Veikleiki karlmanna Sigurður Páll Pálsson skrifar 19. febrúar 2011 06:00 Í dag blasir sú staðreynd við að karlmenn eru líklegri en konur til að fremja sjálfsvíg og ofbeldisverk, verða fíklar eða valda slysum. Þeir sækja sér sjaldnar hjálp eða fá aðstoð. Hinsvegar greinast fleiri konur þunglyndar en karlmenn, og sjálfsvígstilraunir eru algengari meðal kvenna en karla. Konur fá oftar aðstoð og leita sér fremur hjálpar. Sjálfsvígtíðni ungra karla á Íslandi er með því hæsta sem gerist í Evrópu. Á síðustu 28 árum hafa að meðaltali átta karlmenn á aldrinum 16-29 ára framið sjálfsvíg á ári hverju hérlendis. Stundum fjórir á ári en stundum 20. Þróun byrjaði á Íslandi upp úr seinna stríði en heldur áfram. Samfélagið mótast og samfélagið er síbreytilegt. Gott dæmi um það er menntakerfið þar sem konur eru komnar í meirihluta í flestum deildum háskólanna. Tilgáturnar eru margar, að svarið liggi í uppeldinu, að karlmenn séu of miklir töffarar til að viðurkenna þegar þeir eiga í vanda eða kunna hreinlega ekki að leita sér aðstoðar. Að við hin í umhverfinu viljum ekki sjá þetta og missum þannig af vandamálum þeirra sem standa okkur næst. Sumir leita svara í því að karlmenn eru meiri trúleysingjar en konur. Aðrir benda á vondar fyrirmyndir, t.d. eru flestir sem fremja sjálfsvíg í Biblíunni karlmenn. Staðalímyndir á borð við hershöfðingjann (,,ég berst einn þar til yfir lýkur") eða sjálfselskuna (,,heimurinn er minn og ef ég fæ hann ekki þá fer ég"). Einungis fáir geta orðið Bruce Willis, afburða íþróttamenn, leikararar eða hjartaskurðlæknar! En hvernig getur þetta orðið svona mismunandi ef við þykjumst vera að ala bæði kynin upp á sama hátt, staðfesting á sama mynstrinu áfram? Gen og hormón útskýra varla vandann. Lífið snýst ekki um það að vera bestur. Við þurfum að sætta okkur við að lífið er erfitt en við eigum að þakka fyrir það, vera auðmjúk. Að vera fullkominn er það að vera í sátt við sjálfan sig, og það að elska þýðir að virða meðbræður okkar. Eru staðalímyndirnar að gera okkur karlmönnum meiri grikk en konum? Að ráðast á sjálfan sig eða annan einstakling virðist veikleiki karla í vanlíðan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag blasir sú staðreynd við að karlmenn eru líklegri en konur til að fremja sjálfsvíg og ofbeldisverk, verða fíklar eða valda slysum. Þeir sækja sér sjaldnar hjálp eða fá aðstoð. Hinsvegar greinast fleiri konur þunglyndar en karlmenn, og sjálfsvígstilraunir eru algengari meðal kvenna en karla. Konur fá oftar aðstoð og leita sér fremur hjálpar. Sjálfsvígtíðni ungra karla á Íslandi er með því hæsta sem gerist í Evrópu. Á síðustu 28 árum hafa að meðaltali átta karlmenn á aldrinum 16-29 ára framið sjálfsvíg á ári hverju hérlendis. Stundum fjórir á ári en stundum 20. Þróun byrjaði á Íslandi upp úr seinna stríði en heldur áfram. Samfélagið mótast og samfélagið er síbreytilegt. Gott dæmi um það er menntakerfið þar sem konur eru komnar í meirihluta í flestum deildum háskólanna. Tilgáturnar eru margar, að svarið liggi í uppeldinu, að karlmenn séu of miklir töffarar til að viðurkenna þegar þeir eiga í vanda eða kunna hreinlega ekki að leita sér aðstoðar. Að við hin í umhverfinu viljum ekki sjá þetta og missum þannig af vandamálum þeirra sem standa okkur næst. Sumir leita svara í því að karlmenn eru meiri trúleysingjar en konur. Aðrir benda á vondar fyrirmyndir, t.d. eru flestir sem fremja sjálfsvíg í Biblíunni karlmenn. Staðalímyndir á borð við hershöfðingjann (,,ég berst einn þar til yfir lýkur") eða sjálfselskuna (,,heimurinn er minn og ef ég fæ hann ekki þá fer ég"). Einungis fáir geta orðið Bruce Willis, afburða íþróttamenn, leikararar eða hjartaskurðlæknar! En hvernig getur þetta orðið svona mismunandi ef við þykjumst vera að ala bæði kynin upp á sama hátt, staðfesting á sama mynstrinu áfram? Gen og hormón útskýra varla vandann. Lífið snýst ekki um það að vera bestur. Við þurfum að sætta okkur við að lífið er erfitt en við eigum að þakka fyrir það, vera auðmjúk. Að vera fullkominn er það að vera í sátt við sjálfan sig, og það að elska þýðir að virða meðbræður okkar. Eru staðalímyndirnar að gera okkur karlmönnum meiri grikk en konum? Að ráðast á sjálfan sig eða annan einstakling virðist veikleiki karla í vanlíðan.
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar