Skynsemi eða tilfinningar? Gylfi Zoëga skrifar 8. apríl 2011 08:00 Samninganefnd Íslands undir forystu Lee Buchheit hefur fært sterk rök fyrir því að Íslendingar staðfesti nýgerðan samning um ríkistryggingu á skuldbindingum innlánatryggingasjóðs í stað þess að hætta á málaferli. Höfnun samningsins mun tefja fyrir aðgengi íslenska ríkisins og innlendra stofnana að erlendu lánsfé sem er nauðsynlegt til þess að Ísland geti staðið á eigin fótum án aðstoðar Norðurlanda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Væntanlegur kostnaður við samninginn er metinn á 30 milljarða króna sem er álíka upphæð og kostnaður við byggingu tónlistarhússins í Reykjavík eða sem svarar tíu vikna sparnaði þjóðarinnar um þessar mundir. Til þess að mæta óvissu um endanlegar byrðar ríkissjóðs er samningurinn sérstaklega gerður með það í huga að greiðslubyrðin verði ekki of mikil. Á móti mæla þau tilfinningarök að ekki eigi að greiða skuldir eigenda Landsbankans. En þá gleymist að féð sem bankarnir dældu inn í íslenska hagkerfið skilaði sér í stóraukinni fjármunaeign, betri skuldastöðu ríkissjóðs og góðum lífskjörum árin fyrir 2008. Eftir standa ný borgar hverfi, vegir og sundlaugar sem erlendir kröfuhafar munu að verulegu leyti á endanum bera kostnað af. Það vill svo til að þeir sem ganga lengst í að mæla gegn samþykki samningsins eru margir hverjir sömu aðilar og gáfu ríkisbankana ævintýramönnum og leyfðu þeim að skuldsetja sig svo mikið að tjón erlendra aðila vegna falls þeirra nemur yfir 7000 milljörðum króna sem er hærri upphæð en núvirt verðmæti fiskafla á Íslandsmiðum um alla framtíð margfölduð með þremur. Með því að samþykkja samninginn er ekki verið að greiða skuldir þessara óreiðumanna heldur að tryggja að það tjón sem þeir ollu erlendum innstæðueigendum umfram íslenska verði bætt. Svo endurreisn efnahagslífsins geti haldið áfram í friði við nágranna okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Samninganefnd Íslands undir forystu Lee Buchheit hefur fært sterk rök fyrir því að Íslendingar staðfesti nýgerðan samning um ríkistryggingu á skuldbindingum innlánatryggingasjóðs í stað þess að hætta á málaferli. Höfnun samningsins mun tefja fyrir aðgengi íslenska ríkisins og innlendra stofnana að erlendu lánsfé sem er nauðsynlegt til þess að Ísland geti staðið á eigin fótum án aðstoðar Norðurlanda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Væntanlegur kostnaður við samninginn er metinn á 30 milljarða króna sem er álíka upphæð og kostnaður við byggingu tónlistarhússins í Reykjavík eða sem svarar tíu vikna sparnaði þjóðarinnar um þessar mundir. Til þess að mæta óvissu um endanlegar byrðar ríkissjóðs er samningurinn sérstaklega gerður með það í huga að greiðslubyrðin verði ekki of mikil. Á móti mæla þau tilfinningarök að ekki eigi að greiða skuldir eigenda Landsbankans. En þá gleymist að féð sem bankarnir dældu inn í íslenska hagkerfið skilaði sér í stóraukinni fjármunaeign, betri skuldastöðu ríkissjóðs og góðum lífskjörum árin fyrir 2008. Eftir standa ný borgar hverfi, vegir og sundlaugar sem erlendir kröfuhafar munu að verulegu leyti á endanum bera kostnað af. Það vill svo til að þeir sem ganga lengst í að mæla gegn samþykki samningsins eru margir hverjir sömu aðilar og gáfu ríkisbankana ævintýramönnum og leyfðu þeim að skuldsetja sig svo mikið að tjón erlendra aðila vegna falls þeirra nemur yfir 7000 milljörðum króna sem er hærri upphæð en núvirt verðmæti fiskafla á Íslandsmiðum um alla framtíð margfölduð með þremur. Með því að samþykkja samninginn er ekki verið að greiða skuldir þessara óreiðumanna heldur að tryggja að það tjón sem þeir ollu erlendum innstæðueigendum umfram íslenska verði bætt. Svo endurreisn efnahagslífsins geti haldið áfram í friði við nágranna okkar.
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar