Uppgjör gengislána andstætt stjórnarskrá? Einar Hugi Bjarnason skrifar 12. janúar 2011 11:00 Þann 18. desember sl. voru samþykkt á Alþingi lög nr. 151/2010 sem m.a. breyttu lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Í þessum nýju lögum er skýrt kveðið á um að kröfuhafa beri að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur ranglega af honum haft vegna ólögmætra vaxta og/eða verðtryggingar. Einnig leggja lögin þá skyldu á fjármálafyrirtæki, sem veitt hefur slík ólögmæt lán, að senda skuldara útreikning á nýjum höfuðstól og/eða endurgreiðslu ofgreidds fjár sem af uppgjörinu leiðir eigi síðar en 60 dögum eftir gildistöku laganna. Þessi tilhögun greiðsluuppgjörs er vitaskuld góðra gjalda verð og til þess fallin að draga úr óvissu um meðferð gengistryggðra bíla- og húsnæðislána. Undirritaður hefur hins vegar efasemdir um að endurútreikningur verði kláraður fyrir nefnt tímamark og mun tíminn leiða í ljós hvort þau háleitu markmið sem lögin setja í þessum efnum verði uppfyllt. Tilgangur greinar þessarar er að benda á tvö atriði í nýju lögunum er vakið hafa undirritaðan til umhugsunar og lúta annars vegar að því hvers konar lánsskuldbindingar falli undir lögin og hins vegar að þeirri stöðu þegar skuldaraskipti hafa orðið að lánssamningi sem inniheldur ólögmætt gengistryggingarákvæði. Varðandi fyrrnefnda atriðið kemur fram í lögunum að þau taki til húsnæðislána til neytenda sem falli undir skilgreiningu B-liðar 68. gr. laga um tekjuskatt og einnig til lánssamninga og eignaleigusamninga sem einstaklingar hafa gert við fjármálafyrirtæki vegna kaupa á bifreið til einkanota. Að mati undirritaðs er þessi þrönga skilgreining á hugtakinu húsnæðislán í lögunum til þess fallin að mismuna skuldurum gengistryggðra lána, enda er það skilyrði samkvæmt nefndu ákvæði tekjuskattslaganna að lán hafi verið tekið vegna kaupa eða byggingar á húsnæði til eigin nota. Í þessu felst að lögin ná ekki til allra einstaklinga sem tekið hafa lán sem tryggð eru með veði í íbúðarhúsnæði. Sem dæmi falla utan við gildissvið laganna svonefnd lánsveð, t.d. þegar einstaklingur hefur fengið veð að láni hjá vinum eða vandamönnum. Hið sama á við um einstaklinga sem sitja uppi með tvær fasteignir á gengistryggðum lánum og ekki hefur tekist að selja fyrra húsnæði í kjölfar efnahagshrunsins, en þá er sú fasteign sem ekki er nýtt til eigin nota undanþegin samkvæmt lögunum. Fleiri dæmi mætti taka og ljóst að margs konar takmarkatilvik geta komið upp varðandi túlkun á þessu skilyrði. Sömu sögu er að segja um það skilyrði laganna að bifreið hafi verið keypt til einkanota, t.d. varðandi bifhjól og leigubifreiðar sem nýttar eru bæði í einkaerindum og atvinnurekstri. Undirritaður er þeirrar skoðunar að lögin standist að þessu leyti tæpast jafnræðisákvæði laga og stjórnarskrár. Síðarnefnda atriðið sem undirritaður telur ástæðu til að vekja athygli á er áhrif skuldaraskipta á endurútreikning gengistryggðra lánssamninga. Í 8. mgr. 1. gr. laga nr. 151/2010, sbr. 18 gr. laga nr. 38/2001, er ákvæði er mælir fyrir um að ef einu sinni eða oftar hafa orðið aðila- eða skuldaraskipti að slíkum lánssamningi skuli hver skuldari eiga sjálfstæðan rétt gagnvart kröfuhafa til leiðréttingar á greiðslum vegna lánsins. Réttindi og skyldur hvers og eins aðila skuli miðast við þann tíma sem viðkomandi var skuldari lánssamnings og leiðrétting nái bæði til greiðslna og höfuðstóls á því tímabili samkvæmt ákveðnum reglum sem nánar eru útlistaðar í lögunum. Það er kunnara en frá þurfi að segja að skuldaraskipti hafa undantekningarlítið átt sér stað í tengslum við eigendaskipti að veðsettum eignum. Þegar slík yfirtaka á sér stað tekur hinn nýi skuldari yfir réttindi og skyldur samkvæmt viðkomandi lánssamningi á yfirtökudegi. Að mati undirritaðs eiga leiðréttingar á ofgreiðslum á samningstímanum í slíkum tilvikum að renna óskertar til þess aðila sem yfirtekið hefur viðkomandi lánssamning en ekki fyrri skuldara samningsins. Með lögunum er hins vegar rótgrónum reglum kröfuréttar um aðilaskipti að kröfum og reglum um viðskiptabréf breytt og mælt fyrir um sjálfstæðan rétt fyrri skuldara gagnvart kröfuhafa til leiðréttinga á ofgreiðslum. Undirritaður telur því hugsanlegt að lögin gangi í berhögg við eignaréttarákvæði stjórnarskrár og reglum um bann við afturvirkni laga. Er því mikilvægt fyrir núverandi skuldara gengistryggðra lánssamninga að kanna réttarstöðu sína, þ.m.t. hvort íslenska ríkið hafi með lagasetningunni hugsanlega bakað sér skaðabótaskyldu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Hugi Bjarnason Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Sjá meira
Þann 18. desember sl. voru samþykkt á Alþingi lög nr. 151/2010 sem m.a. breyttu lögum nr. 38/2001 um vexti og verðtryggingu. Í þessum nýju lögum er skýrt kveðið á um að kröfuhafa beri að endurgreiða skuldara þá fjárhæð sem hann hefur ranglega af honum haft vegna ólögmætra vaxta og/eða verðtryggingar. Einnig leggja lögin þá skyldu á fjármálafyrirtæki, sem veitt hefur slík ólögmæt lán, að senda skuldara útreikning á nýjum höfuðstól og/eða endurgreiðslu ofgreidds fjár sem af uppgjörinu leiðir eigi síðar en 60 dögum eftir gildistöku laganna. Þessi tilhögun greiðsluuppgjörs er vitaskuld góðra gjalda verð og til þess fallin að draga úr óvissu um meðferð gengistryggðra bíla- og húsnæðislána. Undirritaður hefur hins vegar efasemdir um að endurútreikningur verði kláraður fyrir nefnt tímamark og mun tíminn leiða í ljós hvort þau háleitu markmið sem lögin setja í þessum efnum verði uppfyllt. Tilgangur greinar þessarar er að benda á tvö atriði í nýju lögunum er vakið hafa undirritaðan til umhugsunar og lúta annars vegar að því hvers konar lánsskuldbindingar falli undir lögin og hins vegar að þeirri stöðu þegar skuldaraskipti hafa orðið að lánssamningi sem inniheldur ólögmætt gengistryggingarákvæði. Varðandi fyrrnefnda atriðið kemur fram í lögunum að þau taki til húsnæðislána til neytenda sem falli undir skilgreiningu B-liðar 68. gr. laga um tekjuskatt og einnig til lánssamninga og eignaleigusamninga sem einstaklingar hafa gert við fjármálafyrirtæki vegna kaupa á bifreið til einkanota. Að mati undirritaðs er þessi þrönga skilgreining á hugtakinu húsnæðislán í lögunum til þess fallin að mismuna skuldurum gengistryggðra lána, enda er það skilyrði samkvæmt nefndu ákvæði tekjuskattslaganna að lán hafi verið tekið vegna kaupa eða byggingar á húsnæði til eigin nota. Í þessu felst að lögin ná ekki til allra einstaklinga sem tekið hafa lán sem tryggð eru með veði í íbúðarhúsnæði. Sem dæmi falla utan við gildissvið laganna svonefnd lánsveð, t.d. þegar einstaklingur hefur fengið veð að láni hjá vinum eða vandamönnum. Hið sama á við um einstaklinga sem sitja uppi með tvær fasteignir á gengistryggðum lánum og ekki hefur tekist að selja fyrra húsnæði í kjölfar efnahagshrunsins, en þá er sú fasteign sem ekki er nýtt til eigin nota undanþegin samkvæmt lögunum. Fleiri dæmi mætti taka og ljóst að margs konar takmarkatilvik geta komið upp varðandi túlkun á þessu skilyrði. Sömu sögu er að segja um það skilyrði laganna að bifreið hafi verið keypt til einkanota, t.d. varðandi bifhjól og leigubifreiðar sem nýttar eru bæði í einkaerindum og atvinnurekstri. Undirritaður er þeirrar skoðunar að lögin standist að þessu leyti tæpast jafnræðisákvæði laga og stjórnarskrár. Síðarnefnda atriðið sem undirritaður telur ástæðu til að vekja athygli á er áhrif skuldaraskipta á endurútreikning gengistryggðra lánssamninga. Í 8. mgr. 1. gr. laga nr. 151/2010, sbr. 18 gr. laga nr. 38/2001, er ákvæði er mælir fyrir um að ef einu sinni eða oftar hafa orðið aðila- eða skuldaraskipti að slíkum lánssamningi skuli hver skuldari eiga sjálfstæðan rétt gagnvart kröfuhafa til leiðréttingar á greiðslum vegna lánsins. Réttindi og skyldur hvers og eins aðila skuli miðast við þann tíma sem viðkomandi var skuldari lánssamnings og leiðrétting nái bæði til greiðslna og höfuðstóls á því tímabili samkvæmt ákveðnum reglum sem nánar eru útlistaðar í lögunum. Það er kunnara en frá þurfi að segja að skuldaraskipti hafa undantekningarlítið átt sér stað í tengslum við eigendaskipti að veðsettum eignum. Þegar slík yfirtaka á sér stað tekur hinn nýi skuldari yfir réttindi og skyldur samkvæmt viðkomandi lánssamningi á yfirtökudegi. Að mati undirritaðs eiga leiðréttingar á ofgreiðslum á samningstímanum í slíkum tilvikum að renna óskertar til þess aðila sem yfirtekið hefur viðkomandi lánssamning en ekki fyrri skuldara samningsins. Með lögunum er hins vegar rótgrónum reglum kröfuréttar um aðilaskipti að kröfum og reglum um viðskiptabréf breytt og mælt fyrir um sjálfstæðan rétt fyrri skuldara gagnvart kröfuhafa til leiðréttinga á ofgreiðslum. Undirritaður telur því hugsanlegt að lögin gangi í berhögg við eignaréttarákvæði stjórnarskrár og reglum um bann við afturvirkni laga. Er því mikilvægt fyrir núverandi skuldara gengistryggðra lánssamninga að kanna réttarstöðu sína, þ.m.t. hvort íslenska ríkið hafi með lagasetningunni hugsanlega bakað sér skaðabótaskyldu.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun