Magma tapaði milljarði á öðrum ársfjórðungi 15. febrúar 2011 10:05 Magma Energy skilaði tapi upp á 9,1 milljón dollara eða ríflega milljarði kr. eftir skatta og afskriftir á öðrum ársfjórðungi yfirstandandi reikningsárs félagsins en fjórðungnum lauk um áramótin. Þetta er töluvert verri niðurstaða en á sama tímabili árið áður þegar tapið nam 5,2 milljónum dollara. Í tilkynningu um uppgjörið segir að megnið af þessu tapi, eða 6,9 milljónir dollara er vegna endurmats á skuldum félagsins og tap á afleiðusamningum. Fram kemur að tekjur af orkusölu á fjórðungnum námu 18,8 milljónum dollara. Á móti var framleiðslukostnaðurinn 13,3 milljónir dollara þannig að brúttóhagnaður, það er hagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, félagsins nam 5,5 milljónum dollara. Fjallað er um HS Orku í uppgjörinu og þar segir að framleiðslan þar hafi verið í takt við væntingar. Ross Beaty forstjóri Magma segir í uppgjörinu að félagið muni áfram einbeita sér að stækka orkuver þess á Reykjanesi. Þá kemur fram í máli forstjórans að viðræður við lífeyrissjóði á Íslandi um kaup þeirra á hlut í HS Orku séu vel á veg komnar. Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Magma Energy skilaði tapi upp á 9,1 milljón dollara eða ríflega milljarði kr. eftir skatta og afskriftir á öðrum ársfjórðungi yfirstandandi reikningsárs félagsins en fjórðungnum lauk um áramótin. Þetta er töluvert verri niðurstaða en á sama tímabili árið áður þegar tapið nam 5,2 milljónum dollara. Í tilkynningu um uppgjörið segir að megnið af þessu tapi, eða 6,9 milljónir dollara er vegna endurmats á skuldum félagsins og tap á afleiðusamningum. Fram kemur að tekjur af orkusölu á fjórðungnum námu 18,8 milljónum dollara. Á móti var framleiðslukostnaðurinn 13,3 milljónir dollara þannig að brúttóhagnaður, það er hagnaður fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði, félagsins nam 5,5 milljónum dollara. Fjallað er um HS Orku í uppgjörinu og þar segir að framleiðslan þar hafi verið í takt við væntingar. Ross Beaty forstjóri Magma segir í uppgjörinu að félagið muni áfram einbeita sér að stækka orkuver þess á Reykjanesi. Þá kemur fram í máli forstjórans að viðræður við lífeyrissjóði á Íslandi um kaup þeirra á hlut í HS Orku séu vel á veg komnar.
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira