Frumvarp Snæbjörn Ragnarsson skrifar 29. janúar 2011 06:00 Ég get ekki orða bundist lengur. Baráttumál kvenna eru í ólestri og ég, sem sanngjarn og vel gefinn karlmaður, segi að nú sé nóg komið. Því set ég hér fram tvær tillögur sem ættu að komast til framkvæmda og myndu, að ég tel, rétta hlut kvenna stórkostlega þegar kemur að því að tryggja þeim það sem þeim ber.Laun Hver einasta kona ætti að hafa sama rétt til launa og önnur kona í sambærilegu starfi. Þess vegna legg ég til að mið verði tekið af meðallaunum karla í hverju starfi fyrir sig og allar konur eigi rétt á sanngjörnu hlutfalli af þeirri upphæð. Þannig fái þær 80% af launum karlmanna, að því gefnu að þær séu að öllu leyti jafn hæfar til starfans og þeir. Ekkert óþarfa hringl, slíkt skapar óvissu og kergju.Ofbeldi Vitanlega er hættulegt að ætla að skipta sér of mikið af heimilisofbeldi, þar skyldu reglur um friðhelgi einkalífsins ráða för. Hverjum karlmanni á að vera frjálst að misnota konu sína, dætur eða önnur skyldmenni eins og honum finnst sjálfum best. Þegar kemur að óreglulegu ofbeldi gagnvart konum þarf hins vegar skýrari línur. Þannig þarf að tryggja að ein af hverjum þremur konum geti átt von á því að verða fyrir kynferðislegri misnotkun á lífsleiðinni. Þá telst æskilegt að 20% kvenna verði fyrir slíkri reynslu fyrir 18 ára aldur. Ekki má gleyma að þetta styður hvort við annað því kona sem hefur orðið fyrir slíkri reynslu hefur skert sjálfsmat og er ólíkleg til þess að heimta hærri laun en henni ber. Það er ósk mín að þetta komist til framkvæmda og að þú, lesandi góður, styðjir við þær aðgerðir. Þetta er eingöngu gert til að tryggja konum það til framtíðar sem þær búa við nú þegar og flest okkar höfum þegar samþykkt, þögn er jú það sama og samþykki. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Öðlingurinn Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Ég get ekki orða bundist lengur. Baráttumál kvenna eru í ólestri og ég, sem sanngjarn og vel gefinn karlmaður, segi að nú sé nóg komið. Því set ég hér fram tvær tillögur sem ættu að komast til framkvæmda og myndu, að ég tel, rétta hlut kvenna stórkostlega þegar kemur að því að tryggja þeim það sem þeim ber.Laun Hver einasta kona ætti að hafa sama rétt til launa og önnur kona í sambærilegu starfi. Þess vegna legg ég til að mið verði tekið af meðallaunum karla í hverju starfi fyrir sig og allar konur eigi rétt á sanngjörnu hlutfalli af þeirri upphæð. Þannig fái þær 80% af launum karlmanna, að því gefnu að þær séu að öllu leyti jafn hæfar til starfans og þeir. Ekkert óþarfa hringl, slíkt skapar óvissu og kergju.Ofbeldi Vitanlega er hættulegt að ætla að skipta sér of mikið af heimilisofbeldi, þar skyldu reglur um friðhelgi einkalífsins ráða för. Hverjum karlmanni á að vera frjálst að misnota konu sína, dætur eða önnur skyldmenni eins og honum finnst sjálfum best. Þegar kemur að óreglulegu ofbeldi gagnvart konum þarf hins vegar skýrari línur. Þannig þarf að tryggja að ein af hverjum þremur konum geti átt von á því að verða fyrir kynferðislegri misnotkun á lífsleiðinni. Þá telst æskilegt að 20% kvenna verði fyrir slíkri reynslu fyrir 18 ára aldur. Ekki má gleyma að þetta styður hvort við annað því kona sem hefur orðið fyrir slíkri reynslu hefur skert sjálfsmat og er ólíkleg til þess að heimta hærri laun en henni ber. Það er ósk mín að þetta komist til framkvæmda og að þú, lesandi góður, styðjir við þær aðgerðir. Þetta er eingöngu gert til að tryggja konum það til framtíðar sem þær búa við nú þegar og flest okkar höfum þegar samþykkt, þögn er jú það sama og samþykki. +++++++++++++++++ Öðlingurinn 2011 er vitundarvakning. Átakið stendur yfir í mánuð, frá bóndadeginum (21. janúar) til konudagsins (20. febrúar). Markmið þess er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna á Íslandi. Nánar á heimasíðu átaksins, odlingurinn.is.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar