Umfjöllun: KR afgreiddi Keflavík í þriðja leikhluta Jón Júlíus Karlsson skrifar 3. febrúar 2011 21:02 Marcus Walker lék vel í kvöld. KR vann öruggan sigur á Keflavík í Iceland Express deild karla í kvöld, 99-85. Leikurinn var járnum framan af en í þriðja leikhluta lék KR magnaðan varnarleik og hélt Keflvíkingum í aðeins sjö stigum og náðu 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Sigurinn var aldrei í hættu hjá þeim röndóttu sem er með sigrinum komið upp í annað sætið í deildinni og aðeins tveimur stigum á eftir Snæfell. KR byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti og komst í 11-0 áður en Magnús Gunnarsson kom Keflvíkingum á blað með þristi eftir þriggja og hálfs mínútna leik. KR-ingar voru sterkari í fyrsta leikhluta og leiddu með sex stigum af honum loknum 20-14. Keflavíkingar komu ákveðnir til leiks í annan leikhluta og á fyrstu þremur mínútum leikhlutans náðu þeir að breyta stöðunni í 22-24 sér í vil. Mikill hraði var í leiknum og í hálfleik var staðan 47-44 fyrir heimamenn. Erlendu leikmennirnir Marcus Walker og Thomas Sanders leiddu stigaskorið hjá liðinum og skoruðu báðir 12 stig í fyrri hálfleik. KR-ingar léku magnaða vörn í þriðja leikhluta og komstu gestirnir úr Keflavík hvorki lönd né strönd. Margur körfuboltaunnandinn trúir því kannski varla en Keflvíkingum tókst aðeins að skora 7 stig í þriðja leikhluta gegn 29 stigum KR. Hrósa verður KR-ingum fyrir frábæran varnarleik en hins vegar var sóknarleikur Keflavíkur eitt stór spurningarmerki og vantaði allan hraða og ákveðni. KR-ingar náðu því 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann 76-51. Úrslitin voru í raun ráðin áður en lokaleikhlutinn var leikinn. Keflvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að koma sér inn í leikinn á meðan KR slakaði aðeins á í vörninni en sigur þeirra röndóttu var aldrei í hættu. Lokatölur 99-85. Marcus Walker var stigahæstur hjá KR-ingum með 27 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hreggviður Magnússon minnti heldur betur á sig með að setja niður 17 stig í kvöld og Finnur Atli Magnússon var með 14 stig. Hjá Keflavík var Thomas Sanders atkvæðamestur með 24 stig og sex fráköst. Hörður Axel Vilhjálmsson kom þar næstu með 18 stig og fimm fráköst. KR-Keflavík 99-85 (22-14, 25-30, 29-7, 23-34) KR: Marcus Walker 27/7 fráköst/6 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 19, Finnur Atli Magnússon 14, Pavel Ermolinskij 11/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 10, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Fannar Ólafsson 4, Jón Orri Kristjánsson 4, Ágúst Angantýsson 2, Páll Fannar Helgason 2, Ólafur Már Ægisson 2.Keflavík: Thomas Sanders 24/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 18/5 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 10, Magnús Þór Gunnarsson 8/7 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 8, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Gunnar Einarsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 3/4 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira
KR vann öruggan sigur á Keflavík í Iceland Express deild karla í kvöld, 99-85. Leikurinn var járnum framan af en í þriðja leikhluta lék KR magnaðan varnarleik og hélt Keflvíkingum í aðeins sjö stigum og náðu 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann. Sigurinn var aldrei í hættu hjá þeim röndóttu sem er með sigrinum komið upp í annað sætið í deildinni og aðeins tveimur stigum á eftir Snæfell. KR byrjaði leikinn af gríðarlegum krafti og komst í 11-0 áður en Magnús Gunnarsson kom Keflvíkingum á blað með þristi eftir þriggja og hálfs mínútna leik. KR-ingar voru sterkari í fyrsta leikhluta og leiddu með sex stigum af honum loknum 20-14. Keflavíkingar komu ákveðnir til leiks í annan leikhluta og á fyrstu þremur mínútum leikhlutans náðu þeir að breyta stöðunni í 22-24 sér í vil. Mikill hraði var í leiknum og í hálfleik var staðan 47-44 fyrir heimamenn. Erlendu leikmennirnir Marcus Walker og Thomas Sanders leiddu stigaskorið hjá liðinum og skoruðu báðir 12 stig í fyrri hálfleik. KR-ingar léku magnaða vörn í þriðja leikhluta og komstu gestirnir úr Keflavík hvorki lönd né strönd. Margur körfuboltaunnandinn trúir því kannski varla en Keflvíkingum tókst aðeins að skora 7 stig í þriðja leikhluta gegn 29 stigum KR. Hrósa verður KR-ingum fyrir frábæran varnarleik en hins vegar var sóknarleikur Keflavíkur eitt stór spurningarmerki og vantaði allan hraða og ákveðni. KR-ingar náðu því 25 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann 76-51. Úrslitin voru í raun ráðin áður en lokaleikhlutinn var leikinn. Keflvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að koma sér inn í leikinn á meðan KR slakaði aðeins á í vörninni en sigur þeirra röndóttu var aldrei í hættu. Lokatölur 99-85. Marcus Walker var stigahæstur hjá KR-ingum með 27 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hreggviður Magnússon minnti heldur betur á sig með að setja niður 17 stig í kvöld og Finnur Atli Magnússon var með 14 stig. Hjá Keflavík var Thomas Sanders atkvæðamestur með 24 stig og sex fráköst. Hörður Axel Vilhjálmsson kom þar næstu með 18 stig og fimm fráköst. KR-Keflavík 99-85 (22-14, 25-30, 29-7, 23-34) KR: Marcus Walker 27/7 fráköst/6 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 19, Finnur Atli Magnússon 14, Pavel Ermolinskij 11/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 10, Skarphéðinn Freyr Ingason 4, Fannar Ólafsson 4, Jón Orri Kristjánsson 4, Ágúst Angantýsson 2, Páll Fannar Helgason 2, Ólafur Már Ægisson 2.Keflavík: Thomas Sanders 24/6 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 18/5 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 10, Magnús Þór Gunnarsson 8/7 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 8, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 8, Gunnar Einarsson 4, Þröstur Leó Jóhannsson 3/4 fráköst, Gunnar H. Stefánsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Sjá meira