Frú biskup Davíð Þór Jónsson skrifar 9. febrúar 2011 09:00 Kristin kirkjuhefð er gegnsýrð af karlrembu. Því miður. Þótt þar hafi miðað í rétta átt á undanförnum áratugum, einkum meðal mótmælendakirkna, er þó enn langt í land með að jafnrétti sé náð. Enn neita margar helstu kirkjudeildir heims að veita konum prestvígslu. Enda er arfleifðin ekki beysin. Sjálfur Marteinn Lúther skrifaði að konur væru ekki færar um að ræða alvörumál öðruvísi en ruglingslega og afkáralega. Ágústínus kirkjufaðir og Tómas Akvínas leyfðu sér jafnvel að efast um fulla mennsku kvenna. Samt tekur sköpunarsagan af allan vafa um að konan er sköpuð í Guðs mynd til jafns á við karlinn: „Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd. Hann skapaði hann í Guðs mynd. Hann skapaði þau karl og konu." (1Mós 1.27) Lagaákvæði feðraveldis frá bronsöld, sem varðveitt eru ásamt trúartextum í Gamla testamentinu, hafa verið notuð til að fela þessa grundvallarstaðreynd trúarinnar: Við erum öll í Guðs mynd jafnt. Ljóst er að kynferði Krists og postulanna var aðeins líffræðileg, söguleg staðreynd og praktísk nauðsyn án nokkurs hjálpræðisgildis í sjálfu sér. Dauðarefsing lá við því að konur prédikuðu. Fæst okkar hefðu heyrt Jesú getið hefði hann fæðst stúlka. Kvenpostular hefðu verið sendir út í opinn dauðann. Kærleiksverk Krists beindust að hinum undirokuðu, ekki síst konum. Fyrsta manneskjan sem hann reisti frá dauðum var 12 ára stúlka (Mk 5.41-42), en líf þeirra var til fárra fiska metið í Palestínu fyrir 2000 árum. Jesús andmælti lögbundinni dauðarefsingu yfir bersyndugri konu (Jh 2.7). Sjálft fagnaðarerindið, „hann er upprisinn", var fyrst falið konum (Mt 28.6), en þær voru svo lágt skrifaðar að vitnisburður þeirra var ekki einu sinni tekinn gildur fyrir dómstólum. Af bréfum Páls postula er ljóst að konur gegndu ábyrgðar- og leiðtogahlutverki í frumkirkjunni. Hvað fór úrskeiðis? Nýleg skoðanakönnun sýnir að innan við 18% íslenskra unglinga telur konur jafnhæfar körlum til að vera trúarleiðtogar. Á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall hvergi undir 50% og í Danmörku er það 80%. Eitthvað mikið er að. Við þessu þarf að bregðast. Hluti skýringarinnar gæti verið í því fólginn að á íslensku hljómar orðasambandið „frú biskup" enn jafn annkanalega og orðasambandið „frú forseti" gerði allt til ársins 1980. Sem betur fer er auðvelt að breyta því - ef viljinn er fyrir hendi. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Öðlingurinn Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kristin kirkjuhefð er gegnsýrð af karlrembu. Því miður. Þótt þar hafi miðað í rétta átt á undanförnum áratugum, einkum meðal mótmælendakirkna, er þó enn langt í land með að jafnrétti sé náð. Enn neita margar helstu kirkjudeildir heims að veita konum prestvígslu. Enda er arfleifðin ekki beysin. Sjálfur Marteinn Lúther skrifaði að konur væru ekki færar um að ræða alvörumál öðruvísi en ruglingslega og afkáralega. Ágústínus kirkjufaðir og Tómas Akvínas leyfðu sér jafnvel að efast um fulla mennsku kvenna. Samt tekur sköpunarsagan af allan vafa um að konan er sköpuð í Guðs mynd til jafns á við karlinn: „Og Guð skapaði manninn eftir sinni mynd. Hann skapaði hann í Guðs mynd. Hann skapaði þau karl og konu." (1Mós 1.27) Lagaákvæði feðraveldis frá bronsöld, sem varðveitt eru ásamt trúartextum í Gamla testamentinu, hafa verið notuð til að fela þessa grundvallarstaðreynd trúarinnar: Við erum öll í Guðs mynd jafnt. Ljóst er að kynferði Krists og postulanna var aðeins líffræðileg, söguleg staðreynd og praktísk nauðsyn án nokkurs hjálpræðisgildis í sjálfu sér. Dauðarefsing lá við því að konur prédikuðu. Fæst okkar hefðu heyrt Jesú getið hefði hann fæðst stúlka. Kvenpostular hefðu verið sendir út í opinn dauðann. Kærleiksverk Krists beindust að hinum undirokuðu, ekki síst konum. Fyrsta manneskjan sem hann reisti frá dauðum var 12 ára stúlka (Mk 5.41-42), en líf þeirra var til fárra fiska metið í Palestínu fyrir 2000 árum. Jesús andmælti lögbundinni dauðarefsingu yfir bersyndugri konu (Jh 2.7). Sjálft fagnaðarerindið, „hann er upprisinn", var fyrst falið konum (Mt 28.6), en þær voru svo lágt skrifaðar að vitnisburður þeirra var ekki einu sinni tekinn gildur fyrir dómstólum. Af bréfum Páls postula er ljóst að konur gegndu ábyrgðar- og leiðtogahlutverki í frumkirkjunni. Hvað fór úrskeiðis? Nýleg skoðanakönnun sýnir að innan við 18% íslenskra unglinga telur konur jafnhæfar körlum til að vera trúarleiðtogar. Á hinum Norðurlöndunum er þetta hlutfall hvergi undir 50% og í Danmörku er það 80%. Eitthvað mikið er að. Við þessu þarf að bregðast. Hluti skýringarinnar gæti verið í því fólginn að á íslensku hljómar orðasambandið „frú biskup" enn jafn annkanalega og orðasambandið „frú forseti" gerði allt til ársins 1980. Sem betur fer er auðvelt að breyta því - ef viljinn er fyrir hendi. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun