Íhuga gjaldþrot einstakra ríkja í Bandaríkjunum 21. janúar 2011 09:59 Þingmenn í Bandaríkjunum vinna nú bakvið tjöldin að leiðum til þess að einstaka ríki innan landsins geti orðið gjaldþrota. Ætlunin er að með því að lýsa yfir gjaldþroti geti ríkin sloppið við óviðráðanlegar skuldir þar á meðal eftirlaun sem þau hafa skuldbundið sig til að greiða opinberum starfsmönnum. Fjallað er um málið í New York Times. Þar segir að samkvæmt núverandi löggjöf Bandaríkjanna geta einstök ríki ekki lýst sig gjaldþrota eins og borgir í landinu hafa möguleika á. Breytingar á þeirri löggjöf eru nú til umræðu meðal þingmanna og hafa þeir leitað álits hjá lögmönnum sem sérhæft hafa sig í gjaldþrotamálum. New York Times segir að mikil leyndi hvíli yfir þessum vangaveltum og enn hafi ekkert frumvarp um málið séð dagsins ljós. Hinsvegar hefur John Cornyn, öldungadeildarmaður Repúblikana í Texas beðið Ben Bernanke seðlabankastjóra landsins um fund um málið, mögulega í þessum mánuði. Fyrir utan erfiðleikana við að koma frumvarpi um þetta efni í gegnum báðar deildir bandaríkjaþings er óttast að bara umræðan um málið geti gert skuldastöðu ýmissa ríkja enn verri en hún er. Mikil umræða hefur verið um bágborið efnahagsástand hjá ýmsum ríkjum Bandaríkjanna. Þar hefur staða Kaliforníu borið hæst en eitt af síðustu verkum Arnold Schwartzenegger fyrrum ríkisstjóra var að lýsa yfir efnahagslegu neyðarástandi í ríkinu. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þingmenn í Bandaríkjunum vinna nú bakvið tjöldin að leiðum til þess að einstaka ríki innan landsins geti orðið gjaldþrota. Ætlunin er að með því að lýsa yfir gjaldþroti geti ríkin sloppið við óviðráðanlegar skuldir þar á meðal eftirlaun sem þau hafa skuldbundið sig til að greiða opinberum starfsmönnum. Fjallað er um málið í New York Times. Þar segir að samkvæmt núverandi löggjöf Bandaríkjanna geta einstök ríki ekki lýst sig gjaldþrota eins og borgir í landinu hafa möguleika á. Breytingar á þeirri löggjöf eru nú til umræðu meðal þingmanna og hafa þeir leitað álits hjá lögmönnum sem sérhæft hafa sig í gjaldþrotamálum. New York Times segir að mikil leyndi hvíli yfir þessum vangaveltum og enn hafi ekkert frumvarp um málið séð dagsins ljós. Hinsvegar hefur John Cornyn, öldungadeildarmaður Repúblikana í Texas beðið Ben Bernanke seðlabankastjóra landsins um fund um málið, mögulega í þessum mánuði. Fyrir utan erfiðleikana við að koma frumvarpi um þetta efni í gegnum báðar deildir bandaríkjaþings er óttast að bara umræðan um málið geti gert skuldastöðu ýmissa ríkja enn verri en hún er. Mikil umræða hefur verið um bágborið efnahagsástand hjá ýmsum ríkjum Bandaríkjanna. Þar hefur staða Kaliforníu borið hæst en eitt af síðustu verkum Arnold Schwartzenegger fyrrum ríkisstjóra var að lýsa yfir efnahagslegu neyðarástandi í ríkinu.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira