AGS: Nýmarkaðsríkin draga hagvaxtarvagninn 25. janúar 2011 11:18 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) spáir 4,4% hagvexti í heiminum á þessu ári í nýuppfærðri heimshagsspá sem gefin var út í gær. Fyrri spá sjóðsins gerði ráð fyrir 4,2% hagvexti. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að sjóðurinn telur að efnahagsbatinn fylgi nú tveimur mismunandi töktum sem eru mishraðir. Annars vegar eru það þróuðu hagkerfin sem eru að vaxa hægt og eiga enn erfitt uppdráttar og hins vegar eru það nýmarkaðsríkin sem eru að vaxa mun hraðar og draga vagninn. Í heildina litið býst AGS við að þróuð hagkerfi heimsins vaxi um 2,5% á árinu á meðan nýmarkaðsríki vaxi um 6,5%. AGS telur að mestur hagvöxtur á þessu ári í einstöku landi verði í Kína eða 9,6% og 8,4% á Indlandi. Á sama tíma býst AGS við að Þýskaland vaxi um 2,2% og Japan um 1,6%. Af heimssvæðum verður vöxturinn mestur í Afríku sunnan Sahara, eða 5,8%. Á evrusvæðinu er spáð 1,7% hagvexti. AGS býst nú við meiri hagvexti í Bandaríkjunum á þessu ári en sjóðurinn gerði í síðustu spá sinni frá október síðastliðnum, eða 3% í stað 2,3%. Það sem veldur eru væntingar um frekari aðgerðir til að örva efnahagslífið. Í skýrslunni segir að nú þegar fjögur ár eru liðin frá því að fjármálakreppan skall á eru enn ekki komin fram skýr merki þess að fjármálastöðugleiki heimshagkerfisins sé tryggður á nýjan leik. Að mati AGS er enn fjöldinn allur af nauðsynlegum atriðum sem þarf að bæta og stefnubreytingum sem þarf að taka til að tryggja að svo verði. Eitt það nauðsynlegasta sem þarf að gera til að tryggja varanlegan bata er að finna lausn á skuldavanda á evrusvæðinu. Þá er nauðsynlegt að styrkja regluverk og eftirlit með fjármálakerfum þróaðri hagkerfa almennt. Samhliða þessum aðgerðum þarf að tryggja að vöxtur í nýmarkaðsríkjum verði ekki of hraður þannig að fjármálastöðugleika standi hætta af. Í þessu sambandi er hættan af miklu og hröðu innflæði fjármagns til nýmarkaðsríkja nefnd sérstaklega. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að heimsmarkaðsverð á hrávöru muni halda áfram að hækka í ár. Sérfræðingar sjóðsins gera ráð fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu verði kringum 90 Bandaríkjadali tunnan á þessu ári, en fyrri spá sjóðsins frá því í október var gert ráð fyrir að verðið yrði 79 dollarar. Þá er því spáð að hrávara, önnur en olía, muni hækka um 11% á árinu. Ástæða þess er uppskerubrestur vegna óveðra sem áttu sér stað á seinni helmingi síðasta árs og af þeim sökum gæti það tekið heilt ár fyrir hrávörumarkaðinn að ná jafnvægi á nýjan leik. Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) spáir 4,4% hagvexti í heiminum á þessu ári í nýuppfærðri heimshagsspá sem gefin var út í gær. Fyrri spá sjóðsins gerði ráð fyrir 4,2% hagvexti. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að sjóðurinn telur að efnahagsbatinn fylgi nú tveimur mismunandi töktum sem eru mishraðir. Annars vegar eru það þróuðu hagkerfin sem eru að vaxa hægt og eiga enn erfitt uppdráttar og hins vegar eru það nýmarkaðsríkin sem eru að vaxa mun hraðar og draga vagninn. Í heildina litið býst AGS við að þróuð hagkerfi heimsins vaxi um 2,5% á árinu á meðan nýmarkaðsríki vaxi um 6,5%. AGS telur að mestur hagvöxtur á þessu ári í einstöku landi verði í Kína eða 9,6% og 8,4% á Indlandi. Á sama tíma býst AGS við að Þýskaland vaxi um 2,2% og Japan um 1,6%. Af heimssvæðum verður vöxturinn mestur í Afríku sunnan Sahara, eða 5,8%. Á evrusvæðinu er spáð 1,7% hagvexti. AGS býst nú við meiri hagvexti í Bandaríkjunum á þessu ári en sjóðurinn gerði í síðustu spá sinni frá október síðastliðnum, eða 3% í stað 2,3%. Það sem veldur eru væntingar um frekari aðgerðir til að örva efnahagslífið. Í skýrslunni segir að nú þegar fjögur ár eru liðin frá því að fjármálakreppan skall á eru enn ekki komin fram skýr merki þess að fjármálastöðugleiki heimshagkerfisins sé tryggður á nýjan leik. Að mati AGS er enn fjöldinn allur af nauðsynlegum atriðum sem þarf að bæta og stefnubreytingum sem þarf að taka til að tryggja að svo verði. Eitt það nauðsynlegasta sem þarf að gera til að tryggja varanlegan bata er að finna lausn á skuldavanda á evrusvæðinu. Þá er nauðsynlegt að styrkja regluverk og eftirlit með fjármálakerfum þróaðri hagkerfa almennt. Samhliða þessum aðgerðum þarf að tryggja að vöxtur í nýmarkaðsríkjum verði ekki of hraður þannig að fjármálastöðugleika standi hætta af. Í þessu sambandi er hættan af miklu og hröðu innflæði fjármagns til nýmarkaðsríkja nefnd sérstaklega. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að heimsmarkaðsverð á hrávöru muni halda áfram að hækka í ár. Sérfræðingar sjóðsins gera ráð fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu verði kringum 90 Bandaríkjadali tunnan á þessu ári, en fyrri spá sjóðsins frá því í október var gert ráð fyrir að verðið yrði 79 dollarar. Þá er því spáð að hrávara, önnur en olía, muni hækka um 11% á árinu. Ástæða þess er uppskerubrestur vegna óveðra sem áttu sér stað á seinni helmingi síðasta árs og af þeim sökum gæti það tekið heilt ár fyrir hrávörumarkaðinn að ná jafnvægi á nýjan leik.
Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira