Tölum tæpitungulaust til karlmanna Stefán Ingi Stefánsson skrifar 18. febrúar 2011 06:00 Á undanförnum árum og áratugum hefur á Íslandi náðst merkilegur árangur í að draga úr tíðni ýmissa samfélagsógna sem áður fyrr voru nánast talin óumflýjanlegur hluti af lífi okkar eyjaskeggja. Þetta á t.d. við um slys hvers konar, s.s. á sjó og ekki síst á vegum úti. Þótt í sumum tilvikum liggi skýringin í tækniframförum af ýmsu tagi er oftar en ekki um það að ræða að einföld hugarfarsbreyting hafi gert útslagið. Í dag er það t.d. alveg ljóst; við keyrum ekki full, börnin okkar leika ekki lausum hala í aftursætinu en nota hins vegar reiðhjólahjálma þegar þau hjóla. Þeir sem ekki virða þessar reglur er lítill skilningur sýndur; umburðarlyndi er, réttilega, af skornum skammti. Þessi hugarfarsbreyting varð ekki til í tómarúmi. Hún á sér langan aðdraganda og er árangur af kraftmiklum og einbeittum forvörnum. Mikið hefur verið lagt í forvarnir á sviði umferðaröryggis undanfarna áratugi og er það vel. Það má leiða að því líkum og færa fyrir því sterk rök að starfið hafi bjargað lífum. Jafnvel ótal lífum. Það sama má segja um starf á sviði áfengis-, vímefna- og tóbaksvarna. Þar hefur náðst eftirtektarverður árangur; árangur sem er beinlínis mælanlegur t.d. í lækkaðri tíðni unglinga sem reykja. Hverjir fremja glæpina? Forvarnir gegn nauðgunum Líklegur fjöldi nauðgana á viku á Íslandi er fimm. Fimm! Ein nauðgun nærri daglega í þessu litla samfélagi okkar. Og svona hefur þetta verið frá því að elstu menn muna. En þessi ógn sem steðjar fyrst og fremst að stúlkum og konum er ekki vegna ófrávíkjanlegra eðlisfræðilögmála - ekki frekar en dauðsföll í umferðinni eða reykingar tíundubekkinga. Það eru einhverjir sem fremja þessa ömurlegu glæpi. Í yfir 99% tilvika eru þessir einhverjir karlmenn. Það er augljóslega nauðsynlegt að hlúa að þolendum kynferðisofbeldis - og mikilvægt að leggja þar í frekar en að draga úr. En öflug neyðarmóttaka og stuðningsúrræði draga sem slík ekki úr tíðni glæpsins. Rétt eins og góð bráðamóttaka til að hlúa að slösuðum úr umferðinni, bráðnauðsynleg sem hún er, fækkar ekki slysum. Á endanum hlýtur það þó að vera markmiðið. Rétt eins umferðaröryggisauglýsingum er m.a. beint að þeim hópi sem líklegastur er að haga sér óábyrgt í umferðinni hlýtur að vera lyilatriði að tala til mögulegra kynferðisofbeldismanna og reyna ad hafa áhrif á hegðun þeirra og viðmót; draga skýr mörk þegar kemur að kynferðismálum og gefa þau skilaboð að kynferðisofbeldi verði ekki liðið. Það þarf að tala til karlmanna - og það þarf að tala tæpitungulaust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum og áratugum hefur á Íslandi náðst merkilegur árangur í að draga úr tíðni ýmissa samfélagsógna sem áður fyrr voru nánast talin óumflýjanlegur hluti af lífi okkar eyjaskeggja. Þetta á t.d. við um slys hvers konar, s.s. á sjó og ekki síst á vegum úti. Þótt í sumum tilvikum liggi skýringin í tækniframförum af ýmsu tagi er oftar en ekki um það að ræða að einföld hugarfarsbreyting hafi gert útslagið. Í dag er það t.d. alveg ljóst; við keyrum ekki full, börnin okkar leika ekki lausum hala í aftursætinu en nota hins vegar reiðhjólahjálma þegar þau hjóla. Þeir sem ekki virða þessar reglur er lítill skilningur sýndur; umburðarlyndi er, réttilega, af skornum skammti. Þessi hugarfarsbreyting varð ekki til í tómarúmi. Hún á sér langan aðdraganda og er árangur af kraftmiklum og einbeittum forvörnum. Mikið hefur verið lagt í forvarnir á sviði umferðaröryggis undanfarna áratugi og er það vel. Það má leiða að því líkum og færa fyrir því sterk rök að starfið hafi bjargað lífum. Jafnvel ótal lífum. Það sama má segja um starf á sviði áfengis-, vímefna- og tóbaksvarna. Þar hefur náðst eftirtektarverður árangur; árangur sem er beinlínis mælanlegur t.d. í lækkaðri tíðni unglinga sem reykja. Hverjir fremja glæpina? Forvarnir gegn nauðgunum Líklegur fjöldi nauðgana á viku á Íslandi er fimm. Fimm! Ein nauðgun nærri daglega í þessu litla samfélagi okkar. Og svona hefur þetta verið frá því að elstu menn muna. En þessi ógn sem steðjar fyrst og fremst að stúlkum og konum er ekki vegna ófrávíkjanlegra eðlisfræðilögmála - ekki frekar en dauðsföll í umferðinni eða reykingar tíundubekkinga. Það eru einhverjir sem fremja þessa ömurlegu glæpi. Í yfir 99% tilvika eru þessir einhverjir karlmenn. Það er augljóslega nauðsynlegt að hlúa að þolendum kynferðisofbeldis - og mikilvægt að leggja þar í frekar en að draga úr. En öflug neyðarmóttaka og stuðningsúrræði draga sem slík ekki úr tíðni glæpsins. Rétt eins og góð bráðamóttaka til að hlúa að slösuðum úr umferðinni, bráðnauðsynleg sem hún er, fækkar ekki slysum. Á endanum hlýtur það þó að vera markmiðið. Rétt eins umferðaröryggisauglýsingum er m.a. beint að þeim hópi sem líklegastur er að haga sér óábyrgt í umferðinni hlýtur að vera lyilatriði að tala til mögulegra kynferðisofbeldismanna og reyna ad hafa áhrif á hegðun þeirra og viðmót; draga skýr mörk þegar kemur að kynferðismálum og gefa þau skilaboð að kynferðisofbeldi verði ekki liðið. Það þarf að tala til karlmanna - og það þarf að tala tæpitungulaust.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun