Skynsamlegast að semja Árni Helgason skrifar 8. apríl 2011 07:00 Innistæðueigendur eru í senn mikilvægustu og minnst upplýstu viðskiptavinir fjármálakerfisins hverju sinni og enn fremur fjölmennasti hópurinn. Reglur um vernd innistæðna eru til staðar í nánast öllum ríkjum með þróað fjármálakerfi og miða bæði að því að tryggja öryggi fjármálakerfisins, sem innistæðueigendur eiga alla jafna erfitt með að kynna sér, og leggja mat á upplýsingar um viðskiptabanka sinn. Bandaríkin voru eitt fyrsta ríkið til að koma á fót opinberri vernd fyrir innistæðutryggingar í kjölfar kreppunnar miklu. Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar urðu til reglur hjá ESB (þá EB) sem skylduðu aðildarríki til að taka upp eða aðlaga reglur um innistæðuvernd. Þetta tók til Íslands í kjölfar inngöngu í EES og uppfylltum við þessa skyldu með því að setja ákvæði í lög nr. 113/1996 og síðar í lög nr. 98/1999. Á móti hafa innistæður verið settar aftarlega í réttindaröð samkvæmt lögum um gjaldþrot fjármálafyrirtækja þannig að ólíklegt gat talist að innistæðueigendur fengju eitthvað upp í sínar kröfur. Þarna á milli var augljóst samhengi, þ.e. tilvist Tryggingarsjóðsins og vernd innistæðueigendanna gerði það að verkum að unnt var að hafa kröfuna aftar í réttindaröðinni án þess að draga úr þeirri vernd sem innistæður áttu að njóta. Sjóðirnir þoldu lítiðLykilspurningunni var þó ósvarað, þ.e. hve víðtæk var ábyrgðin fyrir aðildarríkin? Kerfið virtist byggja á því að vona það besta, þannig að á þetta myndi aðeins reyna í þeim tilfellum ef litlar einingar, t.d. sparisjóðir, færu á hausinn. Í umfjöllun í Peningamálum 2005 kemur fram að samkvæmt grófum útreikningum hafi heildareignir Tryggingarsjóðsins verið um 4,5 milljarðar en upphæð innistæðna á bilinu 145-252 milljarðar króna og er þetta áður en hin mikla innlánasöfnun bankakerfisins hófst á árunum 2006-8. Sama staða var uppi í Evrópu en í skýrslu á vegum framkvæmdastjórnar ESB frá maí 2008 kom einnig fram að tryggingarkerfin einkum við afmörkuð áföll minni fjármálastofnana. Þegar það svo gerðist sem enginn átti von á, að fjármálakerfið fór nánast í heild sinni á nokkrum dögum, vaknaði spurningin um umfang ábyrgðarinnar. Ábyrgð ríkisinsOrðalag tilskipunar ESB og laganna sem sett voru hér á landi má túlka á ýmsa vegu. Í aðfaraorðum tilskipunarinnar segir að hún geti ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innistæðueigendum ef þau hafi séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innistæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun. Því hefur verið haldið fram að íslenska ríkið hafi fullnægt skyldu sinni gagnvart tilskipuninni með því einu að setja upp slíkt tryggingarkerfi. Þá má hins vegar velta því upp hvort aðildarríkjunum sé í sjálfsvald sett hve lágt hlutfall innistæðna hverju sinni sé tryggt samkvæmt þessu kerfi. Hefði það getað verið enn lægra en raunin var? Lán ef eignir hrökkva ekki tilAugljóslega gátu aðildarríkin ekki útfært sín tryggingarkerfi hvernig sem er, enda hefðu þau þar með verið að brjóta gegn þeim markmiðum tilskipunarinnar að veita innistæðueigendum vernd. Aðfaraorð tilskipunarinnar fela í sér að tryggingarkerfið verður að standa undir þeim bótum sem kveðið er á um. Ályktunin um að tómur tryggingarsjóður þýði enga ábyrgð stenst líka illa ákvæði laga nr. 98/1999, sem kveða á um hvernig fara skuli með ef eignir sjóðsins hrökkva ekki til en sjóðnum er veitt heimild til lántöku. Því var ítrekað lýst yfir af sjóðnum sjálfum og stjórnvöldum í aðdraganda hrunsins að þessi heimild yrði nýtt og gaf ríkisstjórnin út sérstaka yfirlýsingu þess efnis. Því er sú túlkun að mínu mati hæpin að á íslenska ríkinu hvíli ekki lagaskylda umfram það að setja upp tryggingarsjóð. Þegar efnahagshrunið dundi yfir í októberbyrjun 2008 var staðan sem sagt sú að ef ekkert hefði verið að gert hefði vernd innistæðueigenda verið sama og engin. Kröfur þeirra, jafnt í íslenskum sem erlendum útibúum, hefðu endað aftarlega í skiptameðferð bankanna og lítið sem ekkert fengist úr Tryggingarsjóðnum. Viðbrögð fólu í sér mismununViðbrögð ríkisstjórnarinnar voru þau að tryggja innistæður í útibúum á Íslandi en ekki erlendis og að færa íslenskar innistæður yfir í nýja banka. Íslenskir innistæðueigendur voru með öðrum orðum ekki settir í þá stöðu að þurfa að sækja innistæður sínar í skiptameðferð gömlu bankanna eða til tryggingarsjóðsins. Því má velta fyrir sér hvaða pólitísku afleiðingar hin leiðin hefði haft, þ.e. að láta íslenska innistæðueigendur taka höggið, og hvort ákallið um að almenningur borgi ekki skuldir einkaaðila hefði fengið mikinn hljómgrunn í því tilfelli. Aðgerðirnar fólu í sér mismunun gagnvart reglum EES-réttarins. Erfitt dómsmálÝmsir telja það ekkert vandamál þótt dómstóll kæmist að þeirri niðurstöðu að mismunun hefði átt sér stað. Það er sérkennileg niðurstaða þar sem slíkur dómur, t.d. fyrir EFTA-dómstólnum, gæti verið grundvöllur að skaðabótamáli gagnvart íslenska ríkinu. Þegar allt þetta er tekið saman, þ.e. þær skyldur sem hvíldu á íslenska ríkinu samkvæmt Evróputilskipuninni og sú mismunun sem fólst í aðgerðum íslenska ríkisins við að verja innistæður í október 2008, er hæpið að tala á þann veg að við séum með unnið mál fyrir dómstólum. Miklu nær er að telja að við ættum mjög á brattann að sækja. Samningurinn sem er á borðinu er betri en sá fyrri en þó ekki eins og best verður á kosið, enda eru töluverðir áhættuþættir innbyggðir í samninginn. Allar horfur með þessi atriði eru þó jákvæðar og í öllum samningum felst að báðir aðilar gefa eftir af sínum ítrustu kröfum. Þá eru vitaskuld hagsmunir í því fólgnir fyrir Ísland að klára þetta mál. Ég ætla því að segja já í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Innistæðueigendur eru í senn mikilvægustu og minnst upplýstu viðskiptavinir fjármálakerfisins hverju sinni og enn fremur fjölmennasti hópurinn. Reglur um vernd innistæðna eru til staðar í nánast öllum ríkjum með þróað fjármálakerfi og miða bæði að því að tryggja öryggi fjármálakerfisins, sem innistæðueigendur eiga alla jafna erfitt með að kynna sér, og leggja mat á upplýsingar um viðskiptabanka sinn. Bandaríkin voru eitt fyrsta ríkið til að koma á fót opinberri vernd fyrir innistæðutryggingar í kjölfar kreppunnar miklu. Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar urðu til reglur hjá ESB (þá EB) sem skylduðu aðildarríki til að taka upp eða aðlaga reglur um innistæðuvernd. Þetta tók til Íslands í kjölfar inngöngu í EES og uppfylltum við þessa skyldu með því að setja ákvæði í lög nr. 113/1996 og síðar í lög nr. 98/1999. Á móti hafa innistæður verið settar aftarlega í réttindaröð samkvæmt lögum um gjaldþrot fjármálafyrirtækja þannig að ólíklegt gat talist að innistæðueigendur fengju eitthvað upp í sínar kröfur. Þarna á milli var augljóst samhengi, þ.e. tilvist Tryggingarsjóðsins og vernd innistæðueigendanna gerði það að verkum að unnt var að hafa kröfuna aftar í réttindaröðinni án þess að draga úr þeirri vernd sem innistæður áttu að njóta. Sjóðirnir þoldu lítiðLykilspurningunni var þó ósvarað, þ.e. hve víðtæk var ábyrgðin fyrir aðildarríkin? Kerfið virtist byggja á því að vona það besta, þannig að á þetta myndi aðeins reyna í þeim tilfellum ef litlar einingar, t.d. sparisjóðir, færu á hausinn. Í umfjöllun í Peningamálum 2005 kemur fram að samkvæmt grófum útreikningum hafi heildareignir Tryggingarsjóðsins verið um 4,5 milljarðar en upphæð innistæðna á bilinu 145-252 milljarðar króna og er þetta áður en hin mikla innlánasöfnun bankakerfisins hófst á árunum 2006-8. Sama staða var uppi í Evrópu en í skýrslu á vegum framkvæmdastjórnar ESB frá maí 2008 kom einnig fram að tryggingarkerfin einkum við afmörkuð áföll minni fjármálastofnana. Þegar það svo gerðist sem enginn átti von á, að fjármálakerfið fór nánast í heild sinni á nokkrum dögum, vaknaði spurningin um umfang ábyrgðarinnar. Ábyrgð ríkisinsOrðalag tilskipunar ESB og laganna sem sett voru hér á landi má túlka á ýmsa vegu. Í aðfaraorðum tilskipunarinnar segir að hún geti ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld þeirra ábyrg gagnvart innistæðueigendum ef þau hafi séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar sjálfar og tryggja að innistæðueigendur fái bætur og tryggingu í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun. Því hefur verið haldið fram að íslenska ríkið hafi fullnægt skyldu sinni gagnvart tilskipuninni með því einu að setja upp slíkt tryggingarkerfi. Þá má hins vegar velta því upp hvort aðildarríkjunum sé í sjálfsvald sett hve lágt hlutfall innistæðna hverju sinni sé tryggt samkvæmt þessu kerfi. Hefði það getað verið enn lægra en raunin var? Lán ef eignir hrökkva ekki tilAugljóslega gátu aðildarríkin ekki útfært sín tryggingarkerfi hvernig sem er, enda hefðu þau þar með verið að brjóta gegn þeim markmiðum tilskipunarinnar að veita innistæðueigendum vernd. Aðfaraorð tilskipunarinnar fela í sér að tryggingarkerfið verður að standa undir þeim bótum sem kveðið er á um. Ályktunin um að tómur tryggingarsjóður þýði enga ábyrgð stenst líka illa ákvæði laga nr. 98/1999, sem kveða á um hvernig fara skuli með ef eignir sjóðsins hrökkva ekki til en sjóðnum er veitt heimild til lántöku. Því var ítrekað lýst yfir af sjóðnum sjálfum og stjórnvöldum í aðdraganda hrunsins að þessi heimild yrði nýtt og gaf ríkisstjórnin út sérstaka yfirlýsingu þess efnis. Því er sú túlkun að mínu mati hæpin að á íslenska ríkinu hvíli ekki lagaskylda umfram það að setja upp tryggingarsjóð. Þegar efnahagshrunið dundi yfir í októberbyrjun 2008 var staðan sem sagt sú að ef ekkert hefði verið að gert hefði vernd innistæðueigenda verið sama og engin. Kröfur þeirra, jafnt í íslenskum sem erlendum útibúum, hefðu endað aftarlega í skiptameðferð bankanna og lítið sem ekkert fengist úr Tryggingarsjóðnum. Viðbrögð fólu í sér mismununViðbrögð ríkisstjórnarinnar voru þau að tryggja innistæður í útibúum á Íslandi en ekki erlendis og að færa íslenskar innistæður yfir í nýja banka. Íslenskir innistæðueigendur voru með öðrum orðum ekki settir í þá stöðu að þurfa að sækja innistæður sínar í skiptameðferð gömlu bankanna eða til tryggingarsjóðsins. Því má velta fyrir sér hvaða pólitísku afleiðingar hin leiðin hefði haft, þ.e. að láta íslenska innistæðueigendur taka höggið, og hvort ákallið um að almenningur borgi ekki skuldir einkaaðila hefði fengið mikinn hljómgrunn í því tilfelli. Aðgerðirnar fólu í sér mismunun gagnvart reglum EES-réttarins. Erfitt dómsmálÝmsir telja það ekkert vandamál þótt dómstóll kæmist að þeirri niðurstöðu að mismunun hefði átt sér stað. Það er sérkennileg niðurstaða þar sem slíkur dómur, t.d. fyrir EFTA-dómstólnum, gæti verið grundvöllur að skaðabótamáli gagnvart íslenska ríkinu. Þegar allt þetta er tekið saman, þ.e. þær skyldur sem hvíldu á íslenska ríkinu samkvæmt Evróputilskipuninni og sú mismunun sem fólst í aðgerðum íslenska ríkisins við að verja innistæður í október 2008, er hæpið að tala á þann veg að við séum með unnið mál fyrir dómstólum. Miklu nær er að telja að við ættum mjög á brattann að sækja. Samningurinn sem er á borðinu er betri en sá fyrri en þó ekki eins og best verður á kosið, enda eru töluverðir áhættuþættir innbyggðir í samninginn. Allar horfur með þessi atriði eru þó jákvæðar og í öllum samningum felst að báðir aðilar gefa eftir af sínum ítrustu kröfum. Þá eru vitaskuld hagsmunir í því fólgnir fyrir Ísland að klára þetta mál. Ég ætla því að segja já í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun