanhæfan til setu í landsdómi í máli Geirs H. Haarde. Viðar Már Matthíasson, dómarinn með stystan starfsaldur, tekur sæti hans. Árni var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu í tæp tvö ár í tíð Geirs sem fjármálaráðherra. Að sögn Þorsteins Jónssonar, skrifstofustjóra Hæstaréttar, telur Árni þá staðreynd, og það að þeir Geir hafi almennt átt töluvert saman að sælda, til þess fallna að hægt yrði að draga hæfi hans í efa. Því hafi hann lýst sig vanhæfan. Lög um landsdóm kveða á um að í dómnum skuli sitja þeir fimm hæstaréttardómarar sem lengstan starfsaldur hafa. Þegar Árni lýsti sig vanhæfan þurfti því að ganga á röð þeirra sem eftir voru til að finna þann næsta í starfsaldursröðinni. Fyrstur þeirra var Jón Steinar Gunnlaugsson. „Ég tel miklar líkur á að góður vinur minn, sem heitir Davíð Oddsson, verði kallaður sem vitni í þessu máli. Það er eitt af hlutverkum dómara í dómsmálum að meta vitnaframburði og þá tel ég að það gæti verið ástæða til að efast um hlutlægni mína við að meta þann vitnisburð," segir Jón Steinar. Því hafi hann lýst sig vanhæfan, þótt enginn vitnalisti liggi enn fyrir. Næstur var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann upplýsti í samtali við Fréttablaðið í gær að hann hefði einnig lýst sig vanhæfan vegna tengsla við Davíð. Þeir eru náfrændur. Sá þriðji var Páll Hreinsson. Hann gat ekki tekið sæti í dómnum, enda byggir málið á hendur Geir á niðurstöðum rannsóknarnefndar Alþingis sem hann átti sæti í. Þá var Viðar einn eftir. Hann tekur því sæti Árna í landsdómi. Ögmundur Jónasson skipaði hann hæstaréttardómara 9. september síðastliðinn. Landsdómur fundar í fyrsta sinn í dag. Fyrir honum liggur að ákveða hvort Geir megi koma að kröfum í málinu fyrir héraðsdómi, þar sem saksóknari Alþingis stendur nú í máli gegn Þjóðskjalasafni um afhendingu gagna. Geir vill fá að krefjast frávísunar málsins strax, en héraðsdómur hefur hafnað því. Það kærði Geir til landsdóms. stigur@frettabladid.is Jón Steinar GunnlaugssonÓlafur Börkur ÞorvaldssonPáll Hreinsson
Landsdómur Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira