Matvæli eru 36% dýrari en í fyrra 15. apríl 2011 08:00 Robert Zoellick bregst við spurningum blaðamanna í Washington í gær. NOrdicphotos/AFP Þrátt fyrir að það sjái til lands í kreppu fjármála- og efnahagslífs stendur heimurinn frammi fyrir nýjum áhættuþáttum og erfiðum breytingum, segir Robert Zoellick, forseti Alþjóðabankans. Í opnunarræðu sinni á vorfundi bankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í gær benti Zoellick á hátt og sveiflukennt matvælaverð, hátt eldsneytisverð með hliðaráhrifum til hækkunar á matvælaverði, pólitískan óstöðugleika í Miðausturlöndum og Norður-Arfíku. Eins nefndi hann upplausnarástandið á Fílabeinsströndinni, endurteknar náttúruhamfarir, hækkandi verðbólgu í nýmarkaðsríkjum með hættu á ofhitnun og skuldavanda ríkja Evrópu. Zoellick lagði sérstaka áherslu á þann vanda sem hækkandi matvælaverð ylli og sagði þjóðir heims verða að vera samstíga í að taka á þeim vanda, hvort sem það tæki hálft ár, heilt eða tvö. „Matvælaverð er 36 prósentum yfir því sem var fyrir ári og stendur nærri sveiflunni árið 2008,“ benti Zoellick á og kvað 44 milljónir manna hafa orðið fátækt að bráð síðan í júní í fyrra. „Ef vísitala matvælaverðs hækkar um 10 prósent í viðbót teljum við að 10 milljónir manna til viðbótar verði sárri fátækt að bráð, en þá hefur fólk ekki nema 1,25 dali til að lifa af á dag,“ sagði Zoellick og fagnaði því sérstaklega að Frakkar geri matvæli að höfuðmálefni 20 helstu iðnríkja (G20) í formennskutíð sinni í þeim hópi.- óká Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þrátt fyrir að það sjái til lands í kreppu fjármála- og efnahagslífs stendur heimurinn frammi fyrir nýjum áhættuþáttum og erfiðum breytingum, segir Robert Zoellick, forseti Alþjóðabankans. Í opnunarræðu sinni á vorfundi bankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í gær benti Zoellick á hátt og sveiflukennt matvælaverð, hátt eldsneytisverð með hliðaráhrifum til hækkunar á matvælaverði, pólitískan óstöðugleika í Miðausturlöndum og Norður-Arfíku. Eins nefndi hann upplausnarástandið á Fílabeinsströndinni, endurteknar náttúruhamfarir, hækkandi verðbólgu í nýmarkaðsríkjum með hættu á ofhitnun og skuldavanda ríkja Evrópu. Zoellick lagði sérstaka áherslu á þann vanda sem hækkandi matvælaverð ylli og sagði þjóðir heims verða að vera samstíga í að taka á þeim vanda, hvort sem það tæki hálft ár, heilt eða tvö. „Matvælaverð er 36 prósentum yfir því sem var fyrir ári og stendur nærri sveiflunni árið 2008,“ benti Zoellick á og kvað 44 milljónir manna hafa orðið fátækt að bráð síðan í júní í fyrra. „Ef vísitala matvælaverðs hækkar um 10 prósent í viðbót teljum við að 10 milljónir manna til viðbótar verði sárri fátækt að bráð, en þá hefur fólk ekki nema 1,25 dali til að lifa af á dag,“ sagði Zoellick og fagnaði því sérstaklega að Frakkar geri matvæli að höfuðmálefni 20 helstu iðnríkja (G20) í formennskutíð sinni í þeim hópi.- óká
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira