Léttur jafn réttur Haraldur F. Gíslason skrifar 28. janúar 2011 06:00 Þegar sonur minn var að hefja grunnskólagöngu hélt skólastjórinn í skólanum hans mikla ræðu eins og venjan er. Ég er ekkert sérstaklega góður að hlusta á ræður, fer oftast að láta hugann reika ef ræðan dregst á langinn. Hins vegar tók ég eftir því að eitt af því sem skólastjórinn var stoltur af var sú staðreynd að skólinn var móðurskóli drengja í Reykjavík. Ég hef lengi haft áhuga á stöðu drengja í grunn- og leikskólum svo mér þótti þetta áhugavert. Þegar skólastjórinn hafði lokið við ræðuna gaf hún færi á spurningum. Ég greip tækifærið og spurði hversu margir karlkennarar störfuðu við skólann. Skólastjórinn var hálfvandræðaleg þegar hún svaraði, "enginn". Það er ekki konum að kenna hve fáir karlmenn kjósa að vera kennarar og þegar ég segi kennarar þá meina ég bæði leik- og grunnskólakennarar. Það er því skrítna samfélagi sem við höfum skapað að kenna. Við búum í samfélagi þar sem ekki er borin virðing fyrir kennarastarfinu. Það sjá allir kennarar svart á hvítu hver einustu mánaðamót. Hvers vegna kjarabarátta kennara hefur skilað svo litlum árangri er mér hulin ráðgáta. Ég velti því líka fyrir mér hvers vegna það eru frekar karlmenn sem láta ekki bjóða sér léleg kjör kennarastarfsins. Nýtt Ísland var slagorð sem sást oft á prenti fyrstu árin eftir hið margfræga hrun. Ég var bjartsýnn á að í nýju Íslandi væru kennarar virðingarverð stétt og samfélagið sýndi það í orði og á borði. Við erum hins vegar ekkert byrjuð á að byggja upp nýtt Ísland. Við erum að mestu leyti ennþá að hjakka í sama farinu. Það er samt aldrei of seint að byrja. Ef við viljum í alvöru að hæfasta fólkið sé að vinna með það sem við köllum á tyllidögum "það dýrmætasta sem við eigum" þurfum við að forgangsraða öðruvísi. Kæra samfélag þessa stórkostlega lands. Drengir og stúlkur eiga rétt á því að hafa kennara af báðum kynjum. Það er ekki jafnrétti ef fjölgun karlkennara verður til þess að laun kennara hækki. Við vitum hins vegar að við erum á réttri leið ef kvennastétt nær það miklum kjarabótum að karlmönnum fjölgar í faginu. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Öðlingurinn Mest lesið Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Þegar sonur minn var að hefja grunnskólagöngu hélt skólastjórinn í skólanum hans mikla ræðu eins og venjan er. Ég er ekkert sérstaklega góður að hlusta á ræður, fer oftast að láta hugann reika ef ræðan dregst á langinn. Hins vegar tók ég eftir því að eitt af því sem skólastjórinn var stoltur af var sú staðreynd að skólinn var móðurskóli drengja í Reykjavík. Ég hef lengi haft áhuga á stöðu drengja í grunn- og leikskólum svo mér þótti þetta áhugavert. Þegar skólastjórinn hafði lokið við ræðuna gaf hún færi á spurningum. Ég greip tækifærið og spurði hversu margir karlkennarar störfuðu við skólann. Skólastjórinn var hálfvandræðaleg þegar hún svaraði, "enginn". Það er ekki konum að kenna hve fáir karlmenn kjósa að vera kennarar og þegar ég segi kennarar þá meina ég bæði leik- og grunnskólakennarar. Það er því skrítna samfélagi sem við höfum skapað að kenna. Við búum í samfélagi þar sem ekki er borin virðing fyrir kennarastarfinu. Það sjá allir kennarar svart á hvítu hver einustu mánaðamót. Hvers vegna kjarabarátta kennara hefur skilað svo litlum árangri er mér hulin ráðgáta. Ég velti því líka fyrir mér hvers vegna það eru frekar karlmenn sem láta ekki bjóða sér léleg kjör kennarastarfsins. Nýtt Ísland var slagorð sem sást oft á prenti fyrstu árin eftir hið margfræga hrun. Ég var bjartsýnn á að í nýju Íslandi væru kennarar virðingarverð stétt og samfélagið sýndi það í orði og á borði. Við erum hins vegar ekkert byrjuð á að byggja upp nýtt Ísland. Við erum að mestu leyti ennþá að hjakka í sama farinu. Það er samt aldrei of seint að byrja. Ef við viljum í alvöru að hæfasta fólkið sé að vinna með það sem við köllum á tyllidögum "það dýrmætasta sem við eigum" þurfum við að forgangsraða öðruvísi. Kæra samfélag þessa stórkostlega lands. Drengir og stúlkur eiga rétt á því að hafa kennara af báðum kynjum. Það er ekki jafnrétti ef fjölgun karlkennara verður til þess að laun kennara hækki. Við vitum hins vegar að við erum á réttri leið ef kvennastétt nær það miklum kjarabótum að karlmönnum fjölgar í faginu. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun