Ofbeldi hugarfarsins Stefán Máni skrifar 25. janúar 2011 06:00 Flestir hafa frekar skýra hugmynd hvað ofbeldi er. Einhver er laminn í miðbænum um nótt og liggur þungt haldinn á spítala: ofbeldi. Lögregla er kölluð á heimili þar sem karlmaður lemur barnsmóður sína fyrir framan börnin: ofbeldi. En, eins og svo margt annað, þá leynist ofbeldi víða og á sér margar birtingarmyndir og ekki allar jafnaugljósar og í dæmunum hér á undan. Það er auðvelt að benda á dæmigerða ofbeldismenn (t.d. handrukkara) og lifa í þeirri blekkingu að maður sjálfur beiti aldrei ofbeldi. Líkamlegt ofbeldi er bara toppurinn á ísjakanum. Samfélagið er gegnsýrt af ýmis konar hegðunar- eða hugarfarsofbeldi. Umferðin: Að keyra of hratt er ofbeldi. Að stoppa ekki fyrir gangandi vegfarendum er ofbeldi. Að svína, frekjast og flauta er ofbeldi. Inni á heimili: Að beita lamandi þögn er ofbeldi. Að stýra fólki með illilegum svipbrigðum og augnaráði er ofbeldi. Að sussa á barn þegar fréttatíminn hefst er ofbeldi. Vinnustaðir og skólar: Einelti er ofbeldi. Valdníðsla er ofbeldi. Auðvitað er langur vegur frá því að sussa á barn til útrýmingarbúða nasista, en ofbeldi er alltaf ofbeldi og ef það er ofbeldi í huganum mun það einn daginn brjótast út og bitna á einhverjum. Klám er ofbeldi. Það skyldi ég ekki áður, en svo rann upp fyrir mér ljós: Bak við "glansmyndina", blekkinguna, er bara hópur af allsberu fólki sem fær borgað fyrir að nauðga hvert öðru, og þar með var gamanið búið fyrir mig. Einu sinni var klám sóðalegt tabú, en með tímanum hefur það læðst inn á miðjuna, í dagsbirtuna, og þykir ekki lengur neitt tiltökumál. Tískan litast af klámi og það þykir sjálfsagt að ögra, að vera yfirborðskenndur og djarfur, að tengja sig við menningu sem kennd er við klám. Í klámi eru konur hlutir, glimmeruð kjötstykki sem hafa þann tilgang einan að vera til taks fyrir þá sem vilja ríða. Svona einfalt. Þetta er svona þykjustuleikur sem er orðinn að fúlustu alvöru. Hugarfar klámsins hefur smitast inn í samfélagið. Drengir alast upp í þessu hugarfari, meira eða minna: alveg örugglega meira en þegar ég var unglingur, netlaus í árdaga videótækjanna. Hugarfar kláms er hugarfar ofbeldis. Það er ekki hægt að banna klám, en ég held að samfélagið þyrfti að vera meðvitaðara um neysluna á því og hugarfarinu sem henni fylgir. Að horfa með girndaraugum á ókunnuga konu er ekki það sama og að klappa henni á rassinn eða draga hana afsíðis og nauðga henni. Frá hugarfarinu til glæpsins er langur vegur, en það eru bara svo margir ungir menn lagðir af stað eftir þessum síbreikkandi, neon-lýsta vegi. Því miður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Flestir hafa frekar skýra hugmynd hvað ofbeldi er. Einhver er laminn í miðbænum um nótt og liggur þungt haldinn á spítala: ofbeldi. Lögregla er kölluð á heimili þar sem karlmaður lemur barnsmóður sína fyrir framan börnin: ofbeldi. En, eins og svo margt annað, þá leynist ofbeldi víða og á sér margar birtingarmyndir og ekki allar jafnaugljósar og í dæmunum hér á undan. Það er auðvelt að benda á dæmigerða ofbeldismenn (t.d. handrukkara) og lifa í þeirri blekkingu að maður sjálfur beiti aldrei ofbeldi. Líkamlegt ofbeldi er bara toppurinn á ísjakanum. Samfélagið er gegnsýrt af ýmis konar hegðunar- eða hugarfarsofbeldi. Umferðin: Að keyra of hratt er ofbeldi. Að stoppa ekki fyrir gangandi vegfarendum er ofbeldi. Að svína, frekjast og flauta er ofbeldi. Inni á heimili: Að beita lamandi þögn er ofbeldi. Að stýra fólki með illilegum svipbrigðum og augnaráði er ofbeldi. Að sussa á barn þegar fréttatíminn hefst er ofbeldi. Vinnustaðir og skólar: Einelti er ofbeldi. Valdníðsla er ofbeldi. Auðvitað er langur vegur frá því að sussa á barn til útrýmingarbúða nasista, en ofbeldi er alltaf ofbeldi og ef það er ofbeldi í huganum mun það einn daginn brjótast út og bitna á einhverjum. Klám er ofbeldi. Það skyldi ég ekki áður, en svo rann upp fyrir mér ljós: Bak við "glansmyndina", blekkinguna, er bara hópur af allsberu fólki sem fær borgað fyrir að nauðga hvert öðru, og þar með var gamanið búið fyrir mig. Einu sinni var klám sóðalegt tabú, en með tímanum hefur það læðst inn á miðjuna, í dagsbirtuna, og þykir ekki lengur neitt tiltökumál. Tískan litast af klámi og það þykir sjálfsagt að ögra, að vera yfirborðskenndur og djarfur, að tengja sig við menningu sem kennd er við klám. Í klámi eru konur hlutir, glimmeruð kjötstykki sem hafa þann tilgang einan að vera til taks fyrir þá sem vilja ríða. Svona einfalt. Þetta er svona þykjustuleikur sem er orðinn að fúlustu alvöru. Hugarfar klámsins hefur smitast inn í samfélagið. Drengir alast upp í þessu hugarfari, meira eða minna: alveg örugglega meira en þegar ég var unglingur, netlaus í árdaga videótækjanna. Hugarfar kláms er hugarfar ofbeldis. Það er ekki hægt að banna klám, en ég held að samfélagið þyrfti að vera meðvitaðara um neysluna á því og hugarfarinu sem henni fylgir. Að horfa með girndaraugum á ókunnuga konu er ekki það sama og að klappa henni á rassinn eða draga hana afsíðis og nauðga henni. Frá hugarfarinu til glæpsins er langur vegur, en það eru bara svo margir ungir menn lagðir af stað eftir þessum síbreikkandi, neon-lýsta vegi. Því miður. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun