Segir þrjá kosti í stöðunni eftir skipunina 5. apríl 2011 05:00 Sigríður Friðjónsdóttir landsdómur saksóknari vararíkissaksóknari geyma í safni Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði í gær Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, í embætti ríkissaksóknara. Sigríður hefur undanfarið verið í leyfi frá starfi sínu sem vararíkissaksóknari. Sigríður segir að nú séu þrír kostir í stöðunni. Sá fyrsti sé að hún segi sig frá máli Alþingis á hendur Geir H. Haarde. „En það er nú kannski ekkert einfalt því ég er kosin í þetta starf. Það er talað um það í lögunum að það skuli kosinn varasaksóknari og hann á að taka við ef maður forfallast, en það er ekki hægt að segja að maður forfallist ef maður fær nýtt starf,“ útskýrir Sigríður. Auk þess sé hún komin á kaf í málið og því sé kannski ekki gott að yfirgefa það núna. Annar kosturinn sé að setja annan ríkissaksóknara tímabundið þangað til málarekstrinum fyrir landsdómi sé lokið. „En auðvitað vil ég sjálf koma að þessu sem allra fyrst. Það er margt sem þarf að gera.“ Þriðji kosturinn sé að hún sinni störfunum einfaldlega samhliða. Málið gegn Geir sé bara eitt mál sem hún hafi tekið að sér og það sé algengt að fólk sinni aukaverkum með aðalstarfi. „Það er spurning hvort það horfir eitthvað öðruvísi við með þetta mál. Ég þarf að fara yfir það með fleirum en sjálfri mér,“ segir hún. Sigríður ræddi í gær við Atla Gíslason, formann þingmannanefndarinnar, sem er henni til halds og trausts, og hann bjóst við að kalla nefndina saman og fá Sigríði á fundinn til að ræða stöðuna. Sigríður segir að málareksturinn fyrir landsdómi þurfi ekki að taka nema nokkrar vikur eftir að ákæran verði gefin út, sem verði vonandi fyrir páska.- sh Landsdómur Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra skipaði í gær Sigríði J. Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, í embætti ríkissaksóknara. Sigríður hefur undanfarið verið í leyfi frá starfi sínu sem vararíkissaksóknari. Sigríður segir að nú séu þrír kostir í stöðunni. Sá fyrsti sé að hún segi sig frá máli Alþingis á hendur Geir H. Haarde. „En það er nú kannski ekkert einfalt því ég er kosin í þetta starf. Það er talað um það í lögunum að það skuli kosinn varasaksóknari og hann á að taka við ef maður forfallast, en það er ekki hægt að segja að maður forfallist ef maður fær nýtt starf,“ útskýrir Sigríður. Auk þess sé hún komin á kaf í málið og því sé kannski ekki gott að yfirgefa það núna. Annar kosturinn sé að setja annan ríkissaksóknara tímabundið þangað til málarekstrinum fyrir landsdómi sé lokið. „En auðvitað vil ég sjálf koma að þessu sem allra fyrst. Það er margt sem þarf að gera.“ Þriðji kosturinn sé að hún sinni störfunum einfaldlega samhliða. Málið gegn Geir sé bara eitt mál sem hún hafi tekið að sér og það sé algengt að fólk sinni aukaverkum með aðalstarfi. „Það er spurning hvort það horfir eitthvað öðruvísi við með þetta mál. Ég þarf að fara yfir það með fleirum en sjálfri mér,“ segir hún. Sigríður ræddi í gær við Atla Gíslason, formann þingmannanefndarinnar, sem er henni til halds og trausts, og hann bjóst við að kalla nefndina saman og fá Sigríði á fundinn til að ræða stöðuna. Sigríður segir að málareksturinn fyrir landsdómi þurfi ekki að taka nema nokkrar vikur eftir að ákæran verði gefin út, sem verði vonandi fyrir páska.- sh
Landsdómur Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Bandaríkin muni semja Innlent Fleiri fréttir Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Sjá meira