Gífurleg eftirspurn eftir evrubréfum úr björgunarsjóði 26. janúar 2011 09:58 Gífurleg eftirspurn varð eftir skuldabréfum í evrum í fyrsta útboði EFSF björgunar- eða stöðugleikasjóðs ESB. Tilboð upp á yfir 40 milljarða evra bárust frá sumum af stærstu opinberu og einkasjóðum heimsins. Í frétt um málið í Financial Times segir að bankamenn muni ekki eftir jafnmikilli eftirspurn í neinu skuldabréfaútboði áður, hvort sem er hjá opinberum eða einkaaðilum. Eftirspurnin gerði það að verkum að EFSF fékk mjög góð vaxtakjör á þessa útgáfu enda var hún aðeins upp á 5 milljarða evra eða áttfalt minni en nam eftirspurninni. Ávöxtunarkrafan var 2,8% sem er töluvert minni krafa en er á þýskum ríkisskuldabréfum. Einn bankamannanna sem Financial Times ræddi við um útboðið sagði að eftirspurnin hefði verið stórbrotin. „Ég man ekki eftir jafnmiklum áhuga. Þessar pantanir í bréfin komu á aðeins fimmtán mínútum," segir hann. Skuldabréf EFSF eru með lánshæfiseinkunina AAA og því mjög aðlaðandi fjárfestingarkostur fyrir seðlabanka, fjárfestingarsjóði á vegum hins opinbera og stærri einkarekna sjóði. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gífurleg eftirspurn varð eftir skuldabréfum í evrum í fyrsta útboði EFSF björgunar- eða stöðugleikasjóðs ESB. Tilboð upp á yfir 40 milljarða evra bárust frá sumum af stærstu opinberu og einkasjóðum heimsins. Í frétt um málið í Financial Times segir að bankamenn muni ekki eftir jafnmikilli eftirspurn í neinu skuldabréfaútboði áður, hvort sem er hjá opinberum eða einkaaðilum. Eftirspurnin gerði það að verkum að EFSF fékk mjög góð vaxtakjör á þessa útgáfu enda var hún aðeins upp á 5 milljarða evra eða áttfalt minni en nam eftirspurninni. Ávöxtunarkrafan var 2,8% sem er töluvert minni krafa en er á þýskum ríkisskuldabréfum. Einn bankamannanna sem Financial Times ræddi við um útboðið sagði að eftirspurnin hefði verið stórbrotin. „Ég man ekki eftir jafnmiklum áhuga. Þessar pantanir í bréfin komu á aðeins fimmtán mínútum," segir hann. Skuldabréf EFSF eru með lánshæfiseinkunina AAA og því mjög aðlaðandi fjárfestingarkostur fyrir seðlabanka, fjárfestingarsjóði á vegum hins opinbera og stærri einkarekna sjóði.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira