Skoðun

Nei á morgun framlengir líf ríkisstjórnarinnar

Tryggvi Þór Herbertsson skrifar
Undanfarna daga hef ég skrifað nokkrar greinar um hagfræðilega afleiðingar þess að segja Nei í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun. Það er mín staðfasta trú að efnahagslegar afleiðingar þess geti orðið skelfilegar. Í dag ætla ég að skrifa um pólitíkina í því að segja nei.



Svo virðist vera sem margir Íslendingar ætli sér á kjörstað á morgun til að fella ríkisstjórnina. Það virðist sveima yfir vötnunum sá grundvallarmisskilningur að með því að kjósa á móti Icesave-samningnum sé verið að veikja ríkisstjórnina – hún muni hrekjast frá völdum.



Stjórnin hefur nú um tveggja ára skeið reynt að breiða yfir vanmátt sinn gagnvart því verkefni að koma efnahagslífinu af stað, vinna bug á atvinnuleysinu og ná stjórn á ríkisfjármálum með því að benda á að Icesave-málið sé óleyst. Framan af féllu margir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar í þá gryfju að trúa þessum áróðri og sættu sig við aðgerðaleysið. Margir hafa þó náð áttum eins og marka má af dvínandi stuðningi við ríkisstjórnina.



Ef Icesave-samningurinn verður felldur á morgun mun það þjappa stjórnarflokkunum saman og þeir munu áfram nota Iceasave sem fjarvistarsönnun fyrir því aðgerðaleysi sínu. Ef við viljum losna við ríkisstjórnina látum þá kné fylgja kviði og segjum já í kosningunum á morgun. Þá stendur ríkisstjórnin á berangri – hún hefur þá ekki lengur skjól af óleystu Icesave-máli.




Skoðun

Skoðun

Þöggun

Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar

Sjá meira


×