Vogunarsjóðir halda hveitiverðinu háu 14. febrúar 2011 10:36 Vogunarsjóðir hafa aukið við stöður sínar á hveitimarkaðinum þannig að heimsmarkaðsverð á hveiti er orðið það hæsta síðan árið 2007. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni. Samkvæmt upplýsingum frá hrávörumarkaðinum í Chicago hafa vogunarsjóður aukið langtímastöður sínar í hveiti um tæplega 52.000 samninga umfram skortstöður eða um 19% í fyrstu viku febrúar. Í síðustu viku fór verðið á hveiti í rétt tæpa 9 dollara á sekkinn (rúm 35 kg.) og hafði þá ekki verið hærra í 29 mánuði. Framvirkir langtímasamningar á hveitimarkaðinum hafa aukist um 77% á liðnu ári eða frá því að ljóst varð síðasta sumar að hveitiuppskeran víða í heiminum hefði brugðist eða væri vel undir meðallagi. Ástæða þessa voru að þurrkar stórsköðuðu uppskeruna í Rússlandi en flóð léku uppskeruna grátt í Ástralíu og Kanada. John Thorpe hrávörumiðlari hjá Cannon Trading í Beverly Hills segir að almenningur í heiminum sé mjög viðkvæmur fyrir matvælaverðsbólu. „Verðið á brauðhleif veldur áhyggjum og gæti hafa verið einn af þeim hvötum sem leitt af til þess að kallað er eftir stjórnarskiptum víða um heiminn," segir Thorpe. Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vogunarsjóðir hafa aukið við stöður sínar á hveitimarkaðinum þannig að heimsmarkaðsverð á hveiti er orðið það hæsta síðan árið 2007. Þetta kemur fram í frétt á Bloomberg fréttaveitunni. Samkvæmt upplýsingum frá hrávörumarkaðinum í Chicago hafa vogunarsjóður aukið langtímastöður sínar í hveiti um tæplega 52.000 samninga umfram skortstöður eða um 19% í fyrstu viku febrúar. Í síðustu viku fór verðið á hveiti í rétt tæpa 9 dollara á sekkinn (rúm 35 kg.) og hafði þá ekki verið hærra í 29 mánuði. Framvirkir langtímasamningar á hveitimarkaðinum hafa aukist um 77% á liðnu ári eða frá því að ljóst varð síðasta sumar að hveitiuppskeran víða í heiminum hefði brugðist eða væri vel undir meðallagi. Ástæða þessa voru að þurrkar stórsköðuðu uppskeruna í Rússlandi en flóð léku uppskeruna grátt í Ástralíu og Kanada. John Thorpe hrávörumiðlari hjá Cannon Trading í Beverly Hills segir að almenningur í heiminum sé mjög viðkvæmur fyrir matvælaverðsbólu. „Verðið á brauðhleif veldur áhyggjum og gæti hafa verið einn af þeim hvötum sem leitt af til þess að kallað er eftir stjórnarskiptum víða um heiminn," segir Thorpe.
Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira