Páll Óskar tekur upp plötu í New York 8. febrúar 2011 10:00 Popparinn vinsæli ætlar að vinna að næstu plötu sinni í New York í sumar. „Ég ætla að hoppa aðeins til New York í sumar. Ég ætla bæði að kúpla mig út og vinna svolítið líka,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann ætlar að vinna að nýrri plötu í New York sem mun fylgja eftir hinu gríðarvinsæla Silfursafni sem kom út fyrir jólin 2008. „Síðan Silfursafnið kom út hef ég ekki gert neitt annað en að troða upp. Þessar mínútur sem ég þarf til að fara í stúdíó til að koma með efni koma ekki og þess vegna þarf ég að búa mér til tíma,“ segir Palli. „Ég klára þetta „show“ með Sinfó í Hörpunni í júní og um leið og það er búið sting ég af.“ Hann kemur aftur heim rétt fyrir Þjóðhátíð í Eyjum í byrjun ágúst þar sem hann treður upp á Húkkaraballinu og aftur á sunnudagskvöldinu. Palli hefur verið vinsæll brúðkaupssöngvari en mun ekki taka að sér slík gigg á þessu ári sökum anna. „Þetta er spurning um að forgangsraða,“ segir hann. Um helgina skemmti popparinn á þorrablóti í Árósum sem gekk eins og í sögu. Í maí fer hann svo aftur til Danmerkur þegar stórir tónleikar með íslenskum Eurovision-flytjendum verða haldnir á staðnum Cirkus. Fleira er á döfinni hjá Páli Óskari því um næstu helgi treður hann upp á tíu ára afmæli skemmtistaðarins Nasa. Fyrr um kvöldið verður hann einnig í sviðsljósinu því þá hleypur hann í skarðið fyrir Ragnhildi Steinunni sem kynnir í úrslitum Eurovision, en Ragnhildur verður erlendis þetta kvöld. „Þetta „meikar sens“ þar sem ég er að taka við keflinu,“ segir Palli og á þar við Eurovision-þættina Alla leið sem hefjast undir hans stjórn í byrjun apríl í Sjónvarpinu. - fb Tónlist Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Sjá meira
„Ég ætla að hoppa aðeins til New York í sumar. Ég ætla bæði að kúpla mig út og vinna svolítið líka,“ segir tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson. Hann ætlar að vinna að nýrri plötu í New York sem mun fylgja eftir hinu gríðarvinsæla Silfursafni sem kom út fyrir jólin 2008. „Síðan Silfursafnið kom út hef ég ekki gert neitt annað en að troða upp. Þessar mínútur sem ég þarf til að fara í stúdíó til að koma með efni koma ekki og þess vegna þarf ég að búa mér til tíma,“ segir Palli. „Ég klára þetta „show“ með Sinfó í Hörpunni í júní og um leið og það er búið sting ég af.“ Hann kemur aftur heim rétt fyrir Þjóðhátíð í Eyjum í byrjun ágúst þar sem hann treður upp á Húkkaraballinu og aftur á sunnudagskvöldinu. Palli hefur verið vinsæll brúðkaupssöngvari en mun ekki taka að sér slík gigg á þessu ári sökum anna. „Þetta er spurning um að forgangsraða,“ segir hann. Um helgina skemmti popparinn á þorrablóti í Árósum sem gekk eins og í sögu. Í maí fer hann svo aftur til Danmerkur þegar stórir tónleikar með íslenskum Eurovision-flytjendum verða haldnir á staðnum Cirkus. Fleira er á döfinni hjá Páli Óskari því um næstu helgi treður hann upp á tíu ára afmæli skemmtistaðarins Nasa. Fyrr um kvöldið verður hann einnig í sviðsljósinu því þá hleypur hann í skarðið fyrir Ragnhildi Steinunni sem kynnir í úrslitum Eurovision, en Ragnhildur verður erlendis þetta kvöld. „Þetta „meikar sens“ þar sem ég er að taka við keflinu,“ segir Palli og á þar við Eurovision-þættina Alla leið sem hefjast undir hans stjórn í byrjun apríl í Sjónvarpinu. - fb
Tónlist Mest lesið „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Holskefla í kortunum Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Erlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Sjá meira