Mikil aukning á verðbréfasvindli i Danmörku 19. janúar 2011 10:11 Fjöldi lögreglumála vegna verðbréfasvindls hefur tvöfaldast milli ára í Danmörku. Samkvæmt upplýsingum frá danska fjármálaeftirlitinu vísaði eftirlitið 75 slíkum málum til lögreglurannsóknar í fyrra. Árið áður var hinsvegar um 35 mál að ræða. Hér er átt við mál sem snúa að innherjasvikum, ólögmætri upplýsingagjöf um málefni félaga og markaðsmisnotkun. Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að málafjöldinn komi á óvart því mjög ströng viðurlög liggi við þessi svindli. Þótt um óverulegar upphæðir sé að ræða getur svindlið kostað viðkomandi 30 til 40 daga í fangelsi. Jafnframt leiðir slíkur dómur til þess að sá seki er búinn að vera á markaðinum. Þá þykja svik af þessu tagi mjög áhættusöm. Þau fara iðulega fram í gegnum viðskiptakerfi netbanka. Þar með hefur svindlarinn skilið eftir sig rafræn spor sem auðvelt er að nálgast. Dæmi um einfalt svindl á markaðinum er ef miðlari setur fram kauptilboð á hlutum í skráð félag sem er nokkuð hærra en markaðsverð þess þá stundina. Skömmu síðar setur hann eigin hluti í þessu félagi til sölu á markaðinum. Þannig „neyðir" hann viðskiptavaka félagsins (yfirleitt bankar eða fjármálafyrirtæki) til þess að kaupa sína hluti á hærra verðinu. Eftir það dregur hann svo upphaflegt kauptilboð sitt til baka. Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fjöldi lögreglumála vegna verðbréfasvindls hefur tvöfaldast milli ára í Danmörku. Samkvæmt upplýsingum frá danska fjármálaeftirlitinu vísaði eftirlitið 75 slíkum málum til lögreglurannsóknar í fyrra. Árið áður var hinsvegar um 35 mál að ræða. Hér er átt við mál sem snúa að innherjasvikum, ólögmætri upplýsingagjöf um málefni félaga og markaðsmisnotkun. Í frétt um málið í Berlingske Tidende segir að málafjöldinn komi á óvart því mjög ströng viðurlög liggi við þessi svindli. Þótt um óverulegar upphæðir sé að ræða getur svindlið kostað viðkomandi 30 til 40 daga í fangelsi. Jafnframt leiðir slíkur dómur til þess að sá seki er búinn að vera á markaðinum. Þá þykja svik af þessu tagi mjög áhættusöm. Þau fara iðulega fram í gegnum viðskiptakerfi netbanka. Þar með hefur svindlarinn skilið eftir sig rafræn spor sem auðvelt er að nálgast. Dæmi um einfalt svindl á markaðinum er ef miðlari setur fram kauptilboð á hlutum í skráð félag sem er nokkuð hærra en markaðsverð þess þá stundina. Skömmu síðar setur hann eigin hluti í þessu félagi til sölu á markaðinum. Þannig „neyðir" hann viðskiptavaka félagsins (yfirleitt bankar eða fjármálafyrirtæki) til þess að kaupa sína hluti á hærra verðinu. Eftir það dregur hann svo upphaflegt kauptilboð sitt til baka.
Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira