„Ekki vera faggi!“ Margeir St. Ingólfsson skrifar 16. febrúar 2011 06:00 Það er oft erfitt að festa hendur á misrétti, því oft leynist það bara í hugsunum fólks. En stundum missir fólk þessar heimskulegu hugsanir út úr sér. „Ekki sýna veikleika". „Ótti er fyrir aumingja". „Vertu harður. Þú þarft enga hjálp". „Ekki vera faggi". „Hagaðu þér eins og maður". „Vertu ekki svona mikil kerling". Hvers konar skilaboð erum við að senda börnunum okkar þegar konur eru notaðar sem skammaryrði? Kommon! Auðvitað þurfa svona hugsanir og orðbragð ekki að þýða misrétti. Hins vegar leggur þetta grunninn að því og á slíkum grunni ættum við ekki að byggja. Við þurfum að komast út úr þessum hellisbúahugsunarhætti og endurskilgreina karlmennskuna. Ég er þegar byrjaður á því að gera tilraunir á sjálfum mér með því að gera ýmislegt sem seint verður talið mjög „karlmannlegt." Ég borða ekki kjöt. Ég fer í „kerlingarleikfimi" (pilates) í hádeginu og borða hráfæði á Gló með öllum hinum kerlingunum. Ég nota dagkrem á meðan margir af mínum bestu vinum setja á sig naglalakk. Ég streitist ekki á móti því að gráta við jarðarför. Og mér gæti ekki verið meira sama hvað öðrum finnst. Ég skora á aðra karlmenn að prófa eitthvað þessu líkt. Ótrúlegt en satt, þá leynast oft góðar hugmyndir í kerlingarbókum. En hvað annað er til ráða? Þurfum við að mismuna jákvætt með sérstökum kynjagleraugum og kynjasamþættingu með sértækum aðgerðum og lögum frá kynjaðri hagstjórn og áfrýjunum til kærunefndar jafnréttismála? Ég segi nei. Þetta ætti að vera einfalt og sjálfsprottið. Það ættu allir að vilja stuðla að jafnrétti - jöfnum tækifærum. Vinnan hefst í hausnum á sjálfum þér. Toppstykkið notar sig ekki sjálft. Byrjaðu strax í dag. „Ekki vera baggi" á samfélaginu - berðu virðingu fyrir konum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Það er oft erfitt að festa hendur á misrétti, því oft leynist það bara í hugsunum fólks. En stundum missir fólk þessar heimskulegu hugsanir út úr sér. „Ekki sýna veikleika". „Ótti er fyrir aumingja". „Vertu harður. Þú þarft enga hjálp". „Ekki vera faggi". „Hagaðu þér eins og maður". „Vertu ekki svona mikil kerling". Hvers konar skilaboð erum við að senda börnunum okkar þegar konur eru notaðar sem skammaryrði? Kommon! Auðvitað þurfa svona hugsanir og orðbragð ekki að þýða misrétti. Hins vegar leggur þetta grunninn að því og á slíkum grunni ættum við ekki að byggja. Við þurfum að komast út úr þessum hellisbúahugsunarhætti og endurskilgreina karlmennskuna. Ég er þegar byrjaður á því að gera tilraunir á sjálfum mér með því að gera ýmislegt sem seint verður talið mjög „karlmannlegt." Ég borða ekki kjöt. Ég fer í „kerlingarleikfimi" (pilates) í hádeginu og borða hráfæði á Gló með öllum hinum kerlingunum. Ég nota dagkrem á meðan margir af mínum bestu vinum setja á sig naglalakk. Ég streitist ekki á móti því að gráta við jarðarför. Og mér gæti ekki verið meira sama hvað öðrum finnst. Ég skora á aðra karlmenn að prófa eitthvað þessu líkt. Ótrúlegt en satt, þá leynast oft góðar hugmyndir í kerlingarbókum. En hvað annað er til ráða? Þurfum við að mismuna jákvætt með sérstökum kynjagleraugum og kynjasamþættingu með sértækum aðgerðum og lögum frá kynjaðri hagstjórn og áfrýjunum til kærunefndar jafnréttismála? Ég segi nei. Þetta ætti að vera einfalt og sjálfsprottið. Það ættu allir að vilja stuðla að jafnrétti - jöfnum tækifærum. Vinnan hefst í hausnum á sjálfum þér. Toppstykkið notar sig ekki sjálft. Byrjaðu strax í dag. „Ekki vera baggi" á samfélaginu - berðu virðingu fyrir konum!
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun