Sem betur fer Svavar Gestsson skrifar 15. apríl 2011 07:00 Sem betur fer – eða hvað? – virðast allir hafa gleymt þessu: Á árunum fyrir 1960 var kannað hvernig unnt væri að koma fyrir litlu kjarnorkuveri til orkuframleiðslu í Vestmannaeyjum. Um var að ræða kjarnorkuver með 26,2 megavatta varmaafli eða 5,6 megavatta rafafli. Þetta tæki átti að nýta létt vatn og auðgað úraníum svipað og er í orkuverunum í Japan, sem eru að nokkru leyti komin vel til ára sinna. Hugmyndin var að nota varmaaflið fyrir hitaveitu þegar rafaflið væri ekki að fullu nýtt. Rafmagnsveitur ríkisins skoðuðu málið sérstaklega. Vinna var líka á borðum Kjarnfræðanefndar en hún var stofnuð 1956 eftir Genfarfundinn um friðsamlega notkun kjarnorku 1955. Björn Kristinsson, rafmagnsverkfræðingur, þá framkvæmdastjóri nefndarinnar og seinna prófessor við Háskóla Íslands, vann greinargerð fyrir nefndina um orkuverið. Nefndin var lögð niður 1964. Hugsanleg áhrif vetnissamruna (kjarnasamruna) á íslenskt efnahagslíf voru rædd í fullri alvöru á þessum árum. Menn trúðu á tímabili að stillanlegur vetnissamruni væri rétt handan við hornið. Þetta gat þýtt að best væri að koma innlendri orku í verð áður en það yrði of seint og hafði bein áhrif á orkusölu til stóriðjunnar. Og viðhorf til raforkuverðs. Í umræðunum um orkuverð til álversins í Straumsvík tókust á nokkur meginsjónarmið. Áhersla var lögð á að nauðsynlegt væri að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið eins og það var kallað. Talið var að efnahagslífið væri of veikt með því að treysta á sjávarútveginn einan. Var mikið til í því. Sumir bentu reyndar á möguleika ferðaþjónustunnar. Það voru ekki talin veigamikil rök á þeirri tíð. Nú er ferðaþjónustan að rísa yfir allar aðrar atvinnugreinar í gjaldeyrisöflun. Andstæðingar stóriðjuversins á sjöunda áratugnum voru hins vegar ekki á móti stóriðjunni sem slíkri heldur í fyrsta lagi allt of lágu orkuverði til álversins og í öðru lagi báru einhverjir – en fáir – fram umhverfisrök; álverið mengar. Og í þriðja lagi voru margir andvígir álverinu af því að það var og er í eigu útlendinga. Sú röksemd heyrist sjaldan nú orðið. En hinar eru áfram á sínum stað. Sú sem snýr að orkuverðinu hefur hins vegar orðið örlagaríkust. Verðið fyrir raforkuna á Íslandi hefur verið allt of lágt. Það er enn allt of lágt. Sú staðreynd á að nokkru leyti rætur að rekja til þess að einhverjir töldu að kjarnorkan væri að koma; að hún myndi eftir skamma stund gera íslensku orkulindirnar verðlausar. Sem betur fer urðu þeir ekki sannspáir sem héldu slíku fram. Kjarnorkuver í Vestmannaeyjum varð aldrei til nema á fáeinum minnisblöðum. Þetta kjarnorkuver hefði aldrei orðið neitt í samanburði við þau sem seinna urðu til um allan heim. En Íslendingar könnuðu þessa slóð. Minnisblöðin eru til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Sem betur fer – eða hvað? – virðast allir hafa gleymt þessu: Á árunum fyrir 1960 var kannað hvernig unnt væri að koma fyrir litlu kjarnorkuveri til orkuframleiðslu í Vestmannaeyjum. Um var að ræða kjarnorkuver með 26,2 megavatta varmaafli eða 5,6 megavatta rafafli. Þetta tæki átti að nýta létt vatn og auðgað úraníum svipað og er í orkuverunum í Japan, sem eru að nokkru leyti komin vel til ára sinna. Hugmyndin var að nota varmaaflið fyrir hitaveitu þegar rafaflið væri ekki að fullu nýtt. Rafmagnsveitur ríkisins skoðuðu málið sérstaklega. Vinna var líka á borðum Kjarnfræðanefndar en hún var stofnuð 1956 eftir Genfarfundinn um friðsamlega notkun kjarnorku 1955. Björn Kristinsson, rafmagnsverkfræðingur, þá framkvæmdastjóri nefndarinnar og seinna prófessor við Háskóla Íslands, vann greinargerð fyrir nefndina um orkuverið. Nefndin var lögð niður 1964. Hugsanleg áhrif vetnissamruna (kjarnasamruna) á íslenskt efnahagslíf voru rædd í fullri alvöru á þessum árum. Menn trúðu á tímabili að stillanlegur vetnissamruni væri rétt handan við hornið. Þetta gat þýtt að best væri að koma innlendri orku í verð áður en það yrði of seint og hafði bein áhrif á orkusölu til stóriðjunnar. Og viðhorf til raforkuverðs. Í umræðunum um orkuverð til álversins í Straumsvík tókust á nokkur meginsjónarmið. Áhersla var lögð á að nauðsynlegt væri að skjóta fleiri stoðum undir atvinnulífið eins og það var kallað. Talið var að efnahagslífið væri of veikt með því að treysta á sjávarútveginn einan. Var mikið til í því. Sumir bentu reyndar á möguleika ferðaþjónustunnar. Það voru ekki talin veigamikil rök á þeirri tíð. Nú er ferðaþjónustan að rísa yfir allar aðrar atvinnugreinar í gjaldeyrisöflun. Andstæðingar stóriðjuversins á sjöunda áratugnum voru hins vegar ekki á móti stóriðjunni sem slíkri heldur í fyrsta lagi allt of lágu orkuverði til álversins og í öðru lagi báru einhverjir – en fáir – fram umhverfisrök; álverið mengar. Og í þriðja lagi voru margir andvígir álverinu af því að það var og er í eigu útlendinga. Sú röksemd heyrist sjaldan nú orðið. En hinar eru áfram á sínum stað. Sú sem snýr að orkuverðinu hefur hins vegar orðið örlagaríkust. Verðið fyrir raforkuna á Íslandi hefur verið allt of lágt. Það er enn allt of lágt. Sú staðreynd á að nokkru leyti rætur að rekja til þess að einhverjir töldu að kjarnorkan væri að koma; að hún myndi eftir skamma stund gera íslensku orkulindirnar verðlausar. Sem betur fer urðu þeir ekki sannspáir sem héldu slíku fram. Kjarnorkuver í Vestmannaeyjum varð aldrei til nema á fáeinum minnisblöðum. Þetta kjarnorkuver hefði aldrei orðið neitt í samanburði við þau sem seinna urðu til um allan heim. En Íslendingar könnuðu þessa slóð. Minnisblöðin eru til.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun