Alvarleg matvælakeppa í uppsiglingu í heiminum 13. janúar 2011 13:41 Nýjar tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu um birgðastöðu landsins í korni og sojabaunum benda til að alvarleg matvælakreppa sé í uppsiglingu í heiminum. Kreppan gæti orðið verri en sú sem skall á árið 2008 og hafði í för með sér blóðug uppþot í mörgum löndum. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að samkvæmt tölunum hafi birgðir af sojabaunum ekki verið minni í Bandaríkjunum í hálfa öld. Birgðir af korni eru einnig í lágmarki. Tölurnar leiddu til mikilla verðhækkana á korni og sojabaunum á hrávörumörkuðum og hefur verðið ekki verið hærra undanfarna 30 mánuði. Bandaríkjamenn eru mestu útflytjendur á korni í heiminum og sjá mörkuðum fyrir helmingi af öllum útflutningi á þeirri vöru. Þessar verðhækkanir koma í kjölfar aðvörunar frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku um að ástandið yrði verra en árið 2008 ef verð á korni héldi áfram að hækka umfram það sem þegar er orðið. Verðhækkanir á hveiti hafa þegar valdið uppþotum í Alsír og Mósambík. Eins ljósið í myrkrinu er að verð á hrísgrjónum hefur haldist nokkuð stöðugt en grjónin eru undirstaða matarræðis í Asíu. Á hrávörumarkaðinum í Chicago hækkaði verð á sojabaunum um 5,2% og hefur ekki verið hærra síðan á seinni hluta ársins 2008. Verð á korni hækkaði um 5% og hefur ekki verið hærra síðan í júlí 2008. Þeir sem versla á hrávörumörkuðum hafa nú miklar áhyggjur af kornuppskerunni í Brasilíu og Argentínu en hún fer að koma inn á markaðina á næstu vikum. Flest bendir til að uppskeran í þessum löndum verði í rýrara lagi vegna þurrviðris. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Nýjar tölur frá bandaríska landbúnaðarráðuneytinu um birgðastöðu landsins í korni og sojabaunum benda til að alvarleg matvælakreppa sé í uppsiglingu í heiminum. Kreppan gæti orðið verri en sú sem skall á árið 2008 og hafði í för með sér blóðug uppþot í mörgum löndum. Fjallað er um málið í Financial Times. Þar segir að samkvæmt tölunum hafi birgðir af sojabaunum ekki verið minni í Bandaríkjunum í hálfa öld. Birgðir af korni eru einnig í lágmarki. Tölurnar leiddu til mikilla verðhækkana á korni og sojabaunum á hrávörumörkuðum og hefur verðið ekki verið hærra undanfarna 30 mánuði. Bandaríkjamenn eru mestu útflytjendur á korni í heiminum og sjá mörkuðum fyrir helmingi af öllum útflutningi á þeirri vöru. Þessar verðhækkanir koma í kjölfar aðvörunar frá Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku um að ástandið yrði verra en árið 2008 ef verð á korni héldi áfram að hækka umfram það sem þegar er orðið. Verðhækkanir á hveiti hafa þegar valdið uppþotum í Alsír og Mósambík. Eins ljósið í myrkrinu er að verð á hrísgrjónum hefur haldist nokkuð stöðugt en grjónin eru undirstaða matarræðis í Asíu. Á hrávörumarkaðinum í Chicago hækkaði verð á sojabaunum um 5,2% og hefur ekki verið hærra síðan á seinni hluta ársins 2008. Verð á korni hækkaði um 5% og hefur ekki verið hærra síðan í júlí 2008. Þeir sem versla á hrávörumörkuðum hafa nú miklar áhyggjur af kornuppskerunni í Brasilíu og Argentínu en hún fer að koma inn á markaðina á næstu vikum. Flest bendir til að uppskeran í þessum löndum verði í rýrara lagi vegna þurrviðris.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira