Menntun gegn atvinnuleysi Skúli Helgason skrifar 28. janúar 2011 06:00 Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna á þessu ári er að koma atvinnusköpun í gang og vinna bug á atvinnuleysi. Það er sérstakt áhyggjuefni hve fjölmennur hópur ungs fólks er án atvinnu og þá einkum hve langtíma atvinnuleysi er mikið í þessum hópi. Atvinnuleysi meðal ungs fólks á aldrinum 16-24 ára mældist 15,2% á síðasta ársfjórðungi 2010 samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Tölur Vinnumálastofnunar frá október 2010 sýna að 76% ungra atvinnuleitenda á aldrinum 16-25 ára eru einungis með grunnskólapróf. Það er því enginn vafi að lausnin á atvinnuvanda ungs fólks á Íslandi er menntun. Því miður er niðurskurðarkrafan í menntakerfinu, eins og á öðrum sviðum almannaþjónustunnar slík að framhaldsskólar þurfa að neita hundruðum ungmenna um skólavist. Á síðastliðnu hausti höfnuðu framhaldsskólar umsóknum á fimmta hundrað einstaklinga um skólavist. Við svo búið má ekki una. Tölur Vinnumálastofnunar frá desember 2010 sýna að 1112 einstaklingar eða tæp 40% atvinnuleitenda á aldrinum 16-25 ára hafa verið án atvinnu í hálft ár sem er sú viðmiðun sem notuð er til að skilgreina langtíma atvinnuleysi. Þar af hafa 599 eða 54% verið án atvinnu lengur en í heilt ár. Þetta er mikið áhyggjuefni því erlendar rannsóknir sýna að ungt fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir afleiðingum langtímaatvinnuleysis. Hátt hlutfall ungra atvinnuleitenda með litla formlega menntun er því samfélagsvandi sem kallar á skjótar aðgerðir. Enginn vafi er á því að árangursríkasta leiðin er sú að bæta menntun þessara einstaklinga sem í hlut eiga, sú leið er líklegust til að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði til lengri tíma litið. Ég hef nú lagt fram á Alþingi ásamt fimmtán þingmönnum allra þingflokka, tillögu til þingsályktun þar sem forsætisráðherra er falið að stýra mótun aðgerðaáætlunar í samráði við aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og fleiri sem hafi þann þríþætta tilgang að vinna bug á langtíma atvinnuleysi meðal ungs fólks, efla iðn- og tæknimenntun í samfélaginu og mæta þörf helstu vaxtargreina atvinnulífsins fyrir vinnuafl með slíka menntun. Lögð verði áhersla á að bjóða ungum atvinnuleitendum fjölbreytt úrræði til menntunar, starfsmennta og starfsþjálfunar í iðn-, raun- og tæknigreinum. Það er mikilvægt að hafa í huga að vandinn verður ekki leystur á einni nóttu eða með því að fella alla í sama mót. Mikilvægt er að skapa margvísleg tækifæri, innan framhaldsskóla, í iðn- og tækniskólum, frumgreinadeildum, háskólum og með starfsþjálfun og starfsmenntaúrræðum í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Þá þarf að takast á við fordóma gegn iðn- og tæknimenntun, sem hafa átt sinn þátt í því að allur þorri framhaldsskólanema velur bóknám, þó hæfileikar þeirra standi í mörgum tilvikum frekar til náms í verklegum greinum. Staðreyndin er sú að flest helstu nýsköpunarfyrirtæki landsins, sem nú eru í hvað örustum vexti bjóða eftirsóknarverð störf fyrir fólk með iðn- og tæknimenntun. Til að örva nemendur til dáða verður sérstök áhersla lögð á að gera samninga við fyrirtæki um að bjóða þeim atvinnuleitendum sem ná árangri og ljúka námi, störf að námi loknu. Það er þversagnakennt að á sama tíma og atvinnuleysi er í sögulegu hámarki þá er umtalsverður skortur á tilteknu vinnuafli, þ.e. fólki með iðn- og tæknimenntun. Þetta kemur vel fram í nýrri könnun Samtaka iðnaðarins en meðal þeirra 200 iðnfyrirtækja sem þátt tóku í könnuninni kom fram þörf fyrir 11,05% fjölgun tæknimenntaðs háskólafólks og 10,65% fjölgun starfsfólks með iðn- og starfsmenntun á næstu 12 mánuðum. Sömu skilaboð hafa borist frá hugverkaiðnaðinum, einum helsta vaxtargeira íslensks atvinnulífs um þessar mundir. Sá geiri skapar nú atvinnu fyrir um 10 þúsund manns hér á landi en engu að síður er talið að þörfin fyrir nýtt starfsfólk með iðn- og tæknimenntun geti svarað til þúsund starfa á ári. Mikilvægt er að stjórnvöld bregðist hratt við þessari mannaflaþörf með markvissum aðgerðum ella er hætt við því að stærstu fyrirtækin í hugverkaiðnaði þurfi að taka út sinn vöxt erlendis. Sú þróun er þegar hafin og því mikilvægt að stjórnvöld grípi nú þegar til mótvægisaðgerða til að efla vöxt atvinnugreinarinnar innnanlands og skapa verðmæt störf fyrir landsmenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta verkefni stjórnmálanna á þessu ári er að koma atvinnusköpun í gang og vinna bug á atvinnuleysi. Það er sérstakt áhyggjuefni hve fjölmennur hópur ungs fólks er án atvinnu og þá einkum hve langtíma atvinnuleysi er mikið í þessum hópi. Atvinnuleysi meðal ungs fólks á aldrinum 16-24 ára mældist 15,2% á síðasta ársfjórðungi 2010 samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands. Tölur Vinnumálastofnunar frá október 2010 sýna að 76% ungra atvinnuleitenda á aldrinum 16-25 ára eru einungis með grunnskólapróf. Það er því enginn vafi að lausnin á atvinnuvanda ungs fólks á Íslandi er menntun. Því miður er niðurskurðarkrafan í menntakerfinu, eins og á öðrum sviðum almannaþjónustunnar slík að framhaldsskólar þurfa að neita hundruðum ungmenna um skólavist. Á síðastliðnu hausti höfnuðu framhaldsskólar umsóknum á fimmta hundrað einstaklinga um skólavist. Við svo búið má ekki una. Tölur Vinnumálastofnunar frá desember 2010 sýna að 1112 einstaklingar eða tæp 40% atvinnuleitenda á aldrinum 16-25 ára hafa verið án atvinnu í hálft ár sem er sú viðmiðun sem notuð er til að skilgreina langtíma atvinnuleysi. Þar af hafa 599 eða 54% verið án atvinnu lengur en í heilt ár. Þetta er mikið áhyggjuefni því erlendar rannsóknir sýna að ungt fólk er sérstaklega viðkvæmt fyrir afleiðingum langtímaatvinnuleysis. Hátt hlutfall ungra atvinnuleitenda með litla formlega menntun er því samfélagsvandi sem kallar á skjótar aðgerðir. Enginn vafi er á því að árangursríkasta leiðin er sú að bæta menntun þessara einstaklinga sem í hlut eiga, sú leið er líklegust til að styrkja stöðu þeirra á vinnumarkaði til lengri tíma litið. Ég hef nú lagt fram á Alþingi ásamt fimmtán þingmönnum allra þingflokka, tillögu til þingsályktun þar sem forsætisráðherra er falið að stýra mótun aðgerðaáætlunar í samráði við aðila vinnumarkaðarins, fræðsluaðila og fleiri sem hafi þann þríþætta tilgang að vinna bug á langtíma atvinnuleysi meðal ungs fólks, efla iðn- og tæknimenntun í samfélaginu og mæta þörf helstu vaxtargreina atvinnulífsins fyrir vinnuafl með slíka menntun. Lögð verði áhersla á að bjóða ungum atvinnuleitendum fjölbreytt úrræði til menntunar, starfsmennta og starfsþjálfunar í iðn-, raun- og tæknigreinum. Það er mikilvægt að hafa í huga að vandinn verður ekki leystur á einni nóttu eða með því að fella alla í sama mót. Mikilvægt er að skapa margvísleg tækifæri, innan framhaldsskóla, í iðn- og tækniskólum, frumgreinadeildum, háskólum og með starfsþjálfun og starfsmenntaúrræðum í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins. Þá þarf að takast á við fordóma gegn iðn- og tæknimenntun, sem hafa átt sinn þátt í því að allur þorri framhaldsskólanema velur bóknám, þó hæfileikar þeirra standi í mörgum tilvikum frekar til náms í verklegum greinum. Staðreyndin er sú að flest helstu nýsköpunarfyrirtæki landsins, sem nú eru í hvað örustum vexti bjóða eftirsóknarverð störf fyrir fólk með iðn- og tæknimenntun. Til að örva nemendur til dáða verður sérstök áhersla lögð á að gera samninga við fyrirtæki um að bjóða þeim atvinnuleitendum sem ná árangri og ljúka námi, störf að námi loknu. Það er þversagnakennt að á sama tíma og atvinnuleysi er í sögulegu hámarki þá er umtalsverður skortur á tilteknu vinnuafli, þ.e. fólki með iðn- og tæknimenntun. Þetta kemur vel fram í nýrri könnun Samtaka iðnaðarins en meðal þeirra 200 iðnfyrirtækja sem þátt tóku í könnuninni kom fram þörf fyrir 11,05% fjölgun tæknimenntaðs háskólafólks og 10,65% fjölgun starfsfólks með iðn- og starfsmenntun á næstu 12 mánuðum. Sömu skilaboð hafa borist frá hugverkaiðnaðinum, einum helsta vaxtargeira íslensks atvinnulífs um þessar mundir. Sá geiri skapar nú atvinnu fyrir um 10 þúsund manns hér á landi en engu að síður er talið að þörfin fyrir nýtt starfsfólk með iðn- og tæknimenntun geti svarað til þúsund starfa á ári. Mikilvægt er að stjórnvöld bregðist hratt við þessari mannaflaþörf með markvissum aðgerðum ella er hætt við því að stærstu fyrirtækin í hugverkaiðnaði þurfi að taka út sinn vöxt erlendis. Sú þróun er þegar hafin og því mikilvægt að stjórnvöld grípi nú þegar til mótvægisaðgerða til að efla vöxt atvinnugreinarinnar innnanlands og skapa verðmæt störf fyrir landsmenn.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun