The Economist: Mikil fylgni milli víns og olíu 21. janúar 2011 13:15 Flaska af rauðvíninu Chateau Pétrus frá 1982 kostar yfir hálfa milljón kr. en samsvarandi magn af hráolíu selst á rúmlega 50 kr. Léttvín og olía eiga þó meira sameiginlegt en margir vita. Verðþróun á þessum ólíku vökvum undanfarin ár hefur verið nær nákvæmlega eins. Á þessum nótum hefst grein í hinu virta tímariti The Economist. Vínsérfræðingar segja að verðþróun á léttvínum fari eftir framboðsþáttum eins og veðri og aldri en tveir af hagfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa komist að þeirri niðurstöðu að þessir þættir hafi lítið sem ekkert með verðþróunina að gera. Hagfræðingarnir, Serhan Cevik og Thasin Saadi Sedik, fundu út að mikill efnahagsvöxtur hjá nýmarkaðslöndunum hafi skipt mestu á undanförnum árum eins og dæmið er með verð á olíu og öðrum hrávörum. Á árunum 1998 og fram til 2010 var yfir 90% fylgni milli breytinga á verði léttvína og olíu. Hagfræðingarnir benda á að yfir 100% af aukinni eftirspurn eftir olíu megi rekja til nýmarkaðslanda en á sama tíma hefur dregið úr eftirspurninni hjá auðugustu löndunum. Á sama tíma hefur bættur efnahagur almennings í nýmarkaðslöndunum leitt til aukinnar víndrykkju á meðan dregið hefur úr víndrykkju í Evrópulöndum, einkum Frakklandi og Ítalíu. Kína fór framúr Bretlandi á síðasta ári sem stærsti markaðurinn fyrir Bordeaux vínin. Á Vesturlöndum er komið í tísku að fjárfesta í vínum líkt og menn fjárfesta í hluta- og skuldabréfum eða hrávörum. Í Asíu er eftirspurnin hinsvegar mest eftir vínum til drykkju. „Vestrænir vínsnobbarar segja að Kínverjar kunni ekki að drekka vín, þeim hryllir við sögum um að vín sé blandað með Kóka-kóla eða það drukkið í einum teyg," segir í Economist. „Þetta er kannski dæmi um súru vínberin." Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Flaska af rauðvíninu Chateau Pétrus frá 1982 kostar yfir hálfa milljón kr. en samsvarandi magn af hráolíu selst á rúmlega 50 kr. Léttvín og olía eiga þó meira sameiginlegt en margir vita. Verðþróun á þessum ólíku vökvum undanfarin ár hefur verið nær nákvæmlega eins. Á þessum nótum hefst grein í hinu virta tímariti The Economist. Vínsérfræðingar segja að verðþróun á léttvínum fari eftir framboðsþáttum eins og veðri og aldri en tveir af hagfræðingum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa komist að þeirri niðurstöðu að þessir þættir hafi lítið sem ekkert með verðþróunina að gera. Hagfræðingarnir, Serhan Cevik og Thasin Saadi Sedik, fundu út að mikill efnahagsvöxtur hjá nýmarkaðslöndunum hafi skipt mestu á undanförnum árum eins og dæmið er með verð á olíu og öðrum hrávörum. Á árunum 1998 og fram til 2010 var yfir 90% fylgni milli breytinga á verði léttvína og olíu. Hagfræðingarnir benda á að yfir 100% af aukinni eftirspurn eftir olíu megi rekja til nýmarkaðslanda en á sama tíma hefur dregið úr eftirspurninni hjá auðugustu löndunum. Á sama tíma hefur bættur efnahagur almennings í nýmarkaðslöndunum leitt til aukinnar víndrykkju á meðan dregið hefur úr víndrykkju í Evrópulöndum, einkum Frakklandi og Ítalíu. Kína fór framúr Bretlandi á síðasta ári sem stærsti markaðurinn fyrir Bordeaux vínin. Á Vesturlöndum er komið í tísku að fjárfesta í vínum líkt og menn fjárfesta í hluta- og skuldabréfum eða hrávörum. Í Asíu er eftirspurnin hinsvegar mest eftir vínum til drykkju. „Vestrænir vínsnobbarar segja að Kínverjar kunni ekki að drekka vín, þeim hryllir við sögum um að vín sé blandað með Kóka-kóla eða það drukkið í einum teyg," segir í Economist. „Þetta er kannski dæmi um súru vínberin."
Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Hvar er opið um páskana? Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira