Gaurasamfélagið Hallgrímur Helgason skrifar 8. febrúar 2011 06:00 Á leið í leikskólann spurði dóttir mín fimm ára: "En hvað heitir hann, maðurinn sem bjó til öll orðin?" - "E… hann heitir Guð…" Í því bili gekk Guðbergur Bergsson framhjá bílnum og ég lengdi því svarið: "…bergur Bergsson." Að loknu skólaskutli átti ég stefnumót á kaffihúsi við gamla vinkonu. Tveir kunningjar tylltu sér hjá okkur. Ég kynnti vinkonu mína fyrir þeim og þeir gerðu stutt hlé á gauratali en virtu hana annars ekki viðlits. Í hádeginu snæddi ég á matstað. Á næsta borði sátu tveir menn á tali, annar þekktur forstjóri. Eftir stutta stund kom kona og settist hjá þeim, kona sem ég veit að starfar í fyrirtæki forstjórans. Gaurarnir héldu áfram að tala saman. Konan reyndi að komast inn í spjallið. Þeir umbáru orð hennar (kvennabaráttan hafði skilað þeim þangað) með þjáningarsvip í andliti en litu aldrei á hana. Eftir hádegi las ég hóptölvupóst frá kennara sonar míns, yfirlit vikunnar. Ég gladdist innilega yfir hennar góða starfi, og eftir að hafa lesið á netmiðli að yfirmenn einnar af gaurastofnunum borgarinnar væru á sjöföldum kennaralaunum, fékk ég þá hugmynd að foreldrarnir í bekknum tæku sig til og greiddu henni 10.000 kr. hver á mánuði í ánægjubónus. Síðdegis horfði ég á leikinn á boltabar og var enn og aftur minntur á hve greindarvísitala karlmanna hrynur er þeir hittast einir í hóp. Ég kannaðist við tvo gaura sem þarna sátu og mundi að ég hafði heyrt að hvorugur þeirra hafði séð börnin sín í hálft ár. En sátu þarna við bjór og annan og öskruðu án afláts á dómarann. Um kvöldið horfði ég á annarskonar sjónvarpsþátt. Í settinu var karl að spjalla við karl og konu. Greinilegt var að gaurarnir þekktust og eftir nokkrar mínútur var ég kominn með meðvirknistak fyrir brjóstið yfir því hve sjaldan konan fékk orðið, á meðan frúin fylltist löngun til að brjóta sjónvarpið. Síðar um kvöldið skrapp ég út. Blaðamenn stóðu við barinn og hlógu hátt í bjórglöðu gaurabandalagi. Brátt varð ég einn af þeim. Fjölmiðlakonur komu og fóru. Aðeins ein staldraði við, aðeins einni tókst að komast inn í hópinn. Hún var enda áberandi sæt og stök að auki. Þegar ég kom til baka úr klósettferð varð mér litið yfir staðinn. Það var líkt og barinn væri rekinn samkvæmt Hjallastefnunni: Kynin sátu aðskilin við borð: "Út með strákunum" við eitt, "stelpukvöld" við annað. Utarlega við barborðið stóð kona með kort í hönd og beið síns bjórs. Ég vissi að hún hafði unnið með öllum körlunum í blaðamannagenginu. Og af glottinu að dæma heyrði hún á gauratal þeirra, gaut að þeim auga annað slagið. En hún stóð þarna áfram ein og þagði, líkt og hún hefði nýlega verið ráðin í stöðu konunnar. Stuttu síðar komu vinkonur hennar og óskuðu henni til hamingju með stöðutökuna gegn gaurabandalaginu. Augnaráð þeirra sagði: Við höfum engan áhuga á samfélagi við ykkur karlrembur. Við myndum okkar eigið tengslanet. Svo héldu þær saman út í horn með sína drykki og sinn hlátur. Á meðan gaurasamfélagið lifir heldur baráttan áfram. Á meðan gaurasamfélagið lifir þurfa konur að vera á tánum. Á meðan gaurasamfélagið lifir verður meðvirknin til, hin kurteisa útskúfun, hin daglega smánauðgun, og öll sú vanlíðan og aulahrollur sem fylgir. Á meðan gaurasamfélagið lifir lifir draumurinn um þjóðfélag laust við aðskilnaðarmenningu og kynisma. Þjóðfélag kurteisi og virðingar. Dóttir mín heldur að karlmaður hafi skapað móðurmálið. Og vissulega varð það til í karlaheimi. En ég hef ennþá tíu ár til að varna því að hún þurfi að mennta sig í stöðu konunnar. Kannski verður þá búið að ráða í hana karlmann? Best væri þó ef embættið yrði lagt niður. Staða konunnar á Íslandi er sterk en fullsterk verður hún ekki fyrr en hugtakið verður óþarft. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Skoðanir Öðlingurinn Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Á leið í leikskólann spurði dóttir mín fimm ára: "En hvað heitir hann, maðurinn sem bjó til öll orðin?" - "E… hann heitir Guð…" Í því bili gekk Guðbergur Bergsson framhjá bílnum og ég lengdi því svarið: "…bergur Bergsson." Að loknu skólaskutli átti ég stefnumót á kaffihúsi við gamla vinkonu. Tveir kunningjar tylltu sér hjá okkur. Ég kynnti vinkonu mína fyrir þeim og þeir gerðu stutt hlé á gauratali en virtu hana annars ekki viðlits. Í hádeginu snæddi ég á matstað. Á næsta borði sátu tveir menn á tali, annar þekktur forstjóri. Eftir stutta stund kom kona og settist hjá þeim, kona sem ég veit að starfar í fyrirtæki forstjórans. Gaurarnir héldu áfram að tala saman. Konan reyndi að komast inn í spjallið. Þeir umbáru orð hennar (kvennabaráttan hafði skilað þeim þangað) með þjáningarsvip í andliti en litu aldrei á hana. Eftir hádegi las ég hóptölvupóst frá kennara sonar míns, yfirlit vikunnar. Ég gladdist innilega yfir hennar góða starfi, og eftir að hafa lesið á netmiðli að yfirmenn einnar af gaurastofnunum borgarinnar væru á sjöföldum kennaralaunum, fékk ég þá hugmynd að foreldrarnir í bekknum tæku sig til og greiddu henni 10.000 kr. hver á mánuði í ánægjubónus. Síðdegis horfði ég á leikinn á boltabar og var enn og aftur minntur á hve greindarvísitala karlmanna hrynur er þeir hittast einir í hóp. Ég kannaðist við tvo gaura sem þarna sátu og mundi að ég hafði heyrt að hvorugur þeirra hafði séð börnin sín í hálft ár. En sátu þarna við bjór og annan og öskruðu án afláts á dómarann. Um kvöldið horfði ég á annarskonar sjónvarpsþátt. Í settinu var karl að spjalla við karl og konu. Greinilegt var að gaurarnir þekktust og eftir nokkrar mínútur var ég kominn með meðvirknistak fyrir brjóstið yfir því hve sjaldan konan fékk orðið, á meðan frúin fylltist löngun til að brjóta sjónvarpið. Síðar um kvöldið skrapp ég út. Blaðamenn stóðu við barinn og hlógu hátt í bjórglöðu gaurabandalagi. Brátt varð ég einn af þeim. Fjölmiðlakonur komu og fóru. Aðeins ein staldraði við, aðeins einni tókst að komast inn í hópinn. Hún var enda áberandi sæt og stök að auki. Þegar ég kom til baka úr klósettferð varð mér litið yfir staðinn. Það var líkt og barinn væri rekinn samkvæmt Hjallastefnunni: Kynin sátu aðskilin við borð: "Út með strákunum" við eitt, "stelpukvöld" við annað. Utarlega við barborðið stóð kona með kort í hönd og beið síns bjórs. Ég vissi að hún hafði unnið með öllum körlunum í blaðamannagenginu. Og af glottinu að dæma heyrði hún á gauratal þeirra, gaut að þeim auga annað slagið. En hún stóð þarna áfram ein og þagði, líkt og hún hefði nýlega verið ráðin í stöðu konunnar. Stuttu síðar komu vinkonur hennar og óskuðu henni til hamingju með stöðutökuna gegn gaurabandalaginu. Augnaráð þeirra sagði: Við höfum engan áhuga á samfélagi við ykkur karlrembur. Við myndum okkar eigið tengslanet. Svo héldu þær saman út í horn með sína drykki og sinn hlátur. Á meðan gaurasamfélagið lifir heldur baráttan áfram. Á meðan gaurasamfélagið lifir þurfa konur að vera á tánum. Á meðan gaurasamfélagið lifir verður meðvirknin til, hin kurteisa útskúfun, hin daglega smánauðgun, og öll sú vanlíðan og aulahrollur sem fylgir. Á meðan gaurasamfélagið lifir lifir draumurinn um þjóðfélag laust við aðskilnaðarmenningu og kynisma. Þjóðfélag kurteisi og virðingar. Dóttir mín heldur að karlmaður hafi skapað móðurmálið. Og vissulega varð það til í karlaheimi. En ég hef ennþá tíu ár til að varna því að hún þurfi að mennta sig í stöðu konunnar. Kannski verður þá búið að ráða í hana karlmann? Best væri þó ef embættið yrði lagt niður. Staða konunnar á Íslandi er sterk en fullsterk verður hún ekki fyrr en hugtakið verður óþarft. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun