Ég segi já Helgi Áss Grétarsson skrifar 7. apríl 2011 06:00 Haustið 2008 inntu bresk og hollensk stjórnvöld af hendi tilteknar greiðslur til þeirra sem áttu innstæður á Icesave–reikningunum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Síðan þá hafa bresk og hollensk stjórnvöld viljað að íslenska ríkið ábyrgist endurgreiðslu fjármuna sem nema svokölluðum lágmarksinnstæðutryggingum. Um þessar kröfur á hendur íslenska ríkinu hafa staðið langvinnar deilur. Endurgreiðslukrafa hollenska ríkisins á hendur þess íslenska getur m.a. verið reist á minnisblaði (Memorandum of Understanding) sem ritað var undir hinn 11. október 2008 af fulltrúum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, íslenskra stjórnvalda og hollenskra stjórnvalda. Orðalag minnisblaðsins er ótvírætt um skyldu íslenska ríkisins að ábyrgjast greiðslu lágmarksinnstæðutrygginga. Engir fyrirvarar voru gerðir um þessa skyldu íslenska ríkisins. Þrátt fyrir þetta er óvíst að efni minnisblaðsins sé skuldbindandi að lögum. Líta verður til þess að bæði fyrir hrun og í kjölfar þess gáfu yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda undir fótinn að þau myndu styðja við bakið á íslenska tryggingarsjóðnum þannig að lágmarksinnstæðutryggingar væru tryggðar með ríkisábyrgð. Þetta er til þess fallið að veikja málstað Íslands. Ég tel þó nokkrar líkur á því að EFTA–dómstóllinn fallist á að Íslandi beri skylda til að greiða lágmarksinnstæðutryggingarnar þar eð öndverð niðurstaða myndi grafa undan virkni reglna um efnið. Þetta mat mitt byggir m.a. á þeirri „dínamísku“ túlkunarhefð sem höfð er til hliðsjónar í Evrópurétti. Áhættuna af dómstólaleiðinni verður jafnframt að meta með hliðsjón af möguleikum Íslands að eiga farsæl samskipti við önnur ríki. Að leysa þetta mál með samningum sparar tíma og orku sem aftur getur aukið líkur á að íslenskt atvinnulíf nái viðspyrnu. Nú liggja fyrir samningsdrög við bresk og hollensk stjórnvöld í Icesave–málinu þar sem vaxtafótur, greiðslukjör og aðrir skilmálar eru íslenska ríkinu mun hagfelldari en boðið var upp á í eldri samningum. Áætlaður kostnaður íslenska ríkisins af þessari lausn málsins er ásættanlegur í samanburði við þá áhættu sem ella væri tekin. Með hliðsjón af ofangreindu segi ég já í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2008 inntu bresk og hollensk stjórnvöld af hendi tilteknar greiðslur til þeirra sem áttu innstæður á Icesave–reikningunum í útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi. Síðan þá hafa bresk og hollensk stjórnvöld viljað að íslenska ríkið ábyrgist endurgreiðslu fjármuna sem nema svokölluðum lágmarksinnstæðutryggingum. Um þessar kröfur á hendur íslenska ríkinu hafa staðið langvinnar deilur. Endurgreiðslukrafa hollenska ríkisins á hendur þess íslenska getur m.a. verið reist á minnisblaði (Memorandum of Understanding) sem ritað var undir hinn 11. október 2008 af fulltrúum Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, íslenskra stjórnvalda og hollenskra stjórnvalda. Orðalag minnisblaðsins er ótvírætt um skyldu íslenska ríkisins að ábyrgjast greiðslu lágmarksinnstæðutrygginga. Engir fyrirvarar voru gerðir um þessa skyldu íslenska ríkisins. Þrátt fyrir þetta er óvíst að efni minnisblaðsins sé skuldbindandi að lögum. Líta verður til þess að bæði fyrir hrun og í kjölfar þess gáfu yfirlýsingar íslenskra stjórnvalda undir fótinn að þau myndu styðja við bakið á íslenska tryggingarsjóðnum þannig að lágmarksinnstæðutryggingar væru tryggðar með ríkisábyrgð. Þetta er til þess fallið að veikja málstað Íslands. Ég tel þó nokkrar líkur á því að EFTA–dómstóllinn fallist á að Íslandi beri skylda til að greiða lágmarksinnstæðutryggingarnar þar eð öndverð niðurstaða myndi grafa undan virkni reglna um efnið. Þetta mat mitt byggir m.a. á þeirri „dínamísku“ túlkunarhefð sem höfð er til hliðsjónar í Evrópurétti. Áhættuna af dómstólaleiðinni verður jafnframt að meta með hliðsjón af möguleikum Íslands að eiga farsæl samskipti við önnur ríki. Að leysa þetta mál með samningum sparar tíma og orku sem aftur getur aukið líkur á að íslenskt atvinnulíf nái viðspyrnu. Nú liggja fyrir samningsdrög við bresk og hollensk stjórnvöld í Icesave–málinu þar sem vaxtafótur, greiðslukjör og aðrir skilmálar eru íslenska ríkinu mun hagfelldari en boðið var upp á í eldri samningum. Áætlaður kostnaður íslenska ríkisins af þessari lausn málsins er ásættanlegur í samanburði við þá áhættu sem ella væri tekin. Með hliðsjón af ofangreindu segi ég já í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun