Þessi pistill á að vera óþarfur Gunnar Hansson skrifar 30. janúar 2011 10:00 Til að byrja með vil ég taka það fram að það á ekki að þurfa að skrifa þennan pistil. Ekki árið 2011! Ég var beðinn um að skrifa um eitthvað sem tengdist kynbundnu misrétti. Ég hélt það nú. Frábært málefni sem ég hef mjög sterkar skoðanir á og ég vildi endilega leggja mitt lóð á vogarskálarnar. En svo fór ég að skrifa og þá fór tími minn aðallega í það að stroka út. Mér fannst ekkert sem ég skrifaði vera nógu gott né nógu sterkt fyrir svona gott málefni. Ég vildi ekki gera grín, því þó að samskipti kynjanna kalli mjög auðveldlega fram brandara, marga mjög slæma, en nokkra ágæta, þá langaði mig ekki til þess að skrifa djók-pistil. Það er oft vörn hjá mér að djóka með það sem er viðkvæmt, ég vildi standast það í þetta sinn. Svo vildi ég heldur ekki vera með predikunartón. Skamma hina og þessa fyrir slæma frammistöðu í þessum málum. Mér finnst því miður vera allt of mikið um slíkan tón í dag í umræðunni um hin ýmsu málefni. Ég er þreyttur á því. Ég endurtek: Það á enginn að þurfa að skrifa pistil gegn kynjabundnu misrétti árið 2011 for kræing át lád! Það er fáránlegt. Að konur þurfi að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum eins og að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar. Að einstæðir feður þurfi að berjast fyrir því að fá að umgangast börnin sín til jafns á við mæðurnar. Það getur ekki verið að neinn vilji viðhalda svona löguðu. Það vilja allir vel. Ég trúi því að minnsta kosti. Ég á tvær dætur og einn son. Ég vil að dætur mínar fái sömu tækifæri og sonur minn og öfugt. Þetta verður þannig, það er óumflýjanlegt. Það er engin glóra í öðru. Hættum bara að streitast á móti. Þetta þarf engan veginn að vera stríð milli kynjanna, miklu heldur faðmlag. Hlýtt og gott. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Sjá meira
Til að byrja með vil ég taka það fram að það á ekki að þurfa að skrifa þennan pistil. Ekki árið 2011! Ég var beðinn um að skrifa um eitthvað sem tengdist kynbundnu misrétti. Ég hélt það nú. Frábært málefni sem ég hef mjög sterkar skoðanir á og ég vildi endilega leggja mitt lóð á vogarskálarnar. En svo fór ég að skrifa og þá fór tími minn aðallega í það að stroka út. Mér fannst ekkert sem ég skrifaði vera nógu gott né nógu sterkt fyrir svona gott málefni. Ég vildi ekki gera grín, því þó að samskipti kynjanna kalli mjög auðveldlega fram brandara, marga mjög slæma, en nokkra ágæta, þá langaði mig ekki til þess að skrifa djók-pistil. Það er oft vörn hjá mér að djóka með það sem er viðkvæmt, ég vildi standast það í þetta sinn. Svo vildi ég heldur ekki vera með predikunartón. Skamma hina og þessa fyrir slæma frammistöðu í þessum málum. Mér finnst því miður vera allt of mikið um slíkan tón í dag í umræðunni um hin ýmsu málefni. Ég er þreyttur á því. Ég endurtek: Það á enginn að þurfa að skrifa pistil gegn kynjabundnu misrétti árið 2011 for kræing át lád! Það er fáránlegt. Að konur þurfi að berjast fyrir sjálfsögðum mannréttindum eins og að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og karlar. Að einstæðir feður þurfi að berjast fyrir því að fá að umgangast börnin sín til jafns á við mæðurnar. Það getur ekki verið að neinn vilji viðhalda svona löguðu. Það vilja allir vel. Ég trúi því að minnsta kosti. Ég á tvær dætur og einn son. Ég vil að dætur mínar fái sömu tækifæri og sonur minn og öfugt. Þetta verður þannig, það er óumflýjanlegt. Það er engin glóra í öðru. Hættum bara að streitast á móti. Þetta þarf engan veginn að vera stríð milli kynjanna, miklu heldur faðmlag. Hlýtt og gott. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar