Hvernig á ákvæðið um þjóðareign að hljóða? Bolli Héðinsson skrifar 23. febrúar 2011 11:00 Það muna e.t.v. ekki margir eftir því en vorið 2007 átti að setja ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Ákvæðið sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hugðist setja í stjórnarskrána hljóðaði svo: „Náttúrurauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign, þó þannig að gætt sé réttinda og lögaðila skv. 72.gr. Ber að nýta þær til hagsbóta þjóðinni, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Ekki skal þetta vera því til fyrirstöðu að einkaaðilum séu veittar heimildir til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum samkvæmt lögum." Þetta leyfðu stjórnmálamenn sér þá. Skyldi það vera samhljóða þessu, ákvæðið sem sömu flokkar vilja nú setja í stjórnarskrá? Orðalagið ber með sér að þar voru tæpast hugsjónamenn að setja á blað það sem þjóðinni var efst í huga heldur læðist að manni sá grunur að orðalagið hafi verið sótt eitthvert allt annað. Sátt þýðir að báðir aðilar gefa eftirÍ öllum deilum gildir að ef aðilar vilja sátt slá báðir af kröfum og mætast á miðri leið. Hagfræðingur LÍU fullyrti í grein hér í blaðinu í síðustu viku að samtök hans vildu raunverulega sátt um fiskveiðar, sem ég hafði áður dregið í efa. Svo hægt sé að staðreyna raunverulegan vilja LÍÚ til sáttar um veiðigjald ætti hann að telja upp þau atriði sem LÍU hefur verið reiðubúið að gefa eftir, allt frá því að útvegsmönnum voru afhent fiskimiðin. Ég bíð spenntur eftir þeirri upptalingu. Það málamyndaveiðigjald sem lagt hefur verið á útgerðina var ekki lagt á að undangenginni umræðu eða í neinni sátt við þjóðina heldur voru það aðeins æfingar innan eins stjórnmálaflokks. Enda er það gjald hvergi tekið alvarlega heldur einfaldlega lækkað þegar LÍÚ fer fram á ölmusu úr hendi ríkisins líkt og var á árinu 2009. Aftur til fortíðar með nýju Verðlagsráði sjávarútvegsinsÓtrúlegt er að á árinu 2011 skuli vera til samtök sem telja sig vera þess umkomin að geta samið fyrir heila atvinnugrein um sama veiðigjald sem henti öllum fyrirtækjum innan hennar. Nokkurn veginn þannig var því farið þegar fiskverð var ákveðið af Verðlagsráði sjávarútvegsins. Í kjölfar flestra ákvarðana Verðlagsráðsins var svo gengi krónunnar fellt til að bjarga sjávarútvegsfyrirtækjunum. Hvernig halda menn að það verði ef „semja" á um verð á aflaheimildum? Afkoma fyrirtækja ræðst af aðstöðu þeirra en fyrst og fremst útsjónarsemi eigendanna. Þekking á greiðslugetu einstakra fyrirtækja er aðeins á færi fyrirtækjanna sjálfra og einfaldast að þau láti hana í ljósi með tilboðum á frjálsum markaði. LÍÚ neitaði upphaflega að taka þátt í því nefndarstarfi sem leiddi til niðurstöðu um tilboðsleiðina og einnig svokallaða samningaleið. Þeir sáu að sér og komu svo að því starfi og tóku þ.a.l. þátt í að þróa þessar tvær leiðir. Einfaldast er að spyrja eigandann, þjóðina sjálfa, hvora leiðina sem LÍÚ hjálpaði til við að þróa, þjóðin vill fara. Allt annað væri óeðlilegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Það muna e.t.v. ekki margir eftir því en vorið 2007 átti að setja ákvæði um þjóðareign á auðlindum í stjórnarskrá. Ákvæðið sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hugðist setja í stjórnarskrána hljóðaði svo: „Náttúrurauðlindir Íslands skulu vera þjóðareign, þó þannig að gætt sé réttinda og lögaðila skv. 72.gr. Ber að nýta þær til hagsbóta þjóðinni, eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Ekki skal þetta vera því til fyrirstöðu að einkaaðilum séu veittar heimildir til afnota eða hagnýtingar á þessum auðlindum samkvæmt lögum." Þetta leyfðu stjórnmálamenn sér þá. Skyldi það vera samhljóða þessu, ákvæðið sem sömu flokkar vilja nú setja í stjórnarskrá? Orðalagið ber með sér að þar voru tæpast hugsjónamenn að setja á blað það sem þjóðinni var efst í huga heldur læðist að manni sá grunur að orðalagið hafi verið sótt eitthvert allt annað. Sátt þýðir að báðir aðilar gefa eftirÍ öllum deilum gildir að ef aðilar vilja sátt slá báðir af kröfum og mætast á miðri leið. Hagfræðingur LÍU fullyrti í grein hér í blaðinu í síðustu viku að samtök hans vildu raunverulega sátt um fiskveiðar, sem ég hafði áður dregið í efa. Svo hægt sé að staðreyna raunverulegan vilja LÍÚ til sáttar um veiðigjald ætti hann að telja upp þau atriði sem LÍU hefur verið reiðubúið að gefa eftir, allt frá því að útvegsmönnum voru afhent fiskimiðin. Ég bíð spenntur eftir þeirri upptalingu. Það málamyndaveiðigjald sem lagt hefur verið á útgerðina var ekki lagt á að undangenginni umræðu eða í neinni sátt við þjóðina heldur voru það aðeins æfingar innan eins stjórnmálaflokks. Enda er það gjald hvergi tekið alvarlega heldur einfaldlega lækkað þegar LÍÚ fer fram á ölmusu úr hendi ríkisins líkt og var á árinu 2009. Aftur til fortíðar með nýju Verðlagsráði sjávarútvegsinsÓtrúlegt er að á árinu 2011 skuli vera til samtök sem telja sig vera þess umkomin að geta samið fyrir heila atvinnugrein um sama veiðigjald sem henti öllum fyrirtækjum innan hennar. Nokkurn veginn þannig var því farið þegar fiskverð var ákveðið af Verðlagsráði sjávarútvegsins. Í kjölfar flestra ákvarðana Verðlagsráðsins var svo gengi krónunnar fellt til að bjarga sjávarútvegsfyrirtækjunum. Hvernig halda menn að það verði ef „semja" á um verð á aflaheimildum? Afkoma fyrirtækja ræðst af aðstöðu þeirra en fyrst og fremst útsjónarsemi eigendanna. Þekking á greiðslugetu einstakra fyrirtækja er aðeins á færi fyrirtækjanna sjálfra og einfaldast að þau láti hana í ljósi með tilboðum á frjálsum markaði. LÍÚ neitaði upphaflega að taka þátt í því nefndarstarfi sem leiddi til niðurstöðu um tilboðsleiðina og einnig svokallaða samningaleið. Þeir sáu að sér og komu svo að því starfi og tóku þ.a.l. þátt í að þróa þessar tvær leiðir. Einfaldast er að spyrja eigandann, þjóðina sjálfa, hvora leiðina sem LÍÚ hjálpaði til við að þróa, þjóðin vill fara. Allt annað væri óeðlilegt.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar