Hrunadansinn við Tchenguiz bræður kostaði 370 milljarða 15. febrúar 2011 10:00 Breska blaðið The Guardian fjallar ítarlega í dag um viðskipti þeirra Tchenguiz bræðra við Kaupþing undir fyrirsögninni „Hvernig skuldadans Kaupþings við Tchenguiz bræðurna endaði með 2 milljarða punda hruni." Upphæðin samsvarar ríflega 370 milljörðum kr. „Þótt það komi á óvart eru tveir af spjátrungslegustu og ágengustu fasteignamógúlum í Mayfair hverfisins, Robert og Vincent Tchenguiz enn standandi. Þrátt fyrir að hafa horft upp á 2 milljarða punda fjárfestingar sínar hrynja til grunna á undanförnum árum virðast bræðurnir enn efnaðir og njóta alls þess sem heimur hinna ofurríku hefur upp á að bjóða," segir í upphafi umfjöllunar Guardian. „Veni, Vidi, Vici hin 40 metra langa lúxussnekkja Vincents liggur enn við bryggju á Rívíerunni sem og hin 45 metra langa snekkja My Little Violet sem er í eigu bróður hans. Blaðið rifjar upp fréttir síðustu daga um að eignarhald á umfangsmiklu fasteignaveldi Vincent er nú komið í hendur skilanefndar Kaupþings en um tíma námu útlán þess banka við þá bræður um 55% af eiginfé bankans. Fyrir utan að hafa misst fasteignaveldi sitt hefur Kaupþing leyst til sín flestar eignir þeirra bræðra. Þar má meðal annars nefna 10% hlut í Sainsbury verslunarkeðjunni, 27% hlut í kráarkeðjunni Mitchells & Butlers, meirahlutann í Lara Croft tölvuleikjaveldinu og minni hluta í brugghúsinu Greene King and Marston´s. Þeir Tchenguiz bræður eiga nú í málaferlum við Kaupþing bæði í London og Reykjavík. Þeir halda því m.a. fram að bankinn hafi lánað of mikið til Roberts og þar með brotið íslensk lög um bankastarfsemi. Þar að auki hafi bankinn logið að Vincent um hve mikið af veðum þyrfti til að halda þessum lánum gangandi. Kaupþing hefði átt að skrá lánin til þeirra bræðra sem lán til tengdra aðila en samanlagt námu þau um 80% af eiginfé bankans. Þar að auki hafi Kaupþingi láðst að láta Vincent vita af því þegar bankinn jók við yfirdráttinn hjá Robert. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska blaðið The Guardian fjallar ítarlega í dag um viðskipti þeirra Tchenguiz bræðra við Kaupþing undir fyrirsögninni „Hvernig skuldadans Kaupþings við Tchenguiz bræðurna endaði með 2 milljarða punda hruni." Upphæðin samsvarar ríflega 370 milljörðum kr. „Þótt það komi á óvart eru tveir af spjátrungslegustu og ágengustu fasteignamógúlum í Mayfair hverfisins, Robert og Vincent Tchenguiz enn standandi. Þrátt fyrir að hafa horft upp á 2 milljarða punda fjárfestingar sínar hrynja til grunna á undanförnum árum virðast bræðurnir enn efnaðir og njóta alls þess sem heimur hinna ofurríku hefur upp á að bjóða," segir í upphafi umfjöllunar Guardian. „Veni, Vidi, Vici hin 40 metra langa lúxussnekkja Vincents liggur enn við bryggju á Rívíerunni sem og hin 45 metra langa snekkja My Little Violet sem er í eigu bróður hans. Blaðið rifjar upp fréttir síðustu daga um að eignarhald á umfangsmiklu fasteignaveldi Vincent er nú komið í hendur skilanefndar Kaupþings en um tíma námu útlán þess banka við þá bræður um 55% af eiginfé bankans. Fyrir utan að hafa misst fasteignaveldi sitt hefur Kaupþing leyst til sín flestar eignir þeirra bræðra. Þar má meðal annars nefna 10% hlut í Sainsbury verslunarkeðjunni, 27% hlut í kráarkeðjunni Mitchells & Butlers, meirahlutann í Lara Croft tölvuleikjaveldinu og minni hluta í brugghúsinu Greene King and Marston´s. Þeir Tchenguiz bræður eiga nú í málaferlum við Kaupþing bæði í London og Reykjavík. Þeir halda því m.a. fram að bankinn hafi lánað of mikið til Roberts og þar með brotið íslensk lög um bankastarfsemi. Þar að auki hafi bankinn logið að Vincent um hve mikið af veðum þyrfti til að halda þessum lánum gangandi. Kaupþing hefði átt að skrá lánin til þeirra bræðra sem lán til tengdra aðila en samanlagt námu þau um 80% af eiginfé bankans. Þar að auki hafi Kaupþingi láðst að láta Vincent vita af því þegar bankinn jók við yfirdráttinn hjá Robert.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira