Verður stærsta kauphöll heims 10. febrúar 2011 11:45 Gangi allt eftir verður Reto Francioni, forstjóri þýsku kauphallarinnar, innan skamms stjórnarformaður einnar stærstu kauphallar í heimi. Fréttablaðið/AFP Stjórnendur NYSE Euronext-kauphallarsamstæðunnar og Deutsche Börse, þýsku kauphallarinnar, greindu frá því í gær að samrunaviðræður væru í gangi. Skili þær tilætluðum árangri verður til stærsti hlutabréfamarkaður í heimi. Tilkynnt var um viðræðurnar í kjölfar þess að lokað var tímabundið við viðskipti með hlutabréf kauphallanna. Skömmu áður höfðu kauphöllin í Toronto í Kanada og breski hlutabréfamarkaðurinn í London greint frá fyrirhuguðu samstarfi sínu. NYSE Euronext rekur kauphöllina í New York í Bandaríkjunum og fjórar í jafn mörgum löndum á meginlandi Evrópu. Undir kauphöllina í Þýskalandi heyrir sömuleiðis helmingshlutur í Eurex-verðbréfamarkaðnum í Evrópu. Markaðsverðmæti þýska markaðarins er jafnvirði tæpra ellefu milljarða Bandaríkjadala, sem er um tæpum tveimur milljörðum meira en verðmæti NYSE Euronext. Bandaríska stórblaðið Washington Post segir stefnt að því að Duncan Niederauer, forstjóri NYSE Euronext, verði yfir sameinaðri kauphöll, en Reto Francioni, forstjóri þýsku kauphallarinnar, setjist í stól stjórnarformanns. - jab Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Stjórnendur NYSE Euronext-kauphallarsamstæðunnar og Deutsche Börse, þýsku kauphallarinnar, greindu frá því í gær að samrunaviðræður væru í gangi. Skili þær tilætluðum árangri verður til stærsti hlutabréfamarkaður í heimi. Tilkynnt var um viðræðurnar í kjölfar þess að lokað var tímabundið við viðskipti með hlutabréf kauphallanna. Skömmu áður höfðu kauphöllin í Toronto í Kanada og breski hlutabréfamarkaðurinn í London greint frá fyrirhuguðu samstarfi sínu. NYSE Euronext rekur kauphöllina í New York í Bandaríkjunum og fjórar í jafn mörgum löndum á meginlandi Evrópu. Undir kauphöllina í Þýskalandi heyrir sömuleiðis helmingshlutur í Eurex-verðbréfamarkaðnum í Evrópu. Markaðsverðmæti þýska markaðarins er jafnvirði tæpra ellefu milljarða Bandaríkjadala, sem er um tæpum tveimur milljörðum meira en verðmæti NYSE Euronext. Bandaríska stórblaðið Washington Post segir stefnt að því að Duncan Niederauer, forstjóri NYSE Euronext, verði yfir sameinaðri kauphöll, en Reto Francioni, forstjóri þýsku kauphallarinnar, setjist í stól stjórnarformanns. - jab
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira