Varað við fleiri bankagjaldþrotum í Danmörku 8. febrúar 2011 09:12 Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur varað við því að fleiri bankagjaldþrot séu í farvatninu í kjölfar þess að Amagerbanken féll með hvelli um helgina. Raunar hefur Amagerbanken þegar dregið lítinn sparisjóð, Sparekassen Midtfjord, með sér í fallinu. Danska fjármálaeftirlitið liggur undir harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki stöðvað rekstur Amagerbankans löngu áður en hann komst í þrot. Í danska þinginu er nú komin fram krafa um að þáttur fjármálaeftirlitsins verði sérstaklega rannsakaður. Eftirlitið hefur svarað þessu fullum hálsi og bent á að það hafi reglulega gefið út aðvaranir um slæma stöðu Amagerbankans frá árinu 2009. Upphæðin sem tapast vegna Amagerbankans fer enn hækkandi og er nú komin í 15 milljarða danskra kr. í heildina eða yfir 300 milljarða kr. Þar af er talið að danska ríkið muni tapa tæpum 7 milljörðum danskra kr. Þar með er tapið meira en þegar Roskilde Bank varð gjaldþrota. Í dönskum fjölmiðlum hefur verið birtir listi yfir þar sem 100 dönskum bönkum er raðað upp í samræmi við mat á hve öruggir þeir eru. Efstir á listanum, og þar með öruggustu bankarnir, eru tveir sparisjóðir þ.e. Hals Sparekasse og Fanö Sparekasse. BankNordik, áður Færeyjabanki, er talinn sjötti öruggasti banki Danmerkur. BankNordik er skráður í kauphöllinni hér á landi. Af þekktum bönkum á listanum má nefna að Danske Bank er í 18. sæti og FIH bankinn, sem áður var í íslenskri eigu er í 28. sæti. Athygli vekur að Amagerbanken er í 90. sæti á listanum þótt hann sé þegar kominn í þrot. Botnsætin tvö verma svo Morsö Sparekasse og Finansbanken. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjármálaeftirlit Danmerkur hefur varað við því að fleiri bankagjaldþrot séu í farvatninu í kjölfar þess að Amagerbanken féll með hvelli um helgina. Raunar hefur Amagerbanken þegar dregið lítinn sparisjóð, Sparekassen Midtfjord, með sér í fallinu. Danska fjármálaeftirlitið liggur undir harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki stöðvað rekstur Amagerbankans löngu áður en hann komst í þrot. Í danska þinginu er nú komin fram krafa um að þáttur fjármálaeftirlitsins verði sérstaklega rannsakaður. Eftirlitið hefur svarað þessu fullum hálsi og bent á að það hafi reglulega gefið út aðvaranir um slæma stöðu Amagerbankans frá árinu 2009. Upphæðin sem tapast vegna Amagerbankans fer enn hækkandi og er nú komin í 15 milljarða danskra kr. í heildina eða yfir 300 milljarða kr. Þar af er talið að danska ríkið muni tapa tæpum 7 milljörðum danskra kr. Þar með er tapið meira en þegar Roskilde Bank varð gjaldþrota. Í dönskum fjölmiðlum hefur verið birtir listi yfir þar sem 100 dönskum bönkum er raðað upp í samræmi við mat á hve öruggir þeir eru. Efstir á listanum, og þar með öruggustu bankarnir, eru tveir sparisjóðir þ.e. Hals Sparekasse og Fanö Sparekasse. BankNordik, áður Færeyjabanki, er talinn sjötti öruggasti banki Danmerkur. BankNordik er skráður í kauphöllinni hér á landi. Af þekktum bönkum á listanum má nefna að Danske Bank er í 18. sæti og FIH bankinn, sem áður var í íslenskri eigu er í 28. sæti. Athygli vekur að Amagerbanken er í 90. sæti á listanum þótt hann sé þegar kominn í þrot. Botnsætin tvö verma svo Morsö Sparekasse og Finansbanken.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira