OECD: Kostnaður við íbúðakaup einna minnstur á Íslandi 25. janúar 2011 09:38 MYND/Vilhelm Samkvæmt nýrri skýrslu OECD um húsnæðismarkaðinn meðal aðildarlanda samtakanna kemur fram að kostnaður við íbúðakaup er minnstur á Íslandi og í Danmörku. Hér er átt við heildarkostnað, það er bæði hjá kaupendum og seljendum. Í skýrslunni kemur fram að þessi kostnaður hjá Íslendingum og Dönum er innan við 4% af verðmæti fasteignarinnar. Raunar er þessi kostnaður í Danmörku aðeins 2,2%. Hæstur er þessi kostnaður í Belgíu, Frakklandi og Grikklandi þar sem hann nemur um 14% af verðmæti eignarinnar. Með kostnaði er átt við atriði eins og þóknun til fasteignasala, þinglýsingar og stimpilgjöld. Bláu súlurnar sýna kostnað kaupenda við íbúðakaup en þær gráu kostnað seljenda. Harða gagnrýni er að finna í skýrslunni um fyrirkomulag húsnæðiskaupa meðal landanna innan OECD, einkum, hvað varðar skort á lögum og reglum og eftirliti. OECD telur að þetta hafi átt hlut að máli í undanfara fjármálakreppunnar sem geysaði í heiminum nýlega og sér raunar ekki fyrir endann á. OECD telur að þessar brotalamir eigi jafnvel þátt í hve illa gengur fyrir mörg lönd að ná sér á strik að nýju. OECD gagnrýnir einnig hve auðvelt það var fyrir almenning að fá lán til íbúðakaupa í undanfara kreppunnar. "Löndin innan OECD þjást af lélegum pólitískum áhrifum á fasteignamarkaðina," segir í skýrslunni. Alltof auðveldur aðgangur að lánsfé til fasteignakaupa ásamt litlu eftirliti hafi leitt til verulegrar niðursveiflu á íbúðaverði hjá flestum þeim 32 löndum sem eiga aðild að OECD. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Samkvæmt nýrri skýrslu OECD um húsnæðismarkaðinn meðal aðildarlanda samtakanna kemur fram að kostnaður við íbúðakaup er minnstur á Íslandi og í Danmörku. Hér er átt við heildarkostnað, það er bæði hjá kaupendum og seljendum. Í skýrslunni kemur fram að þessi kostnaður hjá Íslendingum og Dönum er innan við 4% af verðmæti fasteignarinnar. Raunar er þessi kostnaður í Danmörku aðeins 2,2%. Hæstur er þessi kostnaður í Belgíu, Frakklandi og Grikklandi þar sem hann nemur um 14% af verðmæti eignarinnar. Með kostnaði er átt við atriði eins og þóknun til fasteignasala, þinglýsingar og stimpilgjöld. Bláu súlurnar sýna kostnað kaupenda við íbúðakaup en þær gráu kostnað seljenda. Harða gagnrýni er að finna í skýrslunni um fyrirkomulag húsnæðiskaupa meðal landanna innan OECD, einkum, hvað varðar skort á lögum og reglum og eftirliti. OECD telur að þetta hafi átt hlut að máli í undanfara fjármálakreppunnar sem geysaði í heiminum nýlega og sér raunar ekki fyrir endann á. OECD telur að þessar brotalamir eigi jafnvel þátt í hve illa gengur fyrir mörg lönd að ná sér á strik að nýju. OECD gagnrýnir einnig hve auðvelt það var fyrir almenning að fá lán til íbúðakaupa í undanfara kreppunnar. "Löndin innan OECD þjást af lélegum pólitískum áhrifum á fasteignamarkaðina," segir í skýrslunni. Alltof auðveldur aðgangur að lánsfé til fasteignakaupa ásamt litlu eftirliti hafi leitt til verulegrar niðursveiflu á íbúðaverði hjá flestum þeim 32 löndum sem eiga aðild að OECD.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira