Hvernig á ákvæðið um þjóðareign að hljóða? Bolli Héðinsson skrifar 23. febrúar 2011 11:00 Það muna e.t.v. ekki margir eftir því en vorið 2007 átti að setja ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Ákvæðið sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hugðist setja í stjórnarskrána hljóðaði svo: „Náttúrurauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign, þó þannig að gætt sé réttinda og lögaðila skv. 72.gr. Ber að nýta þær til hagsbóta þjóðinni, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Ekki skal þetta vera því til fyrirstöðu að einkaaðilum séu veittar heimildir til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum samkvæmt lögum." Þetta leyfðu stjórnmálamenn sér þá. Skyldi það vera samhljóða þessu, ákvæðið sem sömu flokkar vilja nú setja í stjórnarskrá? Orðalagið ber með sér að þar voru tæpast hugsjónamenn að setja á blað það sem þjóðinni var efst í huga heldur læðist að manni sá grunur að orðalagið hafi verið sótt eitthvert allt annað. Sátt þýðir að báðir aðilar gefa eftirÍ öllum deilum gildir að ef aðilar vilja sátt slá báðir af kröfum og mætast á miðri leið. Hagfræðingur LÍU fullyrti í grein hér í blaðinu í síðustu viku að samtök hans vildu raunverulega sátt um fiskveiðar, sem ég hafði áður dregið í efa. Svo hægt sé að staðreyna raunverulegan vilja LÍÚ til sáttar um veiðigjald ætti hann að telja upp þau atriði sem LÍU hefur verið reiðubúið að gefa eftir, allt frá því að útvegsmönnum voru afhent fiskimiðin. Ég bíð spenntur eftir þeirri upptalingu. Það málamyndaveiðigjald sem lagt hefur verið á útgerðina var ekki lagt á að undangenginni umræðu eða í neinni sátt við þjóðina heldur voru það aðeins æfingar innan eins stjórnmálaflokks. Enda er það gjald hvergi tekið alvarlega heldur einfaldlega lækkað þegar LÍÚ fer fram á ölmusu úr hendi ríkisins líkt og var á árinu 2009. Aftur til fortíðar með nýju Verðlagsráði sjávarútvegsinsÓtrúlegt er að á árinu 2011 skuli vera til samtök sem telja sig vera þess umkomin að geta samið fyrir heila atvinnugrein um sama veiðigjald sem henti öllum fyrirtækjum innan hennar. Nokkurn veginn þannig var því farið þegar fiskverð var ákveðið af Verðlagsráði sjávarútvegsins. Í kjölfar flestra ákvarðana Verðlagsráðsins var svo gengi krónunnar fellt til að bjarga sjávarútvegsfyrirtækjunum. Hvernig halda menn að það verði ef „semja" á um verð á aflaheimildum? Afkoma fyrirtækja ræðst af aðstöðu þeirra en fyrst og fremst útsjónarsemi eigendanna. Þekking á greiðslugetu einstakra fyrirtækja er aðeins á færi fyrirtækjanna sjálfra og einfaldast að þau láti hana í ljósi með tilboðum á frjálsum markaði. LÍÚ neitaði upphaflega að taka þátt í því nefndarstarfi sem leiddi til niðurstöðu um tilboðsleiðina og einnig svokallaða samningaleið. Þeir sáu að sér og komu svo að því starfi og tóku þ.a.l. þátt í að þróa þessar tvær leiðir. Einfaldast er að spyrja eigandann, þjóðina sjálfa, hvora leiðina sem LÍÚ hjálpaði til við að þróa, þjóðin vill fara. Allt annað væri óeðlilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Sjá meira
Það muna e.t.v. ekki margir eftir því en vorið 2007 átti að setja ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Ákvæðið sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hugðist setja í stjórnarskrána hljóðaði svo: „Náttúrurauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign, þó þannig að gætt sé réttinda og lögaðila skv. 72.gr. Ber að nýta þær til hagsbóta þjóðinni, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Ekki skal þetta vera því til fyrirstöðu að einkaaðilum séu veittar heimildir til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum samkvæmt lögum." Þetta leyfðu stjórnmálamenn sér þá. Skyldi það vera samhljóða þessu, ákvæðið sem sömu flokkar vilja nú setja í stjórnarskrá? Orðalagið ber með sér að þar voru tæpast hugsjónamenn að setja á blað það sem þjóðinni var efst í huga heldur læðist að manni sá grunur að orðalagið hafi verið sótt eitthvert allt annað. Sátt þýðir að báðir aðilar gefa eftirÍ öllum deilum gildir að ef aðilar vilja sátt slá báðir af kröfum og mætast á miðri leið. Hagfræðingur LÍU fullyrti í grein hér í blaðinu í síðustu viku að samtök hans vildu raunverulega sátt um fiskveiðar, sem ég hafði áður dregið í efa. Svo hægt sé að staðreyna raunverulegan vilja LÍÚ til sáttar um veiðigjald ætti hann að telja upp þau atriði sem LÍU hefur verið reiðubúið að gefa eftir, allt frá því að útvegsmönnum voru afhent fiskimiðin. Ég bíð spenntur eftir þeirri upptalingu. Það málamyndaveiðigjald sem lagt hefur verið á útgerðina var ekki lagt á að undangenginni umræðu eða í neinni sátt við þjóðina heldur voru það aðeins æfingar innan eins stjórnmálaflokks. Enda er það gjald hvergi tekið alvarlega heldur einfaldlega lækkað þegar LÍÚ fer fram á ölmusu úr hendi ríkisins líkt og var á árinu 2009. Aftur til fortíðar með nýju Verðlagsráði sjávarútvegsinsÓtrúlegt er að á árinu 2011 skuli vera til samtök sem telja sig vera þess umkomin að geta samið fyrir heila atvinnugrein um sama veiðigjald sem henti öllum fyrirtækjum innan hennar. Nokkurn veginn þannig var því farið þegar fiskverð var ákveðið af Verðlagsráði sjávarútvegsins. Í kjölfar flestra ákvarðana Verðlagsráðsins var svo gengi krónunnar fellt til að bjarga sjávarútvegsfyrirtækjunum. Hvernig halda menn að það verði ef „semja" á um verð á aflaheimildum? Afkoma fyrirtækja ræðst af aðstöðu þeirra en fyrst og fremst útsjónarsemi eigendanna. Þekking á greiðslugetu einstakra fyrirtækja er aðeins á færi fyrirtækjanna sjálfra og einfaldast að þau láti hana í ljósi með tilboðum á frjálsum markaði. LÍÚ neitaði upphaflega að taka þátt í því nefndarstarfi sem leiddi til niðurstöðu um tilboðsleiðina og einnig svokallaða samningaleið. Þeir sáu að sér og komu svo að því starfi og tóku þ.a.l. þátt í að þróa þessar tvær leiðir. Einfaldast er að spyrja eigandann, þjóðina sjálfa, hvora leiðina sem LÍÚ hjálpaði til við að þróa, þjóðin vill fara. Allt annað væri óeðlilegt.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun