„Ekki vera faggi!“ Margeir St. Ingólfsson skrifar 16. febrúar 2011 06:00 Það er oft erfitt að festa hendur á misrétti, því oft leynist það bara í hugsunum fólks. En stundum missir fólk þessar heimskulegu hugsanir út úr sér. „Ekki sýna veikleika". „Ótti er fyrir aumingja". „Vertu harður. Þú þarft enga hjálp". „Ekki vera faggi". „Hagaðu þér eins og maður". „Vertu ekki svona mikil kerling". Hvers konar skilaboð erum við að senda börnunum okkar þegar konur eru notaðar sem skammaryrði? Kommon! Auðvitað þurfa svona hugsanir og orðbragð ekki að þýða misrétti. Hins vegar leggur þetta grunninn að því og á slíkum grunni ættum við ekki að byggja. Við þurfum að komast út úr þessum hellisbúahugsunarhætti og endurskilgreina karlmennskuna. Ég er þegar byrjaður á því að gera tilraunir á sjálfum mér með því að gera ýmislegt sem seint verður talið mjög „karlmannlegt." Ég borða ekki kjöt. Ég fer í „kerlingarleikfimi" (pilates) í hádeginu og borða hráfæði á Gló með öllum hinum kerlingunum. Ég nota dagkrem á meðan margir af mínum bestu vinum setja á sig naglalakk. Ég streitist ekki á móti því að gráta við jarðarför. Og mér gæti ekki verið meira sama hvað öðrum finnst. Ég skora á aðra karlmenn að prófa eitthvað þessu líkt. Ótrúlegt en satt, þá leynast oft góðar hugmyndir í kerlingarbókum. En hvað annað er til ráða? Þurfum við að mismuna jákvætt með sérstökum kynjagleraugum og kynjasamþættingu með sértækum aðgerðum og lögum frá kynjaðri hagstjórn og áfrýjunum til kærunefndar jafnréttismála? Ég segi nei. Þetta ætti að vera einfalt og sjálfsprottið. Það ættu allir að vilja stuðla að jafnrétti - jöfnum tækifærum. Vinnan hefst í hausnum á sjálfum þér. Toppstykkið notar sig ekki sjálft. Byrjaðu strax í dag. „Ekki vera baggi" á samfélaginu - berðu virðingu fyrir konum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Það er oft erfitt að festa hendur á misrétti, því oft leynist það bara í hugsunum fólks. En stundum missir fólk þessar heimskulegu hugsanir út úr sér. „Ekki sýna veikleika". „Ótti er fyrir aumingja". „Vertu harður. Þú þarft enga hjálp". „Ekki vera faggi". „Hagaðu þér eins og maður". „Vertu ekki svona mikil kerling". Hvers konar skilaboð erum við að senda börnunum okkar þegar konur eru notaðar sem skammaryrði? Kommon! Auðvitað þurfa svona hugsanir og orðbragð ekki að þýða misrétti. Hins vegar leggur þetta grunninn að því og á slíkum grunni ættum við ekki að byggja. Við þurfum að komast út úr þessum hellisbúahugsunarhætti og endurskilgreina karlmennskuna. Ég er þegar byrjaður á því að gera tilraunir á sjálfum mér með því að gera ýmislegt sem seint verður talið mjög „karlmannlegt." Ég borða ekki kjöt. Ég fer í „kerlingarleikfimi" (pilates) í hádeginu og borða hráfæði á Gló með öllum hinum kerlingunum. Ég nota dagkrem á meðan margir af mínum bestu vinum setja á sig naglalakk. Ég streitist ekki á móti því að gráta við jarðarför. Og mér gæti ekki verið meira sama hvað öðrum finnst. Ég skora á aðra karlmenn að prófa eitthvað þessu líkt. Ótrúlegt en satt, þá leynast oft góðar hugmyndir í kerlingarbókum. En hvað annað er til ráða? Þurfum við að mismuna jákvætt með sérstökum kynjagleraugum og kynjasamþættingu með sértækum aðgerðum og lögum frá kynjaðri hagstjórn og áfrýjunum til kærunefndar jafnréttismála? Ég segi nei. Þetta ætti að vera einfalt og sjálfsprottið. Það ættu allir að vilja stuðla að jafnrétti - jöfnum tækifærum. Vinnan hefst í hausnum á sjálfum þér. Toppstykkið notar sig ekki sjálft. Byrjaðu strax í dag. „Ekki vera baggi" á samfélaginu - berðu virðingu fyrir konum!
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar