Evran heldur áfram að styrkjast 21. janúar 2011 11:44 Evran hefur haldið áfram að styrkjast gagnvart helstu myntum í morgun og hefur nú ekki verið sterkari gagnvart Bandaríkjadollar í tvo mánuði. Evran kostar 1,353 dollara og hefur undanfarnar tvær vikur styrkst um tæplega 5% gagnvart dollar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að það sem sé að styrkja evruna nú er samspil margra mismunandi þátta. Má þar nefna auknar væntingar um vaxtahækkun Seðlabanka Evrópu. Hækkandi matvæla- og eldsneytisverð hefur gert það að verkum að verðbólguþrýstingur hefur aukist talsvert undanfarið í Evrópu sem og annars staðar. Þetta þykir ýmsum benda til þess að auknar líkur séu nú á að bankinn hefji vaxtahækkunarferli sitt fyrr en áður hafði verið búist við, jafnvel um mitt þetta ár. Þá lítur nú út fyrir að leiðtogar Evrópusambandsins gætu verið að komast að niðurstöðu um varanlegri lausn á skuldavandræðum einstakra ríkja í myntsamstarfinu en verið hefur á borðinu til þessa. Í þriðja lagi hafa skuldabréfaútboð Portúgals og Spánar tekist með ágætum undanfarið, sem hefur dregið úr áhyggjum af stöðu þessara ríkja og þótt minnka líkurnar á því að þau fari sömu leið og Grikkland og Írland. Að auki má bæta við að hagvöxtur á síðasta ári í Þýskalandi var 3,6% sem var umfram væntingar og í kjölfarið hafa hagvaxtarspár fyrir þetta ár verið uppfærðar fyrir Þýskaland, stærsta hagkerfi evrusvæðisins. Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Evran hefur haldið áfram að styrkjast gagnvart helstu myntum í morgun og hefur nú ekki verið sterkari gagnvart Bandaríkjadollar í tvo mánuði. Evran kostar 1,353 dollara og hefur undanfarnar tvær vikur styrkst um tæplega 5% gagnvart dollar. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að það sem sé að styrkja evruna nú er samspil margra mismunandi þátta. Má þar nefna auknar væntingar um vaxtahækkun Seðlabanka Evrópu. Hækkandi matvæla- og eldsneytisverð hefur gert það að verkum að verðbólguþrýstingur hefur aukist talsvert undanfarið í Evrópu sem og annars staðar. Þetta þykir ýmsum benda til þess að auknar líkur séu nú á að bankinn hefji vaxtahækkunarferli sitt fyrr en áður hafði verið búist við, jafnvel um mitt þetta ár. Þá lítur nú út fyrir að leiðtogar Evrópusambandsins gætu verið að komast að niðurstöðu um varanlegri lausn á skuldavandræðum einstakra ríkja í myntsamstarfinu en verið hefur á borðinu til þessa. Í þriðja lagi hafa skuldabréfaútboð Portúgals og Spánar tekist með ágætum undanfarið, sem hefur dregið úr áhyggjum af stöðu þessara ríkja og þótt minnka líkurnar á því að þau fari sömu leið og Grikkland og Írland. Að auki má bæta við að hagvöxtur á síðasta ári í Þýskalandi var 3,6% sem var umfram væntingar og í kjölfarið hafa hagvaxtarspár fyrir þetta ár verið uppfærðar fyrir Þýskaland, stærsta hagkerfi evrusvæðisins.
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira