Kaupþing eignast aflandsfélög Tchenguiz bróður 14. febrúar 2011 08:36 Flókið net aflandsfélaga sem Vincent bróðir Róbert Tchenguiz stofnaði á sínum tíma undir fasteignaverkefni sín í Bretlandi er komið í hendur skilanefndar Kaupþings. Verðmæti hluta í þessum félögum var metið á 220 milljónir punda eða rúmlega 41 milljarður kr. fyrir tveimur árum. The Guardian fjallar um málið í dag en þegar segir að Vincent hafi lagt þessi aflandsfélög að veði Þegar hann reyndi, illu heilli eins og það er orðað, að koma í veg fyrir veðkall Kaupþings á 1,8 milljarða punda lánum til Roberts bróður síns. Fjallað var um það mál á vísir.is nýlega. Í blaðinu kemur fram að undirliggjandi eignir í þessum aflandsfélögum séu hugsanlega margra milljarða punda virði. Eignirnar eru á Bretlandseyjum og telja m.a. þúsundir af McCarthy & Stone elliheimilaíbúðum, nokkra lúxusíbúðakjarna meðfram Thames ánni og Putney Warf turninn. Í umfjöllun Guardian er vitnað í réttarskjöl í máli því sem fjölskyldusjóður þeirra Tchenguiz bræðra hefur höfðað gegn Kaupþingi. Samkvæmt þeim skjölum er um að ræða 14 eignarhaldsfélög á Jómfrúreyjum og fjögur önnur félög á Bretlandseyjum sem Kaupþing hefur leyst til sín. Róbert Tchenguiz var á sama tíma einn stærsti viðskiptavinur Kaupþings misserin fyrir hrun og stjórnarmaður í stærsta hluthafa bankans, Exista. Tengdar fréttir Tchenguiz bræður krefjast milljarða frá Kaupþingi Tchenguiz bræðurnir reyna nú að höfða mál gegn Kaupþingi í London og segja bankann skulda þeim mörg hundruð milljarða. 10. febrúar 2011 07:16 Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Flókið net aflandsfélaga sem Vincent bróðir Róbert Tchenguiz stofnaði á sínum tíma undir fasteignaverkefni sín í Bretlandi er komið í hendur skilanefndar Kaupþings. Verðmæti hluta í þessum félögum var metið á 220 milljónir punda eða rúmlega 41 milljarður kr. fyrir tveimur árum. The Guardian fjallar um málið í dag en þegar segir að Vincent hafi lagt þessi aflandsfélög að veði Þegar hann reyndi, illu heilli eins og það er orðað, að koma í veg fyrir veðkall Kaupþings á 1,8 milljarða punda lánum til Roberts bróður síns. Fjallað var um það mál á vísir.is nýlega. Í blaðinu kemur fram að undirliggjandi eignir í þessum aflandsfélögum séu hugsanlega margra milljarða punda virði. Eignirnar eru á Bretlandseyjum og telja m.a. þúsundir af McCarthy & Stone elliheimilaíbúðum, nokkra lúxusíbúðakjarna meðfram Thames ánni og Putney Warf turninn. Í umfjöllun Guardian er vitnað í réttarskjöl í máli því sem fjölskyldusjóður þeirra Tchenguiz bræðra hefur höfðað gegn Kaupþingi. Samkvæmt þeim skjölum er um að ræða 14 eignarhaldsfélög á Jómfrúreyjum og fjögur önnur félög á Bretlandseyjum sem Kaupþing hefur leyst til sín. Róbert Tchenguiz var á sama tíma einn stærsti viðskiptavinur Kaupþings misserin fyrir hrun og stjórnarmaður í stærsta hluthafa bankans, Exista.
Tengdar fréttir Tchenguiz bræður krefjast milljarða frá Kaupþingi Tchenguiz bræðurnir reyna nú að höfða mál gegn Kaupþingi í London og segja bankann skulda þeim mörg hundruð milljarða. 10. febrúar 2011 07:16 Mest lesið Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tchenguiz bræður krefjast milljarða frá Kaupþingi Tchenguiz bræðurnir reyna nú að höfða mál gegn Kaupþingi í London og segja bankann skulda þeim mörg hundruð milljarða. 10. febrúar 2011 07:16